Fréttablaðið - 24.07.2007, Page 18

Fréttablaðið - 24.07.2007, Page 18
Nýleg rannsókn bendir til þess að tengsl geti verið á milli þefvísi og Alzheimer. Vísindamenn við Cincinnati- háskóla telja að lélegt lyktarskyn sé hugsanlega ein fyrsta vísbend- ing um heilabilunarsjúkdóminn Alzheimer. Þeir rannsökuðu 600 manns á aldrinum 54 og upp í 100, sem voru beðnir um á greina á milli lyktar af lauk, sítrónu, kanil, svörtum pipar, súkkulaði, rósum, banönum, ananas, sápu, málning- arþynni, bensíni og reyk. Fjórðungur fólksins giskaði á rétt svör eða gerði eina vitleysu. Helmingur þeirra þekkti níu af tólf en fjórðungur kom verst út, þekkti átta eða færri af lyktinni. Eftir prófið þurftu þátttakend- ur að taka tuttugu próf ársfjórð- ungslega næstu fimm árin, þar sem reyndi meðal annars á þekk- ingu þeirra og minni. Á þeim tíma fór þriðjungur þátttakenda að eiga við minnisleysi að stríða. Niðurstaðan varð sú að fólk sem gerði minnst fjögur mistök í lyktarprófinu var fimmtíu pró- sentum líklegra til að kljást við slík vandamál en þeir sem gerðu ekki fleiri en ein mistök. Einnig komu fram vísbendingar um að tengsl væru á milli lélegs lyktar- skyns og allt frá minni háttar minnisörðugleikum og upp í Alzheimer. Vísindamennirnir benda þó á að ekki séu alltaf tengsl á milli þefvísi og Alzheimer og því óþarfi að örvænta. Best sé að leita til læknis til að fá úr því skorið. Lélegt lyktarskyn upphaf Alzheimer Hlaupadrottningin Grete Waitz skipuleggur Óslóar-maraþ- onið í samstarfi við Glitni og er ráðgjafi við það reykvíska. Markmiðið er meðal annars betri lýðheilsa. „Ég byrjaði að hlaupa vegna bræðra minna þegar ég var krakki. Þeir voru á kafi í íþróttum og ég leit mikið upp til þeirra. Þeir voru nú ekkert allt of hrifnir af litlu systur sem var alltaf í eftir- dragi, en áður en þeir vissu af hljóp ég fram úr þeim og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Grete hlæjandi en hún uppgötvaði hæfi- leika sína sem hlaupari þegar hún var aðeins tólf ára gömul og hefur æft með sama íþróttafélaginu allar götur síðan. Hún hefur átt fjölda heimsmeta í langhlaupi, víðavangs- og maraþ- onhlaupi og vann gull á heims- meistaramótinu árið 1983 og silf- ur á Ólympíuleikunum árið 1984. Auk þess hefur hún unnið Lund- úna-maraþonið tvisvar og New York-maraþonið níu sinnum. Í dag skipuleggur Grete Óslóar- maraþonið og er ráðgjafi við það reykvíska. Hún segir samstarfið við Glitni vera einstaklega kær- komið. „Það er mjög erfitt að fjár- magna stóran viðburð eins og Óslóar-maraþonið. Við höfðum í mörg ár beðið fjársterka aðila á hnjánum svo þegar Glitnir hafði samband að eigin frumkvæði var það eins og að fá jólapakka um mitt sumar,“ segir Grete. Í framhaldi af samstarfi Glitnis og Óslóar-maraþonsins óskaði Glitnir eftir aðstoð Grete við skipu- lagningu Reykjavíkur-maraþons- ins. „Ég hef ákveðna þekkingu og reynslu eftir öll þessi ár sem íþróttakona. Ég og maðurinn minn höfum ferðast gríðarlega mikið í gegnum árin og hlaupið úti um allan heim. Ég veit hvað þarf til við skipulagningu slíkra viðburða svo ég kem að Reykjavíkur-maraþon- inu sem eins konar ráðgjafi og finnst það mjög ánægjulegt,“ segir Grete. Hlaupin eru að sögn Grete vett- vangur til að bjóða erlendu afreks- íþróttafólki til að taka þátt og skapa umtal á alþjóðavettvangi, auk þess sem markmiðið er að vekja almenning til vitundar um heilbrigt líferni. „Rannsóknir hafa sýnt að við borðum ekkert fleiri kaloríur en á árum áður. Samt erum við mun feitari og þjökuð af sjúkdómum sökum lífshátta. Þetta er því miður mestmegnis hreyfingarleysi að kenna. Reykjavíkurmaraþonið er því góð áminning fyrir bættari lýðheilsu, því allflestir geta verið með,“ segir Grete, sem er mjög þekkt í eigin heimalandi, Noregi, þar sem hún er að flestra mati „fröken heilsa og hreysti“. Þar eltir fólk hana gjarnan í búðinni til að athuga hvað hún kaupir í mat- inn og Grete segist jafnvel verða fyrir aðkasti út af súkkulaði. „Ég hef lengi verið einn helsti talsmaður heilbrigðs lífernis og fólk heldur að ég borði aldrei nammi. Málið er bara að borða hollt daglega og hreyfa sig reglu- lega. Þá er allt í lagi að njóta þess að borða sætindi um helgar, eins og ég reyni að segja við fólkið sem rekur augu í súkkulaðið mitt í búð- inni,“ segir Grete hlæjandi. Reykjavíkur-maraþonið stuðlar að betri lýðheilsu Dreifingaraðili , S.L.I ehf. , Sími: 866 9512 Fæst hjá: Aftur til náttúru ORKA FYRIR KROPPINN FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.