Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 25
Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Sigurbergur Kristjánsson er einlægur aðdáandi ítölsku Ducati-hjólanna. „Ég fékk áhuga á mótorhjólum þegar ég var þrettán ára og hef verið forfallinn Ducati-áhugamaður í nákvæm- lega fjörutíu ár. Eldri bróðir minn var á kafi í mótorhjól- um og smitaði mig af þessari bakteríu,“ segir Sigur- bergur Kristjánsson, mótorhjólaeigandi og meðlimur í félagi Ducati-eigenda á Íslandi. Fyrstu hjólin hans Sigurbergs voru skellinöðrur sem síðan breyttust í stærri hjól og þá helst Ducati. „Ég hef átt hjól nánast óslitið síðan ég var þrettán ára. Nema á baslárunum þegar maður var að byggja þá gat maður ekki leyft sér það. Nú á ég þrjú hjól og einn bíl,“ segir Sigurbergur sem á tvö sígild sýningarhjól árgerð 1974 og 1978 ásamt Ducati-draumahjólinu. „Ég keypti Ducati- hjólið á Íslandi í fyrra og lét upp í annað sem ég hafði flutt inn erlendis frá þremur árum áður. Nýja hjólið er árgerð 2007, GT 1000-retró útgáfa af Ducati árgerð 1978, sem var GT 750,“ segir Sigurbergur. Hann hefur ferðast gífurlega mikið á hjóli, bæði erlendis og hérlendis og margoft keyrt hringinn með fjölskylduna aftan á. „Ég á þrjá krakka og hef farið með þau öll hringinn svona um fermingu. Þetta voru æðis- legar ferðir þar sem ég var bara einn með krökkunum á hjólinu úti í náttúrunni. Síðan höfum ég og konan mín ferðast mikið um Ísland, farið öll Norðurlöndin og nú síðast þjóðveg 66 frá Chicago til Santa Monica í Banda- ríkjunum,“ segir Sigurbergur sem segist þó nota hjólið æ minna dags daglega. „Umferðin hefur breyst svo mikið í Reykjavík. Hún er orðin þyngri og maður er mest keyrandi á milli ljósa. Í þau skipti sem ég fer á því í vinnuna nota ég tækifærið og fer lengri leiðina um Seltjarnarnes og Heiðmörk heim í Grafarvoginn,“ segir Sigurbergur sem segist taka eftir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. „Ég held að aukið fjármagn í landinu sé ein af ástæð- um fyrir aukinni mótorhjólaeign landsmanna. Síðan eru margir sem ég þekki að láta gamlan draum rætast á efri árum. Þar hef ég rekist á marga sem eru að kaupa svo- kölluð hippahjól en það er ekkert fyrir mig,“ segir Sig- urbergur. Smitaður af Ducati-áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.