Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 66
Keilismaðuinn og heimamað-
urinn Björgvin Sigurbergsson er í
frábærri stöðu í meistaraflokki
karla þegar keppni er hálfnuð á
Íslandsmótinu í golfi.
Björgvin er sá eini sem hefur
leikið undir pari á báðum dögun-
um og er því kominn með þriggja
högga forustu á Örn Ævar Hjart-
arson sem lék eins og hann á þrem-
ur höggum undir pari á fyrsta
degi. Sá þriðji sem var á toppnum
eftir fyrsta dag, Jóhannes Kristj-
án Ármannsson úr GB, átti hins-
vegar skelfilegan dag þar sem
hann fékk 8 skolla og 3 skramba
og lék á 17 höggum fleira en fyrsta
daginn.
„Þetta var mjög gott og ég spil-
aði bara mjög vel. Ég fékk fugl á
síðustu holuna og náði því að klára
undir pari og það var það sem mig
dreymdi um. Ég ætla að
reyna að hanga upp
toppinn og reyna að
stríða þessum strákum.
Þetta eru þrjú högg og
þau eru jafnfljót að
fara eins og þau eru að
koma. Ég verð bara að
einbeita mér að því sem
ég er að gera en þetta
lítur vel út ef ég held
áfram að slá og pútta
svona vel,“ sagði Björg-
vin Sigurbergsson sem
hefur parað 24 af 36
fyrstu holunum á mót-
inu.
Örn Ævar lék ekki
eins vel og fyrsta dag-
inn en var engu að síður sáttur.
„Þetta var erfitt í dag. Það var
meiri vindur en var í gær og þegar
vindurinn blæs og sólin skín þá
verða flatirnar gífurlega erfiðar.
Það sýndi sig hjá mér því ég var í
svolitlum vandræðum á flötunum.
Yfirhöfuð þá var þetta rosalega
góður hringur. Ég er að spila vel
og vonandi næ ég að halda því
áfram. Ég er mjög sáttur við stöð-
una,“ sagði Örn Ævar Hjartarson.
Birgir Leifur Hafþórsson var
hins vegar í nokkrum vandræðum
í gær og lék hringinn á 75 höggum
eða fjórum höggum yfir pari.
Birgir Leifur er því sex höggum á
eftir Björgvini en er ekkert búinn
að afskrifa neitt.
„Þetta var ekki gott, ég var að
ströggla og fann mig ekki í vindin-
um. Slátturinn var ekki nógu góður
hjá mér þannig að ég setti mig
ekki í nógu mörg færi. Mér leið
ekkert rosalega vel yfir boltanum
og var að sveifla illa. Þetta var
samt enginn stór skandall. Þetta
er bara hálfnað og nóg af golfi
eftir. Maður þarf ekki nema að
detta í smá stuð eins og í seinni
hlutanum í gær og þá er maður
aftur kominn í gírinn. Þetta er
bara rétt að byrja,“ sagði Birgir
Leifur Hafþórsson.
Alls 79 karlgolfarar komust
áfram í gegnum niðurskurðinn en
hann var miðaður við þá sem léku
á 16 höggum yfir pari og betur.
Þeir fá að leika síðustu tvo hring-
ina. Í kvennaflokki komust 18
efstu áfram og miðaðist niður-
skurðurinn við þær sem léku á 30
höggum yfir pari eða betur.
Nína Björk Geirsdóttir er efst í
kvennaflokki á sex höggum yfir
pari en Ragnhildur Sigurðardóttir
er aðeins þremur höggum á eftir
henni. Nína Björk spilaði völlinn á
einu yfir pari í gær en hún fékk
þrjá fugla á fyrri níu holunum en
fjóra skolla á síðari níu. Ragnhild-
ur spilaði á 75 höggum en þeim
næst standa Tinna Jóhannsdóttir
og Valdís Þóra Jónsdóttir á tólf
höggum yfir pari.
„Þetta gekk þokkalega hjá mér
og ég er nokkuð sátt, ég var að slá
vel og leikskipulagið gekk upp að
mestu leyti. Það gekk vel í Hraun-
inu þar sem ég spilaði á þremur
undir og púttin voru að detta ágæt-
lega,“ sagði Nína við Fréttablaðið í
gær. Hlutirnir eru fljótir að breyt-
ast í golfinu og hvort mótið snerist
upp í einvígi við Ragnhildi var
Nína ómyrk í máli. „Það er aldrei
að vita ef maður heldur áfram að
spila eins og maður,“ sagði Nína
brosmild um leið og hún bætti við
að völlurinn hefði verið frábær og
aðstæður allar eins og best var á
kosið.
Ragnhildur Sigurðardóttir úr
GR er vön því að koma sterk inn á
síðustu tveimur dögunum og var
sem dæmi um það ekki í efsta sæti
eftir tvo hringi þegar hún vann
Íslandsmeistaratitla sína 2003 og
2005.
Í Fréttablaðinu í gær var
missagt að aðstoðardómari í leik
ÍA og HK hefði beðist afsökunar
á röngum dómi í þriðja marki ÍA.
Það er ekki rétt, afsökunarbeiðn-
in tengdist öðru atviki. Beðist er
velvirðingar á þessu.
Leiðrétting
Það er nóg að gera hjá
Íslandsmeisturum FH í knatt-
spyrnu. Hafnfirðingar taka í dag
á móti Keflavík í lokaleik 11.
umferðar Landsbankadeildar
karla í miðri annatíð.
Frá 10. júlí til 16. ágúst spilar
FH alls níu leiki, að meðaltali
einn leik á fjórum dögum. Þar af
eru tveir leikir í VISA-bikarnum,
fjórir leikir í Meistaradeild
Evrópu og þrír leikir í Lands-
bankadeildinni. FH hefur spilað
fjóra af þessum leikjum, unnið
tvo og gert tvö jafntefli.
Níu leikir FH á
fimm vikum
Framarar og Valsmenn karpa um Sigfús
Landsbankadeild kvenna
Björgvin Sigurbergsson úr Keili og Nína Björk Geirsdóttir úr Kili eru í góðri stöðu eftir annan daginn á Ís-
landsmótinu í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Birgir Leifur Hafþórsson var í vandræðum.
KR-konur áttu í litlum
vandræðum með Keflavíkurstúlk-
ur þegar þær unnu þær 5-0 í
Landsbankadeild kvenna í gær en
Keflavík. KR-liðið fór illa með
fjölda dauðafæri og voru gestirnir
í raun heppnir að sleppa burt með
aðeins fimm mörk á bakinu.
Olga Færseth átti mjög góðan
leik fyrir KR, skoraði þrennu og
lagði upp önnur tvö fyrir þær
Fjólu Dröfn Friðiksdóttur og
Hólmfríði Magnúsdóttur. Olga
skoraði fyrsta markið eftir aðeins
sex mínútna leik þegar hún skor-
aði eftir laglegan undirbúning
Hólmfríðar og kom síðan KR í 2-0
með marki úr víti eftir 29. mín-
útna leik.Fjóla og Hólmfríður
skoruðu síðan tvö mörk með fjög-
urra mínútna millibili í upphafi
seinni hálfleiks. Olga innsiglaði
sigurinn síðan í lokin eftir lagleg-
an undirbúning Emblu Grétars-
dóttur sem lék þarna sinn 200. leik
fyrir KR.
Valur hélt samt toppsætinu á
betri markatölu en KR með því að
vinna 5-0 sigur á Þór/KA fyrir
norðan. Katrín Jónsdóttir og Mar-
grét Lára Viðarsdóttir skoruðu
báðar tvö mörk og Nína Ósk Krist-
insdóttir skoraði það fimmta.
Tapið hjá Keflavík þýddi að
Breiðablik náði 3. sætinu með 4-0
sigri á Fylki í Árbænum.
Stjarnan byrjar vel undir stjórn
nýja þjálfarans Huga Halldórs-
sonar og vann 4-2 sigur á ÍR. Kim-
berley Dixson skoraði tvö mark-
anna en hin gerðu Helga Sjöfn
Jóhannesdóttir og Björk Gunnars-
dóttir.
KR-konur léku sér að Keflavíkurstúlkum