Fréttablaðið - 19.09.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 19.09.2007, Qupperneq 23
Flux-bíllinn er hugarfóstur hins ítalska Mihai Panaitescu sem bar sigur úr býtum í hönnunar- keppni Peugeot 2007. Mihai er aðeins tuttugu ára gam- all og yngsti keppandinn sem unnið hefur hönnunarkeppni Peugeot sem var nú haldin í fjórða sinn. Flux-bílnum er lýst sem skemmtilegu farartæki sem hentar mismunandi lífsstíl fólks í dag og er á heimavelli innan borga og bæja. Þrjátíu hönnunarverkefni voru send í keppni Peugeot en Flux þótti standa upp úr að mati dóm- nefndar og í netkosningu. Módel af bílnum í fullri stærð verður búið til á næstunni og sýnt á næstu bílasýningu í Frankfurt, en einnig verður bíllinn í aðalhlut- verki í tölvuleik sem á að hanna fyrir Xbox360-tölvuna. Flux-bíllinn þótti bera af Það fer ekki á milli mála að þetta er Lamborghini, en Reventón er ólíkur öllum fyrirrennurum sínum úr ítölsku lúxusbílaverksmiðjunni. Reventón fangaði athygli allra á bílasýningunni í Frankfurt en hann er framleiddur í takmörkuðu upplagi og kostar litlar 1,3 millj- ónir Bandaríkjadala. Lamborghini Reventón var leynilega hannaður og þykir list- ræn útgáfa af Murciélago með dúndurboddí og nefndur eftir mannýgu nauti. Reventón verður knúinn vél sem styðst við eitt hönnunarafbrigði hinnar 12 strokka, 6,5 lítra LP640-vélar, en sú vél var gerð áður en Lamborg- hini Miura kom til sögunnar. Með enn vandaðri samsvörun í innra byrði nást nú 650 hestöfl út úr vél- inni á 8000 snúningum, sem er 10 hestöflum meira en LP640 gefur, og nær hún því nákvæmlega hinum eftirsóttu 100 hestöflum á lítrann. Þrátt fyrir það er Revent- ón skráður með sama hámarks- hraða og hröðunartölur og LP640. Reventón þykir skrautfjöður í hatt hönnuða Lamborghini og gefa innsýn í framtíðarbíla fyrirtækis- ins. Manfred Fitzgerald, forstjóri hönnunardeildar, sagði meistara- verkið Reventón innblásið af F-22 Raptor-þotu, en Fitzgerald storm- aði með allt hönnunarlið sitt til flugstöðvar NATO á Norður-Ítalíu til að skoða þotuna í þaula. Afrakst- urinn má sjá í straumlínulögun Reventón og að innan er umhorfs eins og í stjórnklefa geimþotu. Lamborghini óttaðist ekki að sitja uppi með bílinn og eru þeir tuttugu sem falir voru nú þegar seldir, en á löngum biðlista eru Lamborghini-eigendur sem eru tilbúnir að stökkva til ef einhver hættir við. Þetta þykir ekki ama- legt fyrir eina af þeim fjórum bíl- tegundum heims sem kosta meira en milljón dollara, en hinir eru Bugatti Veyron, Mercedes-Benz CLK-GTR og Ferrari FXX. Mannýgt naut Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.