Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 40% 70% Sigurður Guðmundsson landlæknir glímir við skort og sjúkdóma í Malaví. Strákar eiga að vera smart í veðurblíðunni Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur að minnsta kosti tvisvar sinnum látið drukkna geimfara stjórna geimförum, jafnvel eftir að fram höfðu komið ábendingar um að með þessu væri geimfarinu stofnað í hættu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá óháðri rannsóknar- nefnd. Í skýrslunni er ekkert gefið upp um það hvenær þetta gerðist, hvaða geimfarar áttu í hlut né hvaða geimförum þeir stjórnuðu. NASA lét setja þessa rannsókn- arnefnd á fót eftir að geimfarinn Lisa Nowak var handtekin í febrúar síðastliðnum og ákærð fyrir að hafa gert tilraun til mannráns. Drukknir geim- farar hjá NASA Mjólkursamsalan (MS), Auðhumla og Osta- og smjörsal- an hafa höfðað mál á hendur Sam- keppniseftirlitinu. Þess er kraf- ist að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, víki sæti við rannsókn á máli mjólkuriðnaðarins sem hófst með húsleit Samkeppniseftirlitsins í höfuðstöðvum MS hinn 5. júní. „Forstjóri Samkeppniseftirlits- ins hefur opinberlega verið með miklar yfirlýsingar um mjólkur- iðnað. Í ljósi þess teljum við að hann geti ekki farið hlutlaust yfir okkar mál,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS. Guð- brandur segir að MS hafi óskað eftir því að Páll lýsti sig vanhæf- an en þegar hann gerði það ekki var farið með málið til héraðs- dóms. Þess er einnig krafist að aðrir starfsmenn Samkeppniseft- irlitsins víki sæti. „Hvorki ég né aðrir starfs- menn Samkeppniseftirlitsins höfum forsendur til að víkja sæti enda erum við alls ekki vanhæf til meðferðar málsins,“ segir Páll. Í fyrra gaf Samkeppniseftirlit- ið út álit þar sem þeim tilmælum var beint til þáverandi landbún- aðarráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum sem kveða á um að mjólkurafurðastöðvar séu undanþegnar lögum um sam- runaeftirlit. Páll segir að það álit sé með öllu ótengt því máli sem nú er til athugunar hjá Sam- keppniseftirlitinu. „Þetta er risaskref sem nú hefur verið stigið, bæði hvað varðar siglingaöryggi og til að koma í veg fyrir meiri háttar meng- unarslys á afar viðkvæmu lífríki þessa svæðis,“ segir Hermann Guð- jónsson siglingamálastjóri um sam- þykkt undirnefndar Alþjóðlegu siglingamálastofnunarinnar (IMO) á reglum um leiðastjórnun flutn- ingaskipa við suður- og suðvestur- strönd Íslands. Hefðbundin sigl- ingaleið flutningaskipa verður færð lengra frá landi sem kemur í veg fyrir að stór flutningaskip sem bera mikið magn hættulegra eða mengandi efna sigli eins nálægt landi og tíðkast hefur. Hermann segir að markmið leiðastjórnunarinnar sé að vernda mikilvægar uppeldisstöðvar helstu nytjastofna og viðkvæmt fuglalíf og að beina skipum frá siglinga- hættum á siglingaleiðir sem telj- ast öruggastar. Kjarni tillagnanna er að tvær siglingaleiðir eru afmarkaðar; innri leið fyrir skip sem eru 5.000 brúttótonn og minni og ytri leið fyrir stærri skip og skip sem flytja hættulegan eða mengandi farm. Einnig eru þrjú svæði afmörkuð sem ber að forð- ast með öllu. Tillögurnar útiloka ekki siglingar gámaflutningaskipa um innri leið vegna undanþágu sem byggir á reynslu íslenskra skipstjórnarmanna og hafi þeir komið sex sinnum til hafnar við Faxaflóa síðustu 18 mánuði. Einn- ig mega minni olíuskip sigla innri leið beri þau létta olíu sem gufar hratt upp. Forsvarsmenn Landhelgisgæsl- unnar hafa gagnrýnt siglingaleiðir flutningaskipa um innri leiðina harðlega og kallað það glapræði að flutningaskip sigli aðeins nokkr- um mílum frá landi með stóra farma af olíu og öðrum hættuleg- um efnum. Halldór B. Nellet, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, fagnar niðurstöðu IMO og segir hana skipta miklu fyrir aukið siglinga- öryggi og auki svigrúm til að bregðast við óhöppum eða slysum. „Við getum skipulagt eftirlit og björgunaraðgerðir okkar betur í mörgum tilfellum.“ Anna Fanney Gunnarsdóttir landfræðingur vann ítarlega rann- sókn á dreifingu olíumengunar í hafi árið 2003. Þar voru bornar saman siglingaleiðir suðvestur af landinu. Í ályktunum rannsóknar- innar segir Anna að samkvæmt nið- urstöðum dragi um 50 prósent úr hættunni á að viðkvæm strand- svæði mengist ef siglingaleiðin yrði færð utar. Sextíu olíuskip sigldu innri leið- ina til hafnar við Faxaflóa árið 2006 en tíu sigldu ytri leiðina. Þau báru um 800 þúsund tonn af olíu og allt að því fimmtíu þúsund tonn í hverri ferð. Risaskref í siglingaöryggi Reglur um leiðastjórnun flutningaskipa hafa verið samþykktar. Risaskref í öryggismálum, segir sigl- ingamálastjóri. Gæti afstýrt meiri háttar mengunar- slysi á mikilvægustu uppeldisstöðvum nytjafiska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.