Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 38
hús&heimili Sumir vilja hvergi annars staðar í veröldinni búa en miðsvæðis í Reykjavík. Klipparinn Ólafur B. Heiðarsson, sem flestir þekkja sem Óla Bogga, er einn þeirra en hann hefur hreiðrað vel um sig í Hlíðunum. „Ég er búinn að búa hérna í tíu ár og er ekkert á leiðinni að flytja því hér er svo kósí,“ segir Óli Boggi. „Þetta er fínt hverfi, ég er nálægt vinn- unni og Laugum og svo er maður nettur miðbæjargaur.“ Íbúð Óla Bogga hefur tekið miklum breytingum gegnum tíð- ina. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í kringum sig og skiptir reglulega um stíl á íbúðinni. „Þetta fer allt eftir því í hvernig gír maður er en undan- farið hef ég verið mikið í þess- um svarta stíl,“ segir Óli Boggi. „Svo hef ég líka notið góðs af því að Ragnhildur Fjelsted blóma- hönnuður sér um blómaskreyt- ingar á stofunni minni. Hún dettur inn til mín annað veifið og þá hendir hún upp einhverj- um blómum og það munar ótrú- lega miklu. Fleiri mættu nýta sér blómahönnuði því þeir geta gert ótrúlegustu hluti.“ Ragnhildur er ekki sú eina sem lífgað hefur upp á íbúð Óla Bogga. Á veggjum hanga listaverk eftir fjölmarga innlenda listamenn sem flestir eru vinir eða kunn- ingjar Óla Bogga. „Ég er með stóran og fjölbreyttan kúnnahóp og innan hans eru margir lista- menn, allt frá myndlistarmönn- um til kokka,“ segir Óli Boggi og bætir við að auðvitað séu klipp- arar ákveðnir listamenn. „Þegar maður er umkringdur svona fólki þá verður maður sjálfkrafa svona „gourmet“ maður á flest- um sviðum.“ En Óli Boggi safnar ekki bara listaverkum. Önnur og öllu um- svifameiri söfnunarárátta snýr að skóm en Óli á yfir 150 pör. „Sumir eru veikir fyrir skyrt- um og bindum en ég kaupi mér skó,“ segir Óli Boggi og hlær. „Þeir eru líka það fyrsta sem ég tek eftir hjá fólki. Þeir og hárið, enda er maður þá búinn að skoða fólk frá toppi til táar.“ tryggvi@frettabladid.is Með listasafn á veggjunum Klipparinn Óli Boggi skiptir reglulega um stíl á íbúð sinni. Veggina prýða listaverk eftir vini og kunningja Óla en skápana fylla skópör hans. Óli Boggi safnar skóm og á yfir 150 pör. Á veggjum íbúðar Óla Bogga má finna fjölmörg listaverk. Stóra myndin vinstra megin er eftir Sigurdísi Jónsdóttur frá Vestmannaeyjum og brúnu lamparnir eru eftir Margréti Guðnadóttur. Myndirnar fyrir ofan miðjan skenkinn eru eftir Ástu Guð- mundsdóttur en þær voru gerðar gagngert fyrir Óla Bogga í tilefni af 35 ára afmæli hans. Glerkúlan á veggnum hægra megin er ljós en það keypti Óli á Stokkseyri af glerlistakonunni Elínborgu Kjartansdóttur. Óli Boggi hefur búið í íbúð sinni í Hlíðunum í tíu ár og er ekkert á leiðinni að flytja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Blóm lífga ótrúlega upp á heimilið en Óli Boggi er svo heppinn að njóta fulltingis Ragnhildar Fjelsted blómahönnuðar þegar kemur að blómaskreytingum. 28. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.