Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 26
Önnur kynslóð TT tekur fyrir- rennara sínum langt fram. Haldið er í hönnunina sem komst í sögubækurnar og búið er að bæta aksturseiginleikana. Þegar Audi TT kom á markað árið 1998 olli hann ákveðnum straum- hvörfum. Hönnunin þótti framúr- stefnuleg, djörf og áhættusöm og ekki til þess fallin að falla í kramið hjá almenningi. Það hlakkaði í öðrum framleiðendum sem ætluðu sér nú að horfa upp á hrakfarir keppinautarins. Til að gera langa sögu stutta gleypti markaðurinn við TT. Bíllinn setti ný viðmið í hönnun og Audi, sem hing- að til hafði staðið í skugga þýsku risanna BMW, Benz og Porsche Audi, var skyndilega orðið leiðandi með hönnun sinni. Eins vel og TT leit út var álíka gott að keyra hann og mjólkurbíl. Bíllinn var óstöðugur, svo óstöðug- ur reyndar að kalla þurfti hann inn áramótin 1999/2000. Reynt var að laga þessi vandamál með vindskeið- um og stífari fjöðrun en allt kom fyrir ekki. Bíllinn var ennþá lélegur akstursbíll. Allt þetta er nú breytt. Nýja kyn- slóðin af TT er búin öllum þeim kostum sem prýddu fyrirrennara sinn á meðan búið er að sníða alla helstu vankantana af. TT er nú stærri og rúmbetri en þrátt fyrir það léttari (vegna þess að nú er notað mun meira ál í bílinn), fjöðr- unin er stífari (sem þýðir að bíllinn svarar vel þegar beygt er í stað þess að stýrinu sé snúið, bíllinn hugsi sig um, bíði eftir samþykkt frá Evrópu- sambandinu og beygi svo) og búið er að uppfæra útlitið og gera bílinn grimmari. Tveggja lítra forþjöppuvélin, sem kemur beint úr Golf GTI, skil- ar skemmtilega hráu afli og DSG- skiptingin, tvöfalda skiptingin sem Audi kallar S-tronic, er einfaldlega ein besta sjálfskiptingin sem fáan- leg er á almennum markaði í dag. TT er hinsvegar ekki gallalaus. Hvers vegna ákveðið var að halda í aftursætin er ráðgáta. Plássið er svo lítið að sætin gagnast engum nema smábörnum, dvergum, fóta- lausu fólki og þeim sem hafa ekkert höfuð. Sætin eru í rauninni ekkert annað en hilla og hefði plássinu verið betur varið í að stækka skott- ið, sem reyndar er furðu rúmgott fyrir miðað við tveggja sæta, afsakið, fjögurra sæta bíl. Audi TT er gott dæmi um hvernig kynslóðaskipti bíla geta skipt sköp- um. Búið er að laga það sem laga þurfti, bæta tæknilegu hliðina, end- urnýja útlitið og gera hann rúm- betri en um leið léttari. Enn ein fjöðurin í hattinn hjá Audi sem virð- ist ætla að bæta sig með hverju árinu sem líður. Batnandi bíl er best að keyra SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.