Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 18

Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 18
fréttir og fróðleikur Munkar taka forystu í mótmælum ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Háþrýsti- þvottatæki Úrvals háþrýstitæki á góðu verði. Shinzo Abe þraut örendið í embætti japanska ríkis- stjórnarleiðtogans innan við ári eftir að hann tók við því. Afsögn hans er til marks um að japanski stjórnar- flokkurinn LDP er í miklum kröggum. Þegar Shinzo Abe tók við forystu- hlutverkinu í japanska stjórnar- flokknum LDP (Frjálslynda lýð- ræðisflokknum) og ríkisstjórninni fyrir ári var strax ljóst að hann átti erfitt verk fyrir höndum. Fyrir- rennari hans, Junichiro Koizumi, hafði notið gríðarlegra almenn- ingsvinsælda og hafði fylgt eftir umbótastefnu sinni af sannfærandi ákveðni, einnig gagnvart „fúnum viðum“ í eigin flokki, þegar hann ákvað að hætta. Fyrstu alvarlegu veikleikamerkin sýndi Abe í desember í fyrra, þegar hann hleypti ellefu gömlum flokkshestum LDP, sem Koizumi hafði vikið úr flokknum vegna andstöðu þeirra við einkavæðingu japönsku póstþjónustunnar, aftur „inn í hlýjuna“. Að mati stjórn- málaskýrenda var þessi ákvörðun teikn um að forsætisráðherrann hefði gefið upp á bátinn að fylgja eftir umbótastefnu Koizumis og að hann mætti sín lítils gagnvart gömlu klíkufurstunum innan flokksins. Fljótlega leit enn frem- ur út fyrir að Abe hefði heldur ekki stjórn á eigin ráðherraliði, þegar ráðherrarnir tjáðu sig opin- berlega eins og þeim sýndist, þótt það kæmi forsætisráðherranum illa. Hneykslismál urðu hverjum ráðherranum á fætur öðrum að falli og einn þeirra stytti sér aldur. Abe reyndi að bæta úr málunum en flæktist þar með sjálfur í þver- sagnir. Vinsældir hans og traust meðal kjósenda þvarr. LDP beið niðurlægjandi ósigur í kosningum til efri deildar Japansþings í lok júlí og var þá farið að fjúka í flest skjól fyrir Abe. Fyrst eftir embættistökuna hafði stuðningur við forsætisráð- herrann mælst yfir 70 prósent en í sumar fór sá stuðningur vel niður fyrir 30 prósent og mjakaðist aðeins lítillega upp á við eftir all- róttæka uppstokkun í stjórninni í lok ágúst. Eins og í ljós kom er Abe boðaði afsögn sína í síðustu viku og var síðan lagður inn á sjúkra- hús, að sögn vegna örmögnunar, var sú uppstokkun örvæntingar- skref af hans hálfu sem svo reynd- ist ekki nóg til að hann sæi sér fært að sitja áfram. Í afsagnarræðu sinni tilgreindi Abe að með því að víkja vonaðist hann til að stjórn og stjórnarand- staða gætu komið sér saman um að framlengja þátttöku Japana í fjöl- þjóðlega friðargæsluverkefninu í Afganistan, en Japanar hafa stutt það með því að hafa herskip á Ind- landshafi sem eldsneytisstöð fyrir bandarísk herskip sem styðja við aðgerðir fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan. Þátttaka Japana í verkefninu rennur út að óbreyttu 1. nóvember. Öll stjórnarandstað- an, sem nú hefur meirihluta í efri deild þingsins, er mjög ákveðin í að ekki beri að framlengja þessa táknrænu þátttöku Japanshers í hinu „hnattræna stríði gegn hryðjuverkum“ eins og Banda- ríkjastjórn lítur á aðgerðirnar í Afganistan og Írak. Þannig tengist opinber afsagn- arástæða Abes stefnu sem hann og samherjar hans á hægrijaðri LDP hafa reynt að setja í forgang allt frá því hann tók við völdum en hefur hlotið misjafnar undirteknir. Hún snýst um að gera þjóðernis- hyggju hærra undir höfði í Japan og viðleitni til að hrista þær höml- ur af hernum og japanskri utanrík- isstefnu sem á hann/hana eru lagð- ar samkvæmt stjórnarskránni sem Bandaríkjamenn þvinguðu upp á Japani eftir síðari heimsstyrjöld. Allt í því skyni að gera Japan meira gildandi í alþjóðamálum, ekki sízt með það fyrir augum að láta Kína ekki eftir að verða allsráðandi stórveldi Asíu. Áherzlan á að gera þjóðarstolti hærra undir höfði nýtur reyndar víðtæks stuðnings meðal japansks almennings, en síður sú mikla áherzla sem Abe og félagar leggja á að hvika hvergi frá nánu banda- lagi við Bandaríkin. Að Abe skyldi hafa reynt að þrýsta Okinawa- búum til að sætta sig við stækkun bandarískrar herstöðvar þar varð til þess að LDP tapaði stórt í því kjördæmi í kosningunum til efri deildarinnar í júlí. Að sama skapi nýtur þátttaka Japanshers í illa skilgreindum aðgerðum í nafni hinnar hnatt- rænu baráttu gegn hryðjuverkum ekki mikil stuðnings í landinu. Það þykir því ljóst að arftaki Abes muni ekki fylgja eftir áherzlu hans á að framlengja verkefni her- skipanna í Indlandshafi. Fyrst eftir afsögn Abes virtist Taro Aso, 66 ára fyrrverandi utanríkis- ráðherra, vera sennilegur arftaki í embætti bæði flokksformanns og forsætisráðherra. En ekki leið á löngu unz Yasuo Fukuda, einn af öldungunum í forystu flokksins (og sonur fyrrverandi forsætisráð- herra), kom fram sem það arftaka- efni sem líklegast þótti að hljóta myndi meirihlutastuðning innan flokksins til að taka við. Hann er ekki einn af hægrijaðar-haukunum sem Abe setti mest traust sitt á, meiri miðjumaður sem þannig þykir líklegri til að byggja brýr sem Abe tókst að brenna að baki sér. Enda lýsti Aso því yfir um helgina að hann teldi víst að Fukuda hefði betur ef kosið yrði á milli þeirra. Hann myndi þó áfram gefa kost á sér þó ekki væri nema til að veita flokksmönnum tækifæri á opnu formannskjöri. Ákveðið hefur verið að það fari fram 23. septemb- er. Haukinn Abe þraut örendið Villast oft á grunnsævi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.