Fréttablaðið - 24.07.2007, Side 12

Fréttablaðið - 24.07.2007, Side 12
 Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur sent tilmæli til íslensku flugfélaganna um að hætt verði að fylla út fyrir fram í valreiti í netumsóknum fyrir ýmsa viðbótarþjónustu, til dæmis forfallatryggingar. Gísli segir hættu á að dregið sé úr sjálfstæðu og upplýstu vali neytenda ef þeir verða að velja forfallatryggingu burt. Oft sé stuttur tími til stefnu við netbók- un flugferða og mögulega gætu neytendur talið að þeir þyrftu á forfallatryggingu að halda, þar sem þegar hafi verið merkt í reitinn. Auk þess séu flestir kreditkortahafar með ferðatrygg- ingu. Ekki má fylla út reiti fyrir fram Framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng miðar vel. „Þetta gengur vel og allt eftir áætlun,“ sagði Sigurður Oddsson hjá Vegagerðinni. „Við erum í sæmilegu bergi og engu vatni.“ Ólafsfjarðarmegin eru göngin komin 1.500 metra og Siglufjarð- armegin 2.070 metra. Lengd ganganna er orðin 35 prósent af fyrirhugaðri lengd. Siglufjarðar- megin eiga göngin að vera 3,7 km og Ólafsfjarðarmegin 6,9 km. „Nú er verið að vinna við útskotin sem tefur framganginn, þau eru með 500 metra millibili,“ sagði Sigurður. Göngin eiga að vera tilbúin í desember 2009. Framkvæmdir á áætlun Ekkert lát er á flóðun- um á Englandi. Vegir eru víða á kafi og þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín eða vinnustaði. Vatnselgurinn hefur víða spillt neysluvatni með þeim afleiðingum að á annað hundrað þúsund manns hafa ekki aðgang að neysluvatni. Tugir þúsunda mega sömuleiðs búa við rafmagnsleysi af völdum flóð- anna. Gífurlegar rigningar hafa plag- að Breta síðustu fjórar vikurnar, og búist er við frekara úrhelli næstu daga. „Neyðarástandinu er engan veginn aflétt og mjög miklar líkur eru á meiri flóðum,“ sagði Hillary Benn umhverfisráðherra í gær. Gordon Brown forsætisráð- herra skýrði frá því að meira fjár- magni yrði varið til flóðavarna víða um land. Á föstudaginn, þegar úrhellið var hvað mest, mældist rigningin tólf sentimetrar og sérfræðingar segja hættu á því að áin Thames, sem liggur í gegnum London, flæði yfir bakka sína. Lundúnaborg er þó að mestu varin af flóðvarnargörð- um bæði austan og vestan megin. Einna verst úti varð bærinn Tewkesbury þar sem dómkirkjan og hús við nokkrar götur stóðu upp úr eins og eyjaklasi í forugu vatn- inu. „Þetta var bara alger eyðilegg- ing – tómt öngþveiti, bílar flutu framhjá og hvers kyns rusl,“ sagði John King, 68 ára slökkviliðsmað- ur á eftirlaunum. Hann sagði flóðið vera jafn hávært og járnbrautar- lest. „Það er ekki nokkur leið að stöðva vatn sem streymir með þetta miklum krafti.“ Jafn mikil flóð hafa ekki orðið í Bretlandi síðan árið 1947. Trygg- ingafélög segja að tjónið af völdum flóðanna í júní og júlí geti hlaupið á hundruðum milljóna punda. Breska dagblaðið Independent sagði í gær frá nýrri vísindarann- sókn, sem birt verður í tímaritinu Nature nú í vikunni og þykir stað- festa að hlýnun jarðar valdi því að miklar rigningar hafi aukist á norð- urhveli jarðar og muni halda áfram að aukast. Tugir þúsunda án vatns og rafmagns eftir úrhelli Flóðgáttir himins hafa staðið upp á gátt yfir Englandi og hafa björgunarstarfsmenn unnið hörðum hönd- um að því að bjarga fólki sem lokast hefur inni í flóðunum. Á annað hundrað þúsund manns hafa ekki aðgang að neysluvatni. Sextíu ár eru síðan jafn mikil flóð urðu í Bretlandi. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is • 8 kg • Fjórtán blettakerfi • Hraðkerfi • Kraftþvottakerfi • Snertihnappar • Orkuflokkur A+ A T A R N A – K M I / F ÍT Ellefu slökkviliðsmenn af fjórtán hjá Brunavörnum Aust- urlands á Egilsstöðum ætla ekki að gefa kost á sér til vinnu eftir 1. sept- ember næstkomandi ef deila þeirra um bakvaktargreiðslur verður ekki leyst. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir deil- una snúast um þóknun fyrir þá skuldbindingu sem felst í að standa bakvakt. Til þessa hafi mönnum verið greitt sérstaklega fyrir það en því fyrirkomulagi hafi verið breytt með stofnun Brunavarna Austur- lands. Reynt hafi verið að breyta greiðslunum á ný en án árangurs. Vernharð segir mjög alvarlegt mál ef deilan leysist ekki, því mennirnir hafi mikla reynslu og þekkingu á slökkvistarfi. Þjálfun þeirra og menntun fari ekki fram á örfáum dögum heldur liggi þar hundruð klukkustunda að baki. „Menn eru ekki tilbúnir að skuld- binda sig svona mikið fyrir ekki neitt,“ segir hann. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri á Egilsstöðum, vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Hvergi væri staðfest að þessir ellefu slökkviliðsmenn hygðust ekki gefa kost á sér til vinnu vegna deilunnar. Slökkviliðsmenn hóta að hætta störfum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.