Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 4
Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Kamerún var undirrituð í New York á miðvikudag. Kamerún er við vesturströnd Mið-Afríku og er nær fimmfalt stærra en Ísland. Sautján milljónir búa í landinu sem hlaut sjálfstæði fyrir næstum hálfri öld. Samstarf ríkjanna er einkum talið felast í sjávarútvegi. Það voru fastafulltrúar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi- herrarnir Hjálmar W. Hannesson og Martin Belinga-Eboutou sem undirrituðu yfirlýsinguna. Samstarf um veiðar fýsilegt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylking- arinnar, gagnrýndi fyrri ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær. Hún sagði ríkisstjórnina hafa bundið hendur þeirrar nýju með loforðum um fjárskuldbind- ingar stuttu fyrir kosningar. „Það er í hæsta máta vafasamt að stjórn- völd sem hafa skilgreint umboð frá þjóðinni til að stjórna landinu í tiltekinn tíma taki ákvarðanir um fjárskuldbindingar ríkisins sem eiga að koma til framkvæmda löngu eftir að umboð þeirra til að stjórna landinu er runnið út. Þessu þarf að breyta,“ sagði Ingibjörg. „Lausatök í hagstjórninni og fjáraustur úr ríkissjóði í aðdraganda kosninga setur nýrri ríkisstjórn miklar skorður við gerð fjárlaga fyrir næsta ár og dregur verulega úr svigrúmi okkar til að koma þörfum umbót- amálum hratt og vel í framkvæmd.“ Ingibjörg Sólrún vék einnig að orkumál- um og auðlindanýtingu Íslands. „Í nýrri löggjöf er mikilvægt að búa svo um hnútana að auðlindirnar sjálfar verði skilgreindar sem sameign þjóðarinnar og að flutnings- kerfi orku svo og rafveitur, hitaveitur, vatnsveitur og fráveitur verði í félagslegri meirihlutaeign,“ sagði Ingibjörg. „Hins vegar er líka mikilvægt að efla samkeppni á raforkumarkaði varðandi aðra þætti sem snúa að orkuöflun, orkufram- leiðslu og sölu.“ Gagnrýnir kosningavíxla fyrri stjórnar „Ég lít þessar hug- myndir jákvæðum augum enda ríkir fákeppni á íslenskum lyfja- markaði og verð hér er hærra en annars staðar, sérstaklega á sam- heitalyfjum,“ segir Rúna Hauks- dóttir, formaður Lyfjagreiðslu- nefndar, um hugmyndir heilbrigðisráðherra um sam- norrænan lyfjamarkað. „Í raun er aðeins einn samheita- lyfjaframleiðandi á markaðnum í dag en þeir voru þrír fyrir sjö árum. Actavis hefur keypt upp samkeppnisaðilana,“ segir Rúna. Hún telur að með opnun og stækkun markaðarins aukist skilvirkni, Norðurlöndin geti samnýtt ýmsa verkferla og með aukinni samkeppni fáist lægra verð. Spurð hvort hún telji samnorrænan lyfjamarkað geta gagnast hinu öfluga Actavis segir Rúna það vel geta verið. „En Actavis er svo sem á öðrum norrænum mörkuðum nú þegar og selur lyfin sín ódýrar þar en hér.“ Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segist sjá ýmsa kosti við samnorrænan lyfja- markað. Eitt af vandamálum íslenska markaðarins sé að á hann sæki fá erlend fyrirtæki en með samvinnu við Danmörku, Noreg og Svíþjóð um veitingu markaðs- leyfa gæti úrval lyfja aukist. „Það er líklegt að verð lækki þegar fleiri valkostir bjóðast,“ segir Rannveig og horfir ekki síst til samheitalyfja, sem aðeins eru um fimmtán prósent af íslenska lyfjamarkaðnum. Ástæðu þess kveður hún – líkt og Rúna – vera samþjöppun á lyfjamarkaði. Rannveig segir ýmis tæknileg atriði ólík milli lyfjamarkaða en lítur ekki á þau sem vandamál. „Ég sé fyrir mér að til séu leiðir til að einfalda hlutina og það er hægt ef ráðherrarnir koma sér saman um gera þetta,“ segir hún. Ríki geri til dæmis misjafnar kröfur um upp- lýsingar á umbúðum en hægt sé að komast hjá sérmerkingum í hverju landi með því að afhenda útprent- aðar upplýsingar í apótekjum eða vísa á þær á vef lyfjastofnunar. Hún sér enn fremur ýmsa kosti við enn nánara samstarf milli lyfjastofnana ríkjanna en nú er. Fákeppni ríkir á ís- lenskum lyfamarkaði Formaður Lyfjagreiðslunefndar segir fákeppni skýra hærra lyfjaverð á Íslandi en annars staðar og telur samnorrænan lyfjamarkað jákvæðan. Forstjóri Lyfjastofn- unar telur líklegt að úrval samheitalyfja aukist með samnorrænum útboðum. Hópur ungs fólks af erlend- um uppruna stendur fyrir málþingi um stöðu sína og framtíð í íslensku þjóðfélagi á morgun, mánudag. Tilgangurinn er að láta rödd ungmenna, sem hafa flust hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Málþingið er haldið í samvinnu við Framtíð í nýju landi, sem er samstarfsverkefni Rauða krossins, Reykjavíkurborgar, Alþjóðahúss, Velferðarsjóðs barna, stéttarfélagsins Eflingar og mennta- og félagsmálaráðu- neytis. Staða og fram- tíð í nýju landi Elsti hluti Vestmannaeyjahafnar er 100 ára á þessu ári. Í tilefni af því var haldinn sérstakur hátíðarfundur hjá Framkvæmda- og hafnarráði bæjarins á föstudag. Þeir Elliði Vignisson bæjarstjóri og Arnar Sigurmundsson, formaður Framkvæmda- og hafnarráðs, fluttu erindi á fundinum. Þeir voru sammála um að brýnustu verkefni hafnarinnar væru uppbygging skipalyftu og stórskipahafnar. Höfnin hefur verið í núverandi mynd frá árinu 1925 en höfn hefur verið í Vestmannaeyjum allt frá landnámstíma. Höfnin 100 ára Aðvaranir um að áfengi skaði heilsu munu vera á áfengisumbúðum í Finnlandi frá og með árinu 2009, samkvæmt tilkynningu stjórnvalda í gær í kjölfar skýrslna um að áfengi sé helsta dánarorsök í Finnlandi. Merkingarnar munu innihalda orðið „aðvörun“ ásamt textanum: „Áfengi getur skaðað fóstur og heilsu þína.“ Áfengi var dánar- orsök 17 prósent karla á aldrinum 15 til 64 ára og 10,5 prósenta kvenna á sama aldri árið 2005. Fyrir mánuði lögðu stjórnvöld til að hækka skatt á áfengi um tíu til fimmtán prósent. Finnar ætla að vara við áfengi • Einfaldari skilmálar • Hærri bætur • Lægri eigin áhætta VÍÐTÆKASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.