Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.07.2007, Qupperneq 32
hús&heimili Bjarni Snæbjörnsson leikari fór fyrir forvitni sakir á varnar- liðssölu bandaríska hersins, án þess að gera sér neinar sérstak- ar væntingar um að finna eitt- hvað spennandi. Honum til mik- illar furðu uppgötvaði hann þar skemmtilega skrifstofustóla í tonnavís og festi kaup á tveimur, sem eru nú á meðal hans uppá- halds húsgagna. „Í fyrsta lagi þótti okkur þeir svo flottir á litinn, auk þess sem þeir voru tiltölulega ódýrir. Þeir kostuðu ekki nema einhverjar sjö þúsund krónur samanlagt,“ segir Bjarni og vísar þar með í sambýlismann sinn, Frímann Sigurðsson, sem var með honum í för. „Svo hugsaði ég mér gott til glóðarinnar, þar sem þeir eru gríðarlega handhægir og þægi- legir. Eldhúsið okkar er nefnilega frekar lítið og vegna hjólanna henta þeir vel til að skjótast á milli vasksins og skápanna. Svo finnst mér mikilvægt að geta látið mér líða vel á meðan ég borða morgunmatinn og les blöð- in. Það er svo nauðsynlegt að byrja daginn vel, til að geta gert allt sem maður ætlar sér.“ Ekki veitir af ef marka má Bjarna, sem auk þess að vera út- lærður leikari, vinnur á leikskóla í sumar og undirbýr sig af fullum krafti fyrir Reykjavíkurmara- þonið. Stólana segir hann ein- mitt nýtast vel í listinni þar sem hann situr í þeim við ritstörf, þótt hann vilji ekki veita frek- ari upplýsingar um viðfangsefn- ið að sinni. „Ætli það sé ekki best að segja að ég sé bara enn að bíða eftir að vera uppgötvaður. Þangað til er ég þó aðallega að reyna að uppgötva sjálfan mig,“ segir hann og hlær. roald@frettabladid.is Nauðsynlegt að byrja daginn vel Bjarni Snæbjörnsson leikari heldur mikið upp á gamla bandaríska skrifstofustóla. Bjarna finnst gott að hafa stílhreint í kringum sig og lífga síðan aðeins upp á umhverfið með kitsch-hlutum eins og stólunum frá varnarliðssölunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Sebastian Straatsma er hol- lenskur hönnuður sem fékk skemmtilega hugmynd að list- munum sem hann kallar ryks- afnara (dustcollector). Þessi verk eru byggð á klassískum hollenskum vösum sem venju- lega má sjá á antíksölum og á fínni heimilum. Þeir hafa hlut- verk vasa en eru sjaldan notaðir sem slíkir. Þeir eru öllu heldur stöðutákn og notaðir til skreyt- inga. Hlutverk þeirra er nú að safna ryki og vera fallegir. „Því ekki að vera heiðarlegur og búa til hluti sem eru aðeins gerðir til skreytinga og ryksöfnunar?“ Þannig útskýrir Straatsma tilurð ryksafnara sinna sem allir eru handgerðir og engir tveir eins. www.sebastiaanstraatsma.com. Fallegir og safna ryki Litrík fiðrildi setjast á grind af því sem virðist vera klassískur antíkvasi. Litríkur ryksafnari úr smiðju Sebasti- ans Straatsma. Eina hlutverk ryksafnaranna er að vera fallegir og safna ryki. RAFAEL MORGAN er brasilískur iðn- hönnuður hjá Belo Horizonte. Fiskabúrið hans er skemmtilega öðruvísi og stólnum má raða saman eins og púsluspili. Gæti verið skemmtileg iðja þegar gesti ber að garði, sannköll- uð gestaþraut. hönnun POTTÁLFAR Mörgum þykja garðálfar alveg ómissandi í garðinn, sérstaklega á sumrin. Sumum hættir þar af leiðandi til að fyllast gríðarlegum söknuði þegar þessir vinalegu litlu karlar hverfa undir snjó eða niður í kjallara á veturna. Nú hefur hönnuðurinn FRED fundið ráð við því: Litla garðálfa og alls kyns furðufígúrur sem má stinga niður í inni- og útiblómapotta, þar sem þeir geta notið sín allt árið um kring. Það er því kannski nær að tala um pottálfa en garðálfa. Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson tók þessa mynd af vasa á heimili Ólafs Borgars Heiðarsson hárgreiðslumanns. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@ frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og Ásta Bjartmarsdóttir s. 5175724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. 28. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.