Fréttablaðið - 28.07.2007, Page 34
„Hugmyndin með Fagurkera er að
gefa faglega ráðgjöf og þjónustu
fyrir fólk sem stendur ráðþrota við
skipulag á heimili og fyrirtækjum.
Það getur verið skipulag á rými,
vali á húsbúnaði og mismunandi
efnum, aðstoð eftir flutninga eða
ráðgjöf við val á listmunum svo
eitthvað sé nefnt,“ segir Guðbjörg
Vilhjálmsdóttir, annar eigenda ráð-
gjafaþjónustunnar Fagurkera.
Guðbjörg er sjálfmenntaður
útlits- og útstillingahönnuður og
hefur unnið að faginu í þrjátíu ár.
Meðeigandi hennar í fyrirtækinu er
Ágústa Daníelsdóttir og segir Guð-
björg samstarfskonu sína vera með
góða smekkinn í genunum. „Ég var
fyrsti útlitshönnuðurinn hjá IKEA
á Íslandi en síðan þá hef ég verið í
verslunarrekstri og unnið sjálfstætt
sem ráðgjafi innan fagsins. Ágústa
flytur inn belgíska sófa og smávöru
ásamt því að hafa verið í verslunar-
rekstri,“ segir Guðbjörg.
Fyrirtæki af ýmsum toga eru
helstu viðskiptavinir Fagurkera en
einnig einstaklingar og fjölskyld-
ur. „Mér finnst mjög gaman að fást
við verkefni þar sem við hjálpum
einstaklingum og fjölskyldum. Til
dæmis fólk sem er að minnka við
sig og þarf að skipuleggja heimil-
ið með nýjum og gömlum húsmun-
um. Fólk sem er að taka saman með
tvær búslóðir eða ungt fólk sem
er að skipuleggja fyrsta heimilið,“
segir Guðbjörg.
Hún starfar einnig sem fast-
eignasali ásamt því að reka Fagur-
kera og segir ráðgjöfina nýtast vel
í því starfi.
„Ég er snögg að sjá hvernig má
nýta rými og hjálpa oft fólki sem er
að kaupa húsnæði tilbúið undir tré-
verk eða gömul hús sem á að gera
upp,“ segir Guðbjörg og bætir við:
„Áður fyrr voru ekki margir sem
gátu leyft sér slíka þjónustu en það
hefur breyst mikið. Fólk getur leyft
sér þetta og finnst ekkert athuga-
vert við það. Sérstaklega finnst mér
ungt fólk opið fyrir að fá slíka aðstoð
enda sér það hvað það getur sparast
mikill tími við gott skipulag á heim-
ilinu,“ segir Guðbjörg. Nánari upp-
lýsingar á www.fagurkeri.is.
rh@frettabladid.is
Vinkonurnar Ágústa Daníelsdóttir og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir gefa góð ráð við
skipulag og hönnun á heimilum og hjá fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Eldhús Fagurkerans Guðbjargar í Vogunum er skipulagt eftir kúnstarinnar reglum.
Smáatriðin geta verið mikilvæg til að
heimilisfólkið njóti sín út í ystu æsar.
Umfram allt fagurkerar
Ágústa Daníelsdóttir og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir bjóða góð ráð fyrir heimili og fyrirtæki.
hönnun
ECCO TRADING er hönnunarfyrirtæki
sem hannar allt frá lömpum til sófa. Hér eru tveir stólar af vef-
síðu fyrirtækisins eccotrading.com.
Öldustóllinn er þokkafullur og rauður. Grindin er vafin með sterku
efni svo úr verður stóll sem minnir á höggmynd.
Borðastóllinn er sagður furðanlega þægilegur og fallegur er hann.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
V.H. ehf. - Heiðarbraut 3 - 250 Garður - sími 864 2400 - www.volundarhus.is - volundarhus@volundarhus.is
Verð frá kr. 175.000
Stærð: 9,7m2
Innifalið er allt viðarverk,
glerjaðir gluggar og hurðir
með lömum og festingum.
Verð frá 8.490.000kr – Hús: 90m2 Svefnloft: 42m2 geymsla: 6m2
Innifalið er útveggja- og innveggjaeiningar, einangraðar og með rafmagnsdósum og börkum, glerjaðir gluggar
og útihurðir, milliloft í einingum, þakeiningar og efni, pallaefni og samþykktar teikningar (arkitekt,verkfræði og
rafmagn). Flutningur, ráðgjöf, tollar og vsk.
28. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR