Fréttablaðið - 28.07.2007, Page 11

Fréttablaðið - 28.07.2007, Page 11
Fyrstu sex mánuði ársins 2005 stöðvaði lögreglan 10.735 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Á sama tímabili í fyrra voru ökumennirnir orðnir 14.858 sem er tæplega fjörutíu prósenta aukning. Í ár voru brotin 16.735 fyrstu sex mánuði ársins. Aukning upp á tæp þrettán prósent. „Aukið fjármagn til umferðar- eftirlits er meðal ástæðna fyrir þessu,“ segir Jónína Sigurðardótt- ir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru tvöfalt fleiri ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur en árið 2005 þegar samningur á milli samgönguráðu- neytis, ríkislögreglustjóra, Umferðarstofu og Vegagerðarinn- ar tók gildi. Samningurinn gerði lögregluembættum kleift að auka umferðareftirlit og bæta við sig búnaði. Samgönguráðuneytið greiðir fyrir þennan auka kostnað. Í febrúar síðastliðnum var samn- ingurinn endurnýjaður. Sektir vegna allra umferðar- lagabrota á síðasta ári voru rúm- lega 33 þúsund. Tæplega 3.400 þeirra fóru til dómsmeðferðar. Ekki hefur verið lokið við og tekin ákvörðun um 720 sektarboð frá síðasta ári. Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Afgreiðslutími Mánudaga–föstudaga 8–18, laugardaga 10–16 og sunnudaga 12–16 (ath. lokað sunnudaga á Akureyri) Í dag, 28. júlí kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslugöngu frá Minjasafn- inu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðimenn koma til leið- sagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl 16:00. Þátttakendur þurfa ekki að koma nestaðir. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Fræðsluganga um Elliðaárdal og upp að Gvendar- brunnum ÍS LE N SK A SI A. IS I C E 3 80 05 0 6. 20 07

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.