Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 62
Bubbi Morthens vill ekkert kannast við að það andi köldu á milli sín og Megasar þrátt fyrir orðróm um að Megas skjóti föstum skotum á hann í laginu „(Minnst tíu miljón) Flóabitanótt“ á nýjustu plötu sinni Frágangur. Sjálfur hefur Megas harðneitað þessum sögusögnum í útvarpsviðtali. „Ég lít á Magnús sem einn af mínum fjórum eldri bræðrum. Ég get bara svar- að þessu þannig að ástin hún á sér mörg birtingarform,“ segir Bubbi Morthens, sem hafði ekki heyrt lagið þegar Frétta- blaðið ræddi við hann. „Frá mínum bæj- ardyrum séð andar ekki köldu á milli okkar en ég get ekki svarað fyrir Magn- ús. Ég hef ekki haft samband við hann í langan tíma en ég veit ekki til þess að vináttusamband okkar hafi sprungið nokkurn tímann.“ Auk fyrrnefnds lags og lagsins „Gott er að elska“ af Frágangi hefur því verið haldið fram að lagið Hjálmar á plötu Megasar, Svanasöngur á leiði, frá árinu 2000, sé einnig um Bubba. Þrátt fyrir það segist Bubbi aldrei hafa orðið var við að Megas hafi skot- ið á sig í gegnum árin og hefur sjálfur ekkert nema gott um meistarann að segja. Bubbi ásamt bróður sínum Tolla átti stóran þátt í því að koma Megasi á kortið á sínum tíma eftir nokk- ur mögur ár. Megas söng Fatlafól og Heilræðavísur á plötunni Fingraförum með Bubba árið 1983 og árið 1988 gáfu þeir saman út plötuna Bláir draum- ar. Ef taka á mark á sögusögnum úr tónlistarbransaum kom eitt- hvað upp á í samskiptum þeirra eftir það sem varð til þess að Megas og Bubbi urðu óvinir, en sjálfur segist Bubbi bera mikla virðingu fyrir Megasi og hafi ekkert upp á hann að klaga. Lítur á Megas sem eldri bróður Kate Moss er flutt inn til gítarleikarans Ronnie Wood, sem ætlar að hjálpa henni að jafna sig á sambandsslitunum við Pete Doherty. Ronnie, sem leikur með Rolling Stones eins og flestir vita, er gamall djammvinur Kate og njóta þau þess nú að eiga góðar stundir saman ásamt eiginkonu Ronnies, Jo. „Ronnie og Kate eiga sína partísögu svo það þykir svolítið óvenjulegt að þau séu að slappa af saman,“ sagði heimildarmaður í viðtali við The Sun. „Ronnie og Jo eru að hjálpa henni að gleyma Pete. Ronnie er óvirkur alki og þetta er því mjög gott umhverfi fyrir hana.“ Það var einmitt eftir partísvall þeirra þriggja sem Ronnie ákvað að fara í meðferð en hann hafði áður játað að drekka átta stóra Guinness-bjóra, tvær flöskur af vodka og flösku af Sambuca á hverjum degi. Moss flutt inn til Rons Wood Fyrsta kvikmyndin um Simpsons-fjölskylduna sívin- sælu var forsýnd í Smára- bíói síðastliðið fimmtudags- kvöld með íslensku tali. Mikil stemning var á sýn- ingunni og klöppuðu áhorf- endur bæði áður en myndin byrjaði og í lok hennar. Ungir jafnt sem aldnir létu sjá sig á forsýningunni enda hefur Simp- sons-fjölskyldan alla tíð höfðað til allra aldurshópa. Davíð Þór Jóns- son þýddi myndina, Jakob Þór Ein- arsson leikstýrði og á meðal þeirra leikara sem ljáðu raddir sína í myndina voru Örn Árnason sem Hómer, Margrét Gunnarsdóttir sem Marge, Sigrún Edda Björns- dóttir sem Bart og Álfrún Örnólfs- dóttir í hlutverki Lísu. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ 11. HVER VINNUR ! n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ v VINNINGAR ERU BÍ ÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD M YNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA ! 11. HVER VINNUR ! HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.