Fréttablaðið - 28.07.2007, Page 70
Fréttamaðurinn Svavar Halldórs-
son fékk hjartaáfall af völdum
kransæðastíflu snemma í síðustu
viku en er á batavegi. Svavar, sem
er aðeins 37 ára gamall, var staddur
á Siglufirði ásamt konu sinni, Þóru
Arnórsdóttur fréttamanni, og börn-
unum þeirra fjórum þegar atvikið
átti sér stað.
„Ég sat bara úti í garði hjá litlu
systur minni í rólegheitum þegar
þetta gerðist en við fjölskyldan
vorum nýkomin úr þvælingi um
Vestfirðina,“ segir Svavar, sem seg-
ist ekki hafa áttað sig á því hvað var
að gerast enda fátítt að menn á hans
aldri fái hjartaáfall. Hann fór á
heilsugæslustöðina á Siglufirði en
var sendur hið snarasta með sjúkra-
flugi til Reykjavíkur og þaðan á
skurðarborðið í aðgerð. „Börnin
fjögur urðu eftir hjá litlu systur og
hún keyrði seinna með þau hingað
suður. Þóra kom með mér í flugvél-
ina. Þetta var í raun mögnuð reynsla
– bæði á jákvæðan og neikvæðan
hátt. Svona atvik vekja mann til
umhugsunar.“
Svavar segist hafa verið lang-
yngstur á hjartadeild Landspítalans
meðan hann lá þar. Hann segir að
skýringuna sé fyrst og fremst að
finna í genunum. „Þetta liggur í
ættinni hjá mér. Lífshættirnir spila
auk þess sitt hlutverk og þótt minn
lífsstíll sé ekkert sérstaklega slæm-
ur var hann það fyrir nokkrum
árum. Þegar maður er á þrítugs-
aldri veltir maður mataræði og
reykingum ekki mikið fyrir sér. En
nú þegar komið er í ljós að ég fékk
ekki góða hendi þegar genunum var
úthlutað er þetta undir sjálfum mér
komið. Ef ég haga mér vel eru góðar
líkur á að ég verði í lagi en ef ég
passa mig ekki eru miklar líkur á að
þetta gerist aftur.“
Svavar er sem fyrr segir á bata-
vegi. „Ég á að taka því rólega í ein-
hverjar vikur eða mánuði. Mér
skilst að með heilbrigðu líferni eigi
ég að geta náð fullum bata. Mér
líður í sjálfu sér ágætlega en verð
þreyttari en ég á að mér. Í raun
finnst mér ég geta skellt á mig bak-
poka og vaðið upp á fjall þannig séð.
Ég þarf bara að vera meðvitaður
um að ég eigi að fara varlega.“
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Fanndís
Friðriksdóttir
„Það er auðvitað gaman að hafa
komið einhverju frá sér sem getur
nýst til almennilegra verka en
ekki bara til þess að auka sjálfseg-
óið,“ segir kvikmyndagerðar-
maðurinn Ólafur Jóhannesson en
hópur stelpustráka á Filippseyj-
um hefur fengið leyfi til þess að
nota mynd hans, Queen Raquela,
sem verkfæri í baráttu sinni við
stjórnvöld á eyjunum. Stúlkurnar
eru frá höfuðborginni Manila og
reka þar lítinn réttindahóp stelpu-
stráka. Markmiðið með sýningu
kvikmyndarinnar er að vekja
athygli á málstaðnum og ekki
síður að fá ráðamenn til þess að
setja lög gegn mismunun, en
stelpustrákar fá hvorki inngöngu í
skóla né góð störf á Filippseyjum.
Queen Raquela fjallar í grunn-
inn um stelpustrák sem starfar
sem vændiskona og dreymir um
að giftast gagnkynhneigðum, vest-
rænum manni. Ólafur lýsir henni
sjálfur sem „lítilli, klassískri
mynd um örlög stelpustráks á Fil-
ippseyjum“. Hann segir hópinn í
Manila bjartsýnan á að myndin
muni skila tilætluðum árangri.
„Þær eru alltaf mjög bjartsýnar
enda alveg sérstök tegund og rosa-
legur kraftur í þeim. Þetta er hins
vegar ekki auðveldasta skrímslið
að berjast við því stelpurnar búa í
mjög íhaldssömu, kaþólsku og
hræddu samfélagi. Það er þó í
grunninn ekki ósvipað vestrænum
samfélögum enda þurfa þessir
hópar að heyja sömu baráttuna
víðast hvar í heiminum.“
Myndin er ekki fullunnin og
Ólafur segir að ekki sé búið að
ákveða hvenær hún verði frum-
sýnd. „Mér finnst samt við hæfi að
byrja að sýna hana þarna úti.“
Stelpustrákar Ólafs í baráttuhug
„Ég hef verið heima hjá mér í fjóra
daga síðan í maí þannig að ég er
ekki enn farinn að semja spurning-
arnar,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirs-
son, sem ráðinn hefur verið spurn-
ingahöfundur og dómari í Gettu
betur, spurningakeppni framhalds-
skólanna, næsta vetur. Páll er ekki
ókunnugur spurningakeppnum,
tók til að mynda þátt í Meistaran-
um á Stöð 2 síðasta vetur. Hann
hefur lengst af starfað sem blaða-
maður en var upplýsingafulltrúi
Þjóðleikhússins síðasta vetur.
Páll segist taka nýja starfinu
eins og hverju öðru verkefni. Hann
gefur ekkert upp hvernig vinnan
við spurningarnar mun fara fram,
segir einungis: „Ja, hvernig borðar
maður hval? Maður borðar hann í
litlum bitum. Þetta er stórt verk-
efni og maður getur bara samið
eina spurningu í einu.“
Þegar Fréttablaðið náði tali af
Páli í gær var hann farinn að huga
að heimferð eftir langa vist á fjöll-
um. Hann neitar því ekki að Gettu
betur hafi leitað á hug hans undan-
farið. „Ég lagði af stað með allan
viðlegubúnað í bifreiðinni 29. júní
og síðan hef ég sofið í tjaldi. Á
þessum tíma hef ég hugsað um
margt og þar á meðal þetta,“ segir
hann. „Ég hef meðal annars verið
að leggja mig eftir fuglahljóðum
og grastegundum. Hvort það skil-
ar sér í Gettu betur verður bara að
koma í ljós. Setja ekki spurninga-
höfundarnir alltaf sitt mark á
keppnina að einhverju leyti?“
Páll Ásgeir verður dómari í Gettu betur