Fréttablaðið - 28.07.2007, Side 25

Fréttablaðið - 28.07.2007, Side 25
Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Sigurbergur Kristjánsson er einlægur aðdáandi ítölsku Ducati-hjólanna. „Ég fékk áhuga á mótorhjólum þegar ég var þrettán ára og hef verið forfallinn Ducati-áhugamaður í nákvæm- lega fjörutíu ár. Eldri bróðir minn var á kafi í mótorhjól- um og smitaði mig af þessari bakteríu,“ segir Sigur- bergur Kristjánsson, mótorhjólaeigandi og meðlimur í félagi Ducati-eigenda á Íslandi. Fyrstu hjólin hans Sigurbergs voru skellinöðrur sem síðan breyttust í stærri hjól og þá helst Ducati. „Ég hef átt hjól nánast óslitið síðan ég var þrettán ára. Nema á baslárunum þegar maður var að byggja þá gat maður ekki leyft sér það. Nú á ég þrjú hjól og einn bíl,“ segir Sigurbergur sem á tvö sígild sýningarhjól árgerð 1974 og 1978 ásamt Ducati-draumahjólinu. „Ég keypti Ducati- hjólið á Íslandi í fyrra og lét upp í annað sem ég hafði flutt inn erlendis frá þremur árum áður. Nýja hjólið er árgerð 2007, GT 1000-retró útgáfa af Ducati árgerð 1978, sem var GT 750,“ segir Sigurbergur. Hann hefur ferðast gífurlega mikið á hjóli, bæði erlendis og hérlendis og margoft keyrt hringinn með fjölskylduna aftan á. „Ég á þrjá krakka og hef farið með þau öll hringinn svona um fermingu. Þetta voru æðis- legar ferðir þar sem ég var bara einn með krökkunum á hjólinu úti í náttúrunni. Síðan höfum ég og konan mín ferðast mikið um Ísland, farið öll Norðurlöndin og nú síðast þjóðveg 66 frá Chicago til Santa Monica í Banda- ríkjunum,“ segir Sigurbergur sem segist þó nota hjólið æ minna dags daglega. „Umferðin hefur breyst svo mikið í Reykjavík. Hún er orðin þyngri og maður er mest keyrandi á milli ljósa. Í þau skipti sem ég fer á því í vinnuna nota ég tækifærið og fer lengri leiðina um Seltjarnarnes og Heiðmörk heim í Grafarvoginn,“ segir Sigurbergur sem segist taka eftir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. „Ég held að aukið fjármagn í landinu sé ein af ástæð- um fyrir aukinni mótorhjólaeign landsmanna. Síðan eru margir sem ég þekki að láta gamlan draum rætast á efri árum. Þar hef ég rekist á marga sem eru að kaupa svo- kölluð hippahjól en það er ekkert fyrir mig,“ segir Sig- urbergur. Smitaður af Ducati-áhuga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.