Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 26
Vestmannaeyingar minntust á dögun- um fæðingu Jóns Vigfússonar en hann drýgði ótrúlega hetjudáð fyrir hart nær 80 árum, eða 14. febrúar árið 1928. Þá gerði aftakaveður sunnan við landið sem í Morgunblaðinu 15. febrúar 1928 var lýst sem „stórviðri með svartabyl“ og var brim „með afbrigðum mikið“. Fjöldi báta var við veiðar en kom- ust þeir allir til hafnar, margir við illan leik. Allir nema einn. „Sigríðar“ var enn saknað og það var ekki fyrr en einn úr áhöfn Sigríðar, Jón Vigfússon, komst til byggða að örlög bátsins urðu ljós. Báturinn hafði steytt á skeri undan hamrinum vestast á Heimaey. Þar sat hann fastur í örskotsstund og gaf það áhöfninni, alls fjórum sjómönnum, ráðrúm til að stökkva upp á litla syllu undir hamrinum. „Um leið og þeir voru komnir í land, en pabbi stökk síðastur, þá kom alda og braut bátinn í spón,“ segir Sigurður Jónsson, bæjarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og sonur Jóns. „Þá hófst pabbi handa við að klífa hamarinn en hann hafði almennt verið talinn ókleifur fram að þessu.“ Aðstæður voru mjög erfiðar. Blind- bylur barði á Jóni og bergið var blautt og hált og erfitt að ná þar fótfestu. „Hann sagði mér eitt sinn að hann hefði haft vettling í munninum og hann hafi hann notað til að dusta snjóinn af syll- unum svo hann næði þar taki,“ segir Sigurður. Jón komst að lokum alla leið upp hamarinn og til byggða og var mönn- unum öllum bjargað, þökk sé ótrúlegu afreki Jóns. „Pabbi vildi alltaf sem minnst tala um þetta en þegar maður komst sæmilega til vits og ára sýndi hann manni staðinn og maður lærði meira um atburðinn. Það er með ólík- indum að það skyldi hafa verið hægt að klifra þarna upp,“ segir Jón. „Berg- ið slútir í rauninni yfir sylluna þar sem mennirnir biðu og ótrúlegt að pabbi hafi komist upp. Enda sagði hann að hann hefði ekki verið einn að verki síð- asta spölinn.“ Hamarinn hefur ekki verið klifinn eftir þetta, þrátt fyrir tilraunir að sum- arlagi í blíðskaparveðri „Ég veit ekki alveg hvað ég er að gera. En mér finnst það mjög gaman og ég má gera eins mikið af því og ég vil.“ Machu Picchu finnst á ný Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hreins Helgasonar Sæviðarsundi 29, Reykjavík, er lést 27. júní síðastliðinn. Jónas Hreinsson Valdís Oddgeirsdóttir Ólafur Hreinsson Helga Þormóðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. www.minningargreinar.is Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar dóttur okkar, móður, tengdamóður og ömmu, Þórdísar Þórisdóttur Kjarrhólma 32, Kópavogi, áður til heimilis í Reykjabyggð 14, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fær hjúkrunarfólk hjá heimahjúkrun LHS og líknardeild LHS í Kópavogi fyrir ómetanlega aðstoð í veikindum hennar. Þórir Sigurðsson Sigríður Ragna Olgeirsdóttir Kristján B. Magnússon Edda Ragna Davíðsdóttir Sigrún B. Magnúsdóttir Kjartan Þór Reinholdsson Sigríður Þórisdóttir Aðalsteinn Þórðarson Björk Þórisdóttir Róbert Vilhjálmsson Aron Daníel og Auður Dís. varð bráðkvödd á Arnarstapa aðfaranótt föstudagsins 20. júlí. Jarðarförin verður í Bústaðakirkju þriðjudag- inn 31. júlí. Ríkharð Kristjánsson Gerður Ríkharðsdóttir Svandís Ríkharðsdóttir Óskar Örn Jónsson Valdimar Örn Júlíusson Telma Dögg Óskarsdóttir Jón Andri Óskarsson Harpa Eik Óskarsdóttir Ísak Örn Valdimarsson Brynjar Bogi Valdimarsson Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og elsku amma, Brynhildur Þorsteinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, Nanna Renate Möller Helgafelli, Mosfellsbæ, lést laugardaginn 21. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Íris Jónsdóttir Kristján Þór Valdimarsson Erna Jónsdóttir Sigurgeir Guðjónsson Auður Jónsdóttir Ríkharður Jónsson Þóra Skúladóttir Unnur Jónsdóttir Freyr Ferdinandsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Aðalsteinn Davíð Jóhannsson Háholti 12, Akranesi, sem lést af slysförum 16. júlí sl. verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 25. júlí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Stofnaður hefur verið reikningur í Landsbankanum á Akranesi til styrktar börnum hans, tæpra 2 ára og 7 mánaða. Reiknings- númerið er 0186-15-380076, kt. 020775-3009. Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir Íris Rakel Aðalsteinsdóttir Ragnar Páll Aðalsteinsson Guðlaug Aðalsteinsdóttir Jóhann Jensson Bjarni Borgar Jóhannsson Valgerður Guðbjörnsdóttir Benedikt Heiðar Jóhannsson Guðrún Sveinbjörnsdóttir Halldór Júlíusson Gíslný Bára Þórðardóttir Sigurrós Júlíusdóttir Ólafur Borgarsson Sigurlína Júlíusdóttir Guðmundur Páll Jónsson Ólöf Ingibergsdóttir Birna Júlíusdóttir Bjarni Axelsson Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem með hlýhug, nærveru og samúðar- kveðjum minntust látins eiginmanns, bróður, föður, tengdaföður og afa, Sverris Norland Sunnuvegi 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut sem og deildar 11G fyrir ómetanlegan stuðning og alúð. Margrét Norland Agnar Norland Kristín Norland Jón Norland Sigríður L. Signarsdóttir Halla Norland Valdimar Sigurðsson og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.