Fréttablaðið - 24.07.2007, Side 13
Það eru ekki bara sjúklingar sem þjást
af völdum læknamistaka, heldur einnig
læknar. Þetta kemur fram í rannsókn sem
sýndi að margir læknar sem gera mistök
þjást af streitu, svefnvandræðum og minna
sjálfstrausti.
Rúmlega 90 prósent af 3.171 læknum sem
tóku þátt í könnun Amy Waterman, sálfræð-
ings við Washington-háskóla í Bandaríkjun-
um, sögðust hafa verið nærri því að gera
mistök, hafa gert minni háttar mistök eða
gert alvarleg mistök í starfi. Þar á meðal voru
mistök sem ollu varanlegum eða hugsanlega
lífshættulegum skaða.
Könnunin fór fram í bandarísku borgunum
St. Louis og Seattle og í Kanada.
Af þeim læknum sem féllu í fyrrgreindan
hóp sögðust rúm 60 prósent þeirra finna fyrir
auknum kvíða vegna möguleika á öðrum
mistökum og 44 prósent sögðust hafa minna
sjálfstraust í starfi. Rúm 40 prósent áttu
erfitt með svefn og sama hlutfall fann fyrir
minni starfsánægju.
Einungis tíu prósent sögðu sjúkrahúsin
hafa boðið sér fullnægjandi aðstoð við að
vinna úr streitu í kjölfar mistaka.
Donald Berwick, læknir og prófessor við
Harvard-háskóla, segir að jafnvel þótt
sjúkrahús séu nú opnari fyrir því að viður-
kenna mistök séu margir stjórnendur
hræddir við lögsókn og leyfa því ekki
læknum einu sinni að ræða mistök sín, hvað
þá bjóða þeim aðstoð til að vinna úr þeim.
VR og Verslunar-
mannafélag Vestur-Húnvetninga
hafa nú sameinast. Áður var
félagssvæði VR á höfuðborgar-
svæðinu og náði norður til
Akraness.
Fyrir skömmu sameinaðist
Verslunarmannafélag Hafnar-
fjarðar einnig VR og fleiri
sameiningar eru fyrirhugaðar.
„Við erum svo að sameinast
Vestmannaeyingum og verður
kosið um það á aðalfundi hjá þeim
í haust,“ sagði Stefanía Magnús-
dótir, varaformaður VR. Félags-
menn í VR eru rúmlega 26.000.
Félagsmenn í Verslunarmannafé-
lagi Vestur-Húnvetninga voru
fimmtán en um sextíu manns
höfðu réttindi hjá félaginu.
Húnvetningar
ganga í VR
Umferðarmerkjum
og -keilum, samtals að andvirði
um 200 þúsundum króna, var
stolið af framkvæmdasvæði í
Breiðumörk í Hveragerði
aðfaranótt laugardags.
Á vef lögreglunnar á Selfossi
kemur fram að talið sé líklegt að
sökudólgarnir hafi fjarlægt
merkingarnar af ótuktarskap frek-
ar en í hagnaðarskyni. Lögreglan
skorar jafnframt á umferðar-
merkjaþjófana að skila góssinu
hið fyrsta.
Ótuktir tóku
skilti og keilur
Yfirvöld hafa byggt
salernisaðstöðu á snævi þöktum
tindi fjallsins Mont Blanc í
Frakklandi. Klósettin tvö eru þar
með hæstu klósett heims.
Meira en þrjátíu þúsund gestir
klífa tindinn á hverju ári. „Þetta
var löngu tímabært verkefni,“
segir Jean-Marc Peillex, bæjar-
stjóri þorpsins Saint-Gervais-les-
Bains.
„Fallegi tindurinn okkar var
útataður gulum og brúnum
blettum á sumrin,“ bætti Peillex
við. Flogið var með klósettin upp í
4.260 metra hæð og mun þyrla
fljúga daglega upp á tindinn til að
tæma þau.
Klósett á tindi
Mont Blanc
Stjórnvöld í Íran hengdu
tólf menn á sunnudagsmorgun fyrir
mannrán, sölu fíkniefna, framhjá-
hald og samkynhneigð. Helgina þar
á undan voru aðrir fjórir menn
teknir af lífi fyrir sömu brot.
Yfirsaksóknarinn í Teherean,
Said Mortazavi, segir að sautján
menn til viðbótar verði teknir af lífi
á næstunni fyrir sams konar brot.
Tuttugu konur og 23 karlar hafa
auk þess verið handtekin fyrir
samkynhneigð og framhjáhald í
borginni Mashad í norðausturhluta
landsins.
Stjórnvöld í Íran hafa frá því í
maí skorið upp herör gegn
„glæpamönnum og úrkynjuðu
fólki“ í borgum landsins og eru
aftökurnar liður í þessari stefnu
þeirra.
Tólf teknir af
lífi í Íran