Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 4
Sérfræðinefndin sem samþykkti tillögurnar nú var stærsti þröskuldurinn og mjög ánægjulegt hvað nefndin var jákvæð á þessar breytingar. Ljósmyndasafni Akraness bárust nýlega tæplega 1.000 svarthvítar ljósmyndir af íslensk- um bátum. Gefandinn er Hafsteinn Jóhannsson, oft nefndur kafari, sem tók myndirnar á árunum 1960 til 1970. Bátarnir sem prýða þessar ljósmyndir eru flestir ekki til í dag, eins og fréttavefurinn Skessuhorn greindi frá. Hafsteinn er fæddur og uppalinn á Akranesi og lifandi goðsögn og hetja að mati Skaga- manna. Hafsteinn afrekaði það að sigla einn umhverfis hnöttinn viðstöðulaust frá Noregi á árunum 1990 til 1991 á skútu sem hann sjálfur byggði og tók ferðin 241 dag. Það var Hafsteinn sjálfur sem afhenti safninu myndirnar. Fengu þúsund myndir gefnar Undirnefnd Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar (IMO) samþykkti í gær til- lögur íslenskra stjórnvalda um leiðastjórnun skipa við suður- og suðvesturströnd landsins. Sigling- ar flutningaskipa með hættulegan farm og mengandi varning verða takmarkaðar. Markmið leiða- stjórnunarinnar eru að vernda mikilvægar uppeldisstöðvar helstu nytjastofna og viðkvæmt fuglalíf og að beina skipum frá siglingahættum á siglingaleiðir sem teljast öruggastar. Hermann Guðjónsson, sigl- ingamálastjóri og formaður nefndar samgönguráðherra um leiðastjórnun skipa, segir að und- irnefnd IMO hafi samþykkt til- lögurnar óbreyttar. Þær koma í október til fullnaðarafgreiðslu IMO, sem er í raun ekki annað en formsatriði, og taka reglurnar síðan gildi vorið 2008. „Formleg afgreiðsla er á fundi siglinga- og öryggisnefndar IMO í haust. Sér- fræðinefndin sem samþykkti til- lögurnar nú var stærsti þrösk- uldurinn og mjög ánægjulegt hvað nefndin var jákvæð á þess- ar breytingar.“ Kjarni tillagnanna er að tvær siglingaleiðir eru afmarkaðar fyrir Reykjanes; innri leið fyrir skip sem eru 5.000 brúttótonn og minni og ytri leið fyrir stærri skip og skip sem flytja hættuleg- an eða mengandi farm. Einnig eru þrjú svæði afmörkuð sem ber að forðast. Sturla Böðvarsson, fyrrver- andi samgönguráðherra, skipaði nefndina til að vinna að tillögum um leiðastjórnun í nóvember 2006 og hún skilaði af sér í apríl 2007. Undirbúningur að leiða- stjórnun flutningaskipa við Íslandsstrendur hófst þó árið 1993 og hafa siglingar skipa úti fyrir suður- og suðvesturströnd landsins verið til skoðunar því sýnt þykir að slys á þessari sigl- ingaleið hefði gífurleg áhrif á líf- ríki og efnahag þjóðarinnar. Forsvarsmenn Landhelgis- gæslunnar hafa gagnrýnt sigl- ingaleiðir flutningaskipa um innri leiðina harðlega og kallað það glapræði að flutningaskip sigli aðeins nokkrum mílum frá landi með stóra farma af olíu og öðrum hættulegum efnum. Sex- tíu olíuskip sigldu innri leiðina til hafnar við Faxaflóa árið 2006 en tíu sigldu ytri leiðina. Þau báru um 800 þúsund tonn af olíu og allt að því fimmtíu þúsund tonn í hverri ferð. Afmörkun siglinga við svokall- aða ytri leið hefur mætt nokkurri andstöðu hagsmunaaðila. Þannig lagðist Samband íslenskra kaup- skipaútgerða gegn þessum hug- myndum árið 2000. Hafa skip- stjórar á íslenskum kaupskipum bent á að í mörgum tilfellum sé öruggara fyrir skip og umhverfi að geta siglt nærri strönd lands- ins, sé veðurfar og sjólag með ákveðnum hætti. Siglingaleiðir afmarkaðar við Suður- og Suðvesturland Undirnefnd Alþjóða siglingamálastofnunarinnar samþykkti í gær tillögur íslenskra stjórnvalda um af- mörkun siglingaleiða. Engar athugasemdir voru gerðar og reglurnar taka gildi vorið 2008. Leiðastjórnun þykir draga verulega úr hættu á mengunarslysi sem hefði gífurleg áhrif á lífríki og efnahag landsins. Viðræður fyrirtækisins Smartkort og Íþrótta- og tómstunda- ráðs um að nýta smartkortakerfi í sundstöðum Reykjavíkurborgar eru langt á veg komnar. Þetta stað- festi Ómar Einarsson, sviðsstjóri hjá Íþrótta- og tómstundasviði. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Strætó bs. íhugaði að taka ekki í notkun smartkortakerfi sem verið hefur í bígerð á vegum borg- arinnar frá árinu 2002 og hefur kostað hátt í hálfan milljarð. Kerf- ið er hugsað sem miðlægt greiðslu- kortakerfi fyrir margvíslega þjón- ustu á vegum borgarinnar. Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið Smartkort hefði hætt rekstri. Hið rétta er að það skipti um nafn, heitir nú Curron og veitir fjölda aðila þjónustu sína. „Ætli ég verði ekki að játa það að ég hafði ekki kannað þennan bak- grunn fyrirtækisins,“ segir Reyn- ir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Smartkort verði notuð í sundi Þremur bílum var stolið í Reykjavík í fyrradag. Einn bíll hvarf í Breiðholti árla dags en fannst svo síðdegis. Tveir piltar og stúlka, sem öll eru undir tvítugu, voru handtekin vegna málsins. Þau voru öll undir áhrifum fíkniefna en þríeykið hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Eitthvað hafði bíllinn rispast í meðförum þjófanna og þá saknaði eigandi ökutækisins fartölvu úr bílnum. Hinum bílunum tveimur var stolið í austurborginni. Í öðrum þeirra hafði ökumaður skilið bíllykilinn eftir í bílnum og því átti þjófurinn hægt um vik að stela honum. Lykill gleymdist í einum bílnum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.