Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 10
„Í Ameríku snýst allt um hver sé númer eitt í dag.“ Síðustu tónleikar Bob Marley Býflugnabændur á sunnanverðu land- inu halda uppskeruhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag klukkan 14- 16. Tómas Óskar Guðjónsson er for- stöðumaður og sér jafnframt um bý- flugnabú garðsins. Hann segir um fimmtán starfandi býflugnabændur á landinu í dag en um tíu þeirra verða á uppskeruhátíðinni með afurðir sum- arsins. Tómas segir áberandi mun á hunanginu frá bændunum, bæði hvað varðar lit og bragð. „Bragðið fer bæði eftir því hvar og hvenær ársins hunanginu er safnað, þannig að það er annað bragð á vorin en haustin,“ segir Tómas og bætir því við að flugurnar í Húsdýragarðinum byrji að safna þegar víðirinn í Laugardalnum fer að blómstra og safni svo áfram yfir sumarið blómasafa og frjókornum sem þær vinni hunangið úr. „Á uppskeruhátíðinni fær fólk að smakka og getur dæmt sjálft hvernig því líkar hunangið en það verður líka eitthvað af hunangi til sölu á staðn- um. Síðan tökum við einn ramma úr garðinum og setjum í lokað sýningar- búr þar sem gestir geta séð hvernig þetta lítur allt saman út,“ segir Tómas og tekur fram að allir séu velkomnir á uppskeruhátíðina. Aðspurður hvort fólk eigi nokkuð á hættu að vera stungið af býflugu, segir Tómas: „Nei, það er ekkert að óttast því þær hafa í sjálfu sér engan áhuga á fólki nema þær séu króaðar af eða angraðar á annan hátt. Þótt þær séu líkar geitungum að mörgu leyti þá hegða þær sér samt öðruvísi.“ Tómas segir fólk almennt ekki taka eftir flugunum sem fljúga um Laugar- dalinn. „Fólk sér þær ekki einu sinni þótt það standi mjög nálægt búinu nema það sé sérstaklega að leita að þeim,“ segir hann. Það er Félag býflugnabænda sem stendur fyrir hátíðinni og Tómas segir félagið vera nokkuð virkt. „Við skipt- umst á útbúnaði, sögum og hunangi auk þess að aðstoða hver annan og ég held að við hlökkum allir til að hittast í dag og bera saman bækur okkar,“ segir Tómas og bætir við: „Það er mjög mis- jafnt hvernig gengur með uppskeruna og má nefna sem dæmi að fyrsta upp- skeran í Húsdýragarðinum árið 2000 var fimm kíló en í ár koma þrjátíu kíló úr einu búi.“ Tómas tekur einnig fram að kven- félagið Hvöt frá Sandgerði verði á hátíðinni þar sem þær munu kynna sultur og kerti þannig að með sanni má segja að allsherjar uppskeruhátíð verði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Möðruvallakirkja í Hörgár- dal verður 140 ára hinn 23. september og verður því fagnað í kirkjunni þann dag með messu klukkan 14. Möðruvallakirkja var reist á árunum 1865-1867. Þor- steinn Daníelsson á Skipa- lóni sá um smíðina en hún var teiknuð af Jóni Chr. Stepháns- syni. Kirkjan var vígð 5. ágúst 1866, en ekki tekin út form- lega og afhent söfnuði fyrr en 23. september árið 1867, full- byggð. Möðruvallakirkja var stærsta timburkirkja lands- ins þegar hún var byggð enda voru Möðruvellir amtmanns- setur í þá tíð og höfuðstaður Norðurlands. Kirkjan tekur 250 manns í sæti en hvelfing- in er skreytt yfir tvö þúsund gifsstjörnum. Í messunni mun sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, pred- ika, en sóknarpresturinn sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Möðruvalla- klaustursprestakalls syngur undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Eftir messuna verður afmæliskaffi í Leikhúsinu, sem er nýtt safnaðarheimili kirkjunnar. Möðruvallakirkja 140 ára AFMÆLI MOSAIK Móðir okkar, Sigríður Einarsdóttir, sem lést miðvikudaginn 12. september, verður jarð- sungin mánudaginn 24. september frá Árbæjarkirkju kl. 13.00. Kristín Sjöfn Helgadóttir, Skúli Möller, Hrafnhildur Helgadóttir, Georg Guðjónsson, Guðfinna Björk Helgadóttir, Helgi Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. 45 ára afmæli 23. september á hún Guðbjörg Helga Sigurðardóttir Hraunbæ 79, 45 ára afmæli og fær hún innilegar haming juóskir frá þeim sem heldur á henni. Kveðja, Guðmundur Helgi.Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og mágkona, Edda Sigrún Jónsdóttir, Álftamýri 8, lést þriðjudaginn 11. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 25. sept- ember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Anna Reynisdóttir, Jón Baldvin Sveinsson, Halldór Jónsson, Helena H. Júlíusdóttir, Guðbjörg R. Jónsdóttir, Brynjar Ingason, Sigurður R. Jónsson, Svala Hilmarsdóttir, Kjartan V. Jónsson, Olga B. Bjarnadóttir, Svandís E. Jónsdóttir, Ólafur Þráinsson, Hrefna V. Jónsdóttir, Tómas Rúnarsson, Anna Sigurjónsdóttir, Kristján J. Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.