Fréttablaðið - 19.09.2007, Page 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég hef nú ekki verið að leggja
neinar tískulínur á þessum
tíma, menn voru svona yfirleitt
síðhærðir þarna. Ég ætla hins
vegar að geyma það til elliár-
anna að safna hári aftur.“
„Þetta var orðið nauðsynlegt, ég er
náttúrlega hárgreiðslumaður og því
er nauðsynlegt að breyta til,“ segir
Jógvan Hansen, fyrsti sigurvegari
hins íslenska X-factor, en hið mikla
hár sem söngvarinn skartaði í
þáttunum er nú fokið og eftir er
nauðrakaður og svartur
kollurinn. „Þetta er nú líka
vandamálið með flottustu
klippingarnar, þær eru mesta
vesenið og ég var orðinn
nokkuð þreyttur á henni,“
útskýrir Jógvan og bætir því
við að þetta sé miklu
þægilegra.
Hárið var á sínum tíma eitt
einkennismerkja söngvarans
frá Færeyjum og hann var
auðþekkjanlegur á makka sínum.
En núna segir Jógvan að enginn þekki hann. „Og
ég hef því fengið alveg ótrúlega mikinn frið,“
útskýrir hann. Sitt sýnist hverjum um nýju
hárgreiðsluna og Jógvan hefur fengið
athugasemdir um að hann verði svolítið
barnalegur. „Sumir segja að ég sé eins
og krakki en fyrir 29 ára gamlan
mann er það bara hrós,“ segir
söngvarinn, sem undirbýr sig nú
af krafti fyrir George Michael-
sýninguna á Broadway ásamt
Friðriki Ómari. „Ég varð
reyndar að hringja í Friðrik
og spyrja hann hvort
þetta væri ekki í lagi,“
segir Jógvan.
Jógvan óþekkjanlegur með nýja klippingu
Sigurjón Sighvatsson á nú í við-
ræðum við bandarísku leikarana
Toby Maguire og Jake Gyllenhaal
um að leika í kvikmyndinni Broth-
ers sem hann framleiðir. Sigurjón
staðfesti þetta í samtali við Frétta-
blaðið og segir viðræðurnar á
lokastigi en ítarlega er fjallað um
myndina í bandaríska kvikmynda-
tímaritinu Variety. „Þetta hefur
gengið mjög vel og í raun óvenju
hratt fyrir sig,“ segir Sigurjón en
eins og Fréttablaðið greindi frá í
apríl á þessu ári mun írski leik-
stjórinn Jim Sheridan leikstýra
myndinni. Brothers er endurgerð
dönsku kvikmyndarinnar Brødre
eftir Susanne Bier en hún segir
frá hermanni sem sendur er til
Afganistan í baráttuna gegn ógn-
arstjórn talibana og felur bróður
sínum að gæta eiginkonu sinnar
og barna. Líf þeirra flækist til
muna þegar sá verður ástfanginn
af eiginkonunni.
Að sögn Sigurjóns er stefnt að
því að framleiðsla kvikmyndar-
innar hefjist í nóvember; enn eigi
þó eftir að semja við leikkonu í
aðalkvenhlutverkið en nokkrar
séu í sigtinu. „Fyrst göngum við
frá þessu,“ útskýrir hann.
Ekki þarf að fjölyrða um að mik-
ill akkur er fyrir Sigurjón að fá
leikara af þessari stærðargráðu til
liðs við sig. Gyllenhaal er í hópi
eftirsóttustu leikara Hollywood af
yngri kynslóðinni en hann lék
aðalhlutverkið í hinni margverð-
launuðu Brokeback Mountain eftir
Ang Lee og var tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna fyrir leik sinn sem
smalamaðurinn Jack Twist. Hann
lék síðast í Zodiac sem þegar hefur
verið orðuð við Óskarstilnefningu.
Maguire er ef til vill þekktastur
sem Köngulóarmaðurinn Peter
Parker í kvikmyndum Sams Raimi
en hefur jafnframt getið sér gott
orð fyrir leik í „vandaðri“ kvik-
myndum á borð við Wonder Boys
og The Cider House Rules.
Sigurjón Sighvatsson er bjart-
sýnn á gott gengi myndarinnar;
segir hana hafa enn meiri skír-
skotun til bandarísks þjóðfélags
en þess danska. „Í Írak eru til að
mynda 500 danskir hermenn en
130 þúsund bandarískir. Brothers
á því mjög mikið erindi til Banda-
ríkjanna eins og staða heimsmála
er í dag.“
„Ég er bara nokkuð ánægður með þetta, ég var
nokkuð ósáttur með kreditlistann en er búinn að
hafa samband við lögfræðinginn minn og vonandi
verður þetta lagað,“ segir Gestur Valur Svansson,
sem á bloggsíðu sinni, gastone.blog.is, greinir frá
því að hann sé hugmyndasmiðurinn að sjónvarps-
þáttaröðinni Næturvaktinni en hún var frumsýnd á
Stöð 2 á sunnudagskvöld.
Gestur er vallarstjóri á Vodafone-velli Vals-
manna en hugmyndina að gríni á bensínstöð fékk
hann fyrir nokkrum árum eftir að hafa sjálfur
starfað á bensínstöð á sínum yngri árum. „Ég hafði
samband við Ragnar Bragason á sínum tíma og við
áttum nokkra fundi saman en síðan slitnaði upp úr
því samstarfi. Ég varð því nokkuð hvumsa þegar ég
sá að Stöð 2 væri að fara að framleiða Næturvakt-
ina,“ segir Gestur. Eftir samningaviðræður fékk
Gestur þó sitt framlag metið og samdi við Saga
Film, framleiðanda þáttanna, um greiðslur fyrir
það sem hann telur vera höfundarverk sitt.
Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, sagð-
ist kannast við mál Gests og viðurkenndi að hann
hefði vissulega átt hugmyndina að því að gera grín
á bensínstöð. „Og þegar þetta fór að rúlla fyrir
alvöru þótti mér því sjálfsagt að hann fengi sitt
fyrir að hafa komið snjóboltanum af stað,“ útskýr-
ir Ragnar sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
þetta, höfundarréttur væri flókið mál en stað-
festi að hann kannaðist við óánægju Gests í kjölfar
frumsýningarinnar. „Málið er í ákveðnum farvegi
og mér skilst að hann hafi fengið viðurkenningu
fyrir sitt framlag og greiðslur samkvæmt umrædd-
um samningi.“
Vallarstjóri á bak við grínþætti