Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 8
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 NÚ GETUR ÞÚ SKOÐAÐ PUNKTASTÖÐUNA Í NETBANKANUM! Hver keypti gamla Borgar- bókasafnshúsið af listamannin- um Odd Nerdrum? Hvaða íslenska söngkona stendur ásamt fleirum að stofnun góðgerðarsamtakanna Navia? Hvaða þjóðir keppa til úrslita í Evrópukeppni 19 ára kvenna í knattspyrnu á sunnu- dag? Íslenska liðið Intersport Iceland lenti í sjöunda sæti í ævintýrakeppni á Grænlandi eftir að hafa lagt að baki 120 kílómetra í einum rykk á tæplega 38 klukkustundum, hlaupandi, gangandi og róandi. Keppnin hófst síðasta laugardag. „Þetta er algjör geðveiki,“ sagði Trausti Valdimarsson, einn keppendanna, en hann var að keppa í þriðja sinn. „Það má segja að öll hversdagsleg vandamál verða lítilræði í samanburði og maður lærir að meta það að fá mat, vatn, hreinlætisaðstöðu og svefn.“ Lokaáfanginn tók 38 tíma Samtök hernaðar- andstæðinga mótmæla fyrirhug- uðum heræfingum hér á landi í næsta mánuði. NATO-ríkin Noregur, Danmörk, Bandaríkin, Lettland og Ísland halda æfing- una. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að æfingar af þessum toga séu ekki aðeins aðferð herveldanna til að þjálfa herlið sitt heldur einnig til að staðfesta áhrifasvæði sitt, berast á gagnvart hugsanlegum andstæð- ingum og jafnvel ögra þeim. Enn fremur segir að það sé grátlegt að Ísland skuli ýta undir hernaðar- brölt með því að bjóða til æfinganna. Heræfingin er misnotkun Tekjur kvenna eru að meðaltali fimmtán prósent- um lægri en karla, samkvæmt rannsóknum Evrópusambandsins. Evrópusambandið hefur gert skýrslu um leiðir til úrbóta. Ein af orsökum launamunarins er erfiðleikar kvenna við að samhæfa einka- og atvinnulíf. Konur eru frekar í hlutastörfum og taka oftar hlé frá störfum. Í skýrslunni segir að eina leiðin til þess að ná árangri sé að ná víðtæku samstarfi milli karla og kvenna, frjálsra félagasamtaka, atvinnulífsins og stjórnvalda um að ráðast á vandann á öllum stigum samfélagsins. Fimmtán pró- senta munur Að minnsta kosti þrettán létust og 71 særðist í árás á hótel í grennd við Rauðu mosk- una í Íslamabad í Pakistan í gær. Sjö hinna látnu voru lögreglu- menn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna árásarinnar en öfgasinnaðir múslímar eru taldir hafa staðið á bak við hana. Vitni að árásinni sagði að líkamshlutar og blóð hefðu verið úti um allt í rústum hótelsins. Sprengjusér- fræðingar fundu sundurtættan efri hluta mannslíkama í rústun- um og er þess vegna talið að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað stuttu eftir að pakistanska lögreglan hafði skotið táragasi að hundruðum mótmælenda sem höfðu safnast saman í Rauðu moskunni og kraf- ist þess að yfirvöld í Pakistan létu múslimaklerkinn Abdul Aziz laus- an úr haldi. Aziz var handtekinn í umsátri pakistanska hersins um Rauðu moskuna fyrr í mánuðin- um. Herinn gerði innrás í mosk- una hinn 12. júlí eftir vikulangt umsátur þar sem að minnsta kosti 102 féllu. Hrina árása herskárra mús- líma á pakistanska hermenn fylgdi í kjölfar innrásarinnar í moskuna. Stjórnvöld í Pakistan voru gagnrýnd harðlega fyrir hana því talið er að mörg börn og námsmenn hafi einnig látið lífið. Yfirvöld í Pakistan opnuðu Rauðu moskuna aftur fyrir almenningi í gær til að reyna að lægja þessar ófriðaröldur en upp úr sauð eftir að mótmælendurnir byrjuðu að henda steinum í óeirðalögregl- una. Pakistanska lögreglan hand- tók 25 mótmælendur í moskunni í gær. Þeir öfgasinnuuðu múslímar sem stjórnuðu uppreisninni eru andstæðingar Musharrafs forseta Pakistans og stuðningsmenn tali- bana sem halda til í héruðunum sem liggja að Afganistan. Þeir vilja koma á sams konar samfé- lagi í Pakistan og talibanar komu á í Afganistan fyrir innrás banda- ríska hersins. Talið er að sjálfs- morðárásin á hótelinu komi sér afar illa fyrir Musharraf, sem er samherji Bandaríkjastjórnar í stríðinu gegn hryðjuverkum. For- setinn er undir miklum pólitísk- um þrýstingi út af fjölgun árása á pakistanska hermenn eftir inn- rásina í Rauðu moskuna og fyrr í mánuðinum var reynt að drepa hann. Þrettán féllu í sjálfsmorðsárás Rauða moskan í Íslamabad var opnuð í gær til að reyna að lægja ófriðaröldu sem staðið hefur yfir í tvær vikur. Árás var gerð á hótel í nágrenni moskunnar. Aðkoman hrikaleg segja sjónarvottar. Öfgasinnaðir múslímar taldir ábyrgir. Bráðabirgðaákærur hafa verið lagðar fram gegn Francois Villepin, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakklands. Hann er sakaður um að hafa á árunum 2003 til 2004 átt þátt í að breiða út óhróður um flokksbróður sinn, Nicolas Sarkozy, þáverandi ráð- herra og núverandi forseta Frakk- lands. Málið er allt hið ævintýraleg- asta. Villepin var á þessum tíma utanríkisráðherra en Sarkozy inn- anríkisráðherra í stjórn Jean- Pierre Raffarin. Við sögu koma leynilegir bankareikningar, einka- spæjarar og skjalastuldur. Villep- in er sagður hafa ætlað að tryggja að Sarkozy gæti ekki keppt við sig um að verða forsetaefni Íhalds- flokksins. Villepin gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og háar sektargreiðslur ef hann verður fundinn sekur. Hann sagðist í gær ætla að verja mál sitt „til þess að sannleikurinn geti loks komið fram í dagsljósið“. Hann fullyrðir að hann hafi „aldrei nokkurn tíma tekið þátt í pólitískri refskák“. Sarkozy fór aldrei dult með að hann sæktist eftir forsetaembætt- inu. Villepin þótti einnig um tíma líklegt forsetaefni, en vinsældir hans hröpuðu hratt þegar verka- lýðsfélög og námsmenn tóku hönd- um saman og efndu til mótmæla og verkfalla gegn breytingum á vinnu- málalöggjöf, sem Villepin reyndi að fá samþykktar á síðasta ári. Villepin þarf að svara til saka Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra íhugar að end- urnýja takmarkað virkjanaleyfi Múlavirkjunar til fjögurra eða fimm ára með ströngum skilyrð- um. Þau eru að yfirborð Baulár- vallavatns verði það sama og áður og að rennsli verði í Straum- fjarðará milli Baulárvallavatns og lónsins við stífluna. Það yrði gert með því að hafa jafnt rennsli í virkjuninni. Samkvæmt samn- ingi Múlavirkjunar við Hitaveitu Suðurnesja á að veita meira vatni á daginn en á nóttunni. Virkjunin er stærri en hún var samkvæmt áætlunum. „Þeir fóru langt fram úr öllu saman,“ sagði Össur, „en við erum að íhuga hvort ekki sé hægt með þessum mótvægisaðgerðum að tryggja lífríki straumandarinnar og urriðans á svæðinu. Svo virðist sem straumöndin hafi þegar aðlagað sig að svæðinu og hún hafi fært sig til á ánni. En ef í ljós kemur á þessum tíma eða fyrr að þetta gengur ekki þá er ekki um annað að ræða en að fyrirskipa breytingar á virkjuninni.“ Össur telur að Múlavirkjun hefði ekki átt að vera undanþegin umhverfismati á sínum tíma. Hann segir virkjanir af þess- ari stærðargráðu verða teknar fastari tökum í framtíðinni. Rennsli verði í Straumfjarðará
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.