Fréttablaðið - 24.07.2007, Page 10

Fréttablaðið - 24.07.2007, Page 10
Starf sumarskóla RES Orkuskólans á Akureyri (RES - The School for Renewable Energy Science) stendur nú sem hæst. Fimmtán bandarískir nemar stunda nám við skólann. Meistara- nám á sviði orkufræða hefst við skólann í janúar og hafa 25 pólskir nemendur þegar staðfest skóla- vist. Áætlað er að 50 til 80 nemend- ur muni stunda meistaranám við skólann í framtíðinni. Þórleifur Stefán Björnsson, verkefnisstjóri og forstöðumaður Rannsókna- og alþjóðasviðs í Háskólanum á Akureyri, segir um sérhæfðan háskóla á sviði endur- nýjanlegra orkugjafa að ræða. „Grunnurinn að skólanum er ein- faldlega sú þekking sem er til stað- ar hér á Íslandi. Við sjáum fyrir okkur kjarnastarfsemi sem felst í meistaranámi skólans en einnig verður um að ræða ýmis önnur verkefni samhliða. Boðið verður upp á endurmenntun og sumar- skóla eins og þann sem farinn er af stað núna.“ Sumarskólinn er samvinnuverk- efni við bandarísku háskólasam- tökin SIT (School for International Training). „Þetta er sjö vikna nám- skeið í orku- og umhverfismálum sem fimmtán nemendur sækja víðs vegar að frá Bandaríkjunum. Það myndaðist strax biðlisti til að sækja þetta námskeið og við stefn- um að því að tveir hópar sæki skól- ann sumarið 2008.“ Bandaríkjamennirnir eru ánægðir með námið sem er mjög krefjandi að sögn Þórleifs. „Til að auðga dvöl þeirra hérlendis höfum við komið þeim fyrir hjá íslensk- um fjölskyldum hér á Akureyri. Það hefur komið mjög vel út því nemendurnir ná frekar að setja sig í samhengi við námið og það auð- veldar þeim að átta sig á aðstæð- um hér.“ Orkuskólinn á Akureyri er alþjóðlegur skóli á sviði endurnýj- anlegra orkugjafa. Um er að ræða einkarekinn skóla sem mun bjóða upp á eins árs meistaranám. Þegar hafa 25 stúdentar frá pólskum tækniháskólum staðfest skólavist en stefnt er að því að 50 til 80 nem- endur stundi nám við skólann í framtíðinni. Nokkrar námsbrautir verða í boði þar sem kennarar frá erlend- um háskólum og fyrirtækjum ann- ast kennslu. „Íslendingar munu svo kenna á fræðasviðum sem við þekkum best, eins og jarðhita- sviði.“ Þórleifur segir ganga vel að ráða erlenda prófessora sem verða undantekningarlaust með þeim færustu á sínu sviði í heiminum. „Skólinn á sér enga hliðstæðu í heiminum og framtíðarsýn okkar er að byggja upp framhaldsnám á doktorsstigi.“ Einstakur orkuskóli starfandi á Akureyri Fimmtán bandarískir stúdentar stunda nám við sumarskóla Orkuskólans á Akureyri. Námið á sér enga hliðstæðu í heiminum. Meistaranám í orkufræðum hefst í janúar. Erlendir fræðimenn hafa verið ráðnir sem kennarar við skólann. Ríkisstjórn Pakistan vill ekki að bandarískt herlið komi til landsins til að reyna að uppræta vígi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í héruðum við landamærin að Afganistan. Bandarískur öryggisráðgjafi, Frances Townsend, sagði á sunnudag að Bandaríkjastjórn vildi fyrst og fremst einbeita sér að því að vinna með forseta Pakistan, Pervez Musharraf, í baráttunni við hryðjuverkamenn í landinu. Townsend ýjaði þó að því að Bandaríkjastjórn gæti sent herlið til landsins. Utanríkisráðherra Pakistan, Khurshid Kasuri, sagði að pakistanski herinn væri í betri stöðu en sá bandaríski til að gera árásir á al-Kaída. Vill ekki banda- rískt herlið Deila Rússa og Breta harðnar enn. Anthony Bretton, sendiherra Bretlands í Moskvu, gagnrýnir nú rússnesk stjórnvöld fyrir að sýna ekki samstarfsvilja og framselja Andrei Lugovoi, rúss- neskan ríkisborgara sem grunaður er um morðið á Alexander Litvin- enko í London í vetur. Rússar hafa frá upphafi vísað í stjórnarskrá landsins, þar sem segir skýrum stöfum að ekki megi framselja rússneskan ríkisborgara til annars lands. Bretton gefur þó lítið fyrir þetta. „Stjórnarskrá Rússlands, rétt eins og stjórnarskrár annarra ríkja, býður greinilega upp á mismunandi túlkanir í ljósi aðstæðna hverju sinni,“ sagði hann í viðtali við rúss- neska fjölmiðla, sem birtist í gær. Hann hélt því jafnframt fram að í Rússlandi væri reglulega brotið gegn sumum köflum stjórnarskrár- innar. Hann sagðist þó ekki vera að biðja Rússa um að brjóta eigin stjórnarskrá, heldur að „vinna með okkur á skapandi hátt við að finna leið framhjá þessari hindrun“. Á hinn bóginn fullyrti Alexander Zvjagintsev, aðstoðarsaksóknari í Moskvu, á blaðamannafundi í gær að Rússar hefðu „fleiri ástæður til að efast um óhlutdrægni breska dómskerfisins“. Hann sagði að í skjölum sem borist hefðu frá Bret- landi væru engar sannanir að finna fyrir því að breska lögreglan hafi rannsakað Litvinenko-málið með óhlutdrægum hætti. Ásakanir ganga á báða bóga Vegagerðin stóð fyrir umfangsmikilli umferðarkönnun á Öxnadalsheiði á fimmtudaginn og laugardaginn. Allir ökumenn sem fóru um heiðina voru stöðvaðir og meðal annars spurðir hvert þeir væru að fara, hvaðan þeir væru að koma og hver væri tilgangur ferðar þeirra. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnisstjóri hjá umferðar- deild Vegagerðarinnar, segir að 99 prósent ökumanna hafi tekið könnuninni vel. Hann segir að Vegagerðin muni nota könnunina til áætlanagerðar, meðal annars til að kortleggja hvaðan þeir bílar sem keyra yfir Öxnadalsheiðina koma. Niður- stöðurnar liggja ekki fyrir. Kortleggja um- ferð um heiðina Sautján ára ökumað- ur var tvisvar stöðvaður af lögreglunni með stuttu millibili um síðustu helgi. Í bæði skiptin var hann án bílbeltis, og þrjóskað- ist við að setja það á sig þegar lögregla bað hann um það. Í fyrra skiptið var drengurinn tekinn í Árbæ fyrir að aka án beltis, og var hann látinn spenna það á sig áður en hann hélt af stað. Stuttu síðar þurfti lögreglan að hafa afskipti af honum vegna umferðarlagabrots, og var hann þá búinn að taka beltið af sér. Þurfti nánast að beita fortölum til að fá hann til að nota beltið aftur, segir í tilkynningu frá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Með ofnæmi fyrir bílbeltum Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir að útlendingar sem gagnrýna stjórnvöld í landinu opinberlega verði framvegis reknir úr landi. Chavez lét þessi orð falla í vikulegum sjónvarps- og útvarps- þætti sínum á sunnudaginn. „Hversu lengi ætlum við að leyfa mönnum frá öðrum löndum að koma hingað og halda því fram að það ríki einræði í Venesúela ... Enginn útlendingur, sama hver á í hlut, getur komið hingað og veist að okkur,“ segir Chavez, sem hefur skipað embættismönnum að fylgjast náið með útlendingum og hvað þeir segja um stjórnvöld í Venesúela meðan á heimsóknum þeirra í landinu stendur. Gagnrýnendur reknir úr landi Byrjað verður að flytja inn í viðbyggingu við höfuðstöðv- ar Kaupþings banka í Borgartúni í næsta mánuði. Viðbyggingin er 4.390 fermetrar og er jafnstór og byggingin sem var fyrir. Síðan bætist við bílakjallari og með kjallaranum og bílastæðum verður heildarflatarmálið 10.660 fermetrar. Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings banka, segir að ekki muni allar deildir fyrirtækisins komast þar fyrir. Starfsmenn Kaupþings hér á landi voru rúmlega 1100 manns í mars síðastliðnum og heildar- fjöldi þeirra á sama tíma var í kringum 2.850. Viðbygging til- búin í ágúst Fiskibáturinn Pétur Konn GK-236 strandaði úti fyrir Rekavík bak Látur á Hornströnd- um í gærmorgun. Einn maður var um borð í bátnum. Hann komst um borð í bát sem var á siglingu í víkinni og sakaði ekki. Björgunarskip slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, fékk tilkynningu um strandið um hálfsjö og sigldi til Rekavíkur frá Ísafirði auk björgunarbátsins Gísla Hjartarson- ar frá Bolungarvík. Áhöfn Gunnars Friðrikssonar dró fiskibátinn áleiðis til Bolungarvíkur. Lögreglan á Ísafirði rannsakar tildrög slyssins. Bátur strandaði við Rekavík Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Nes- kirkju, býður lesendum bloggs síns að hlusta á hljóðupptökur af líkræðum og prédikunum á netinu. „Ég held að ég sé eini presturinn sem er með hljóðupptökur,“ segir Örn Bárður. Hugmyndina fékk hann þegar hann jarðsöng Pétur Pétursson útvarpsþul í Dómkirkjunni. „Ég hugsaði hversu mikill klaufi ég hefði verið að biðja ekki Ríkisútvarpið að taka upp athöfnina, þar sem hann var einn af stóru nöfnunum í sögu útvarpsins,“ segir Örn Bárður. Í kjölfarið keypti hann sér upptökutæki sem hann hefur á sér, innan á skrúðanum. „Ég varð nú fyrir því í gær að batteríið kláraðist í miðri ræðu í jarðarför í Fossvoginum,“ segir Örn Bárður. „Það var mjög algengt að fólk bæði um afrit af ræðum. Ég lét fólk fá ljósrit eða sendi tölvupóst og svo byrjaði ég að birta þetta sem textaskjöl,“ segir Örn. Hann segir marga lesa líkræðurnar. „Fólk í útlöndum fer inn á þetta, fólk sem ekki komst og ættingjar seinna meir, þegar fram líður. Fólk vill kannski endurupplifa athöfnina,“ segir Örn Bárður. „Fyrst bað ég um sérstakt leyfi, en nú segi ég fólki að ég sé vanur að gera þetta,“ segir Örn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.