Fréttablaðið - 24.07.2007, Qupperneq 25
[Hlutabréf]
Actavis hverfur í dag úr OMX Ice-
land 15 vísitölunni, sem einnig er
nefnd Úrvalsvísitala Kauphallar-
innar. Eftir standa þrettán félög
og fækkar brátt í tólf með fyrir-
hugaðri afskráningu Mosaic
Fashions í næsta mánuði.
Afskráning Actavis kemur í
kjölfar þess að Novator hefur
tryggt sér 99,66 prósent af hlutafé
í Actavis Group, að því er fram
kom í tilkynningu til Kauphallar-
innar í gær. Hluthafar sem sam-
þykktu tilboðið fá greitt fyrir bréf
sín á morgun, 25. júlí.
Vegvísir Landsbankans greindi
frá því í gær að frá því formlegt
yfirtökutilboð Novators var lagt
fram í júníbyrjun hefði velta með
hlutabréf numið 374 milljörðum
króna, samanborið við 153 millj-
arða króna veltu á sama tímabili í
fyrra.
Enn fækkar í
vísitölunni
Í hönd fer tími hálfsársuppgjöra,
en Nýherji reið á vaðið síðasta
föstudag með birtingu uppgjörs
fyrir annan fjórðung þessa árs.
„Century Aluminum, Kaupþing,
Exista, Bakkavör og Straumur-
Burðarás birta uppgjör sín í vik-
unni og munu þrjú síðastnefndu
félögin öll birta sín uppgjör á
fimmtudaginn næstkomandi,“
segir í hálffimmfréttum greining-
ardeildar Kaupþings í gær, en
Century Aluminum birtir uppgjör
sitt eftir lokun markaða í dag og
Kaupþing fyrir opnun markaða á
morgun. Glitnir, Össur og Teymi
birta uppgjör 31. júlí.
Greiningardeildin segir upp-
gjörshrinuna nokkuð mikilvæga
fyrir þróun hlutabréfamarkaðar,
enda séu nokkrar væntingar um
góð uppgjör í ljósi 40 prósenta
hækkunar Úrvalsvísitölunnar það
sem af er ári. „Þau félög sem birta
uppgjör sín í júlí hafa samtals
nærri 70 prósenta vægi í Úrvals-
vísitölunni.“
Væntingar um
góð uppgjör
Eimskip og Qingdao Port Group skrifuðu
í gær undir samning um rekstur 55 þús-
und tonna kæli- og frystigeymslu í
Qingdao-höfn í Kína. Geymslan, sem
verður tekin í notkun í september, verður
sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Í samn-
ingnum felst jafnframt bygging annarrar
geymslu upp á 55 þúsund tonn. Samanlagt
verður því geymslugeta Eimskips í
Qingdao-höfn 110 þúsund tonn. Til sam-
anburðar rúmar kæli- og frystigeymsla
Eimskips í Sundahöfn um 3.500 tonn.
Fyrst um sinn snýst samningurinn um
rekstur geymslanna. Gert er ráð fyrir að
Eimskip verði eigandi þeirra innan
tveggja til þriggja ára. Samningurinn
felur jafnframt í sér að Eimskip verður
eini rekstraraðili kæli- og frystigeymsla í
höfninni.
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips,
segir kostnaðinn við fyrsta hluta fram-
kvæmdanna liggja á bilinu tuttugu til
þrjátíu milljónir evra. Það er á bilinu 1,6
til 2,5 milljarðar króna. „Þetta er gríðar-
lega stórt verkefni sem við erum stolt af
að vera hluti af. Þetta er okkar fyrsta
geymsla í Asíu og hún verður hluti af
heildarþjónustuneti Eimskips um allan
heim. Með þessu gefst okkur tækifæri, í
samstarfi við Qingdao-höfn, á að byggja
upp miðstöð fyrir Asíu þar sem vörum er
dreift innan, til og frá Asíu. Þetta er því
stór dagur,“ segir forstjórinn.
Undirbúningur að samningnum hófst
fyrir tveimur árum þegar Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, fór fyrir stórri
sendinefnd til Kína. Það var því vel við
hæfi að hann væri viðstaddur undirskrift
samningsins í húsakynnum forsetans að
Bessastöðum í gær.
Gera stórsamning í Qingdao