Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 20
Jón Kalman Stefánsson gefur út nýja skáldsögu á forlagi Bjarts í haust sem hann kallar Himnaríki og helvíti. Við birtum hér brot úr upphafi verksins. og helvíti Jón Kalman Stefánsson MYND/EINAR FALUR Þegar ég las smásagnasafnið Aldin- garðinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, sem fékk íslensku bókmenntaverð- launin fyrir bókina árið 2006, fannst mér eins og ég væri að lesa þýðingu. Einstök orð, orðasambönd og setningar í bókinni hljóma eins og tilraunir til að þýða úr ensku yfir á íslensku. Mér þótti málið á bókinni einkennilegt og stirt og því bar ég enska útgáfu hennar, Valent- ines, saman við Aldingarðinn. Niðurstaða mín er að margar setningar í bókinni hljóma eins og Ólafur Jóhann hafi hugsað þær á ensku og þýtt yfir á íslensku. Þessi niðurstaða er auðvitað huglæg; íslenskan í dæmunum sem ég tek úr bókinni er yfirleitt ekki röng, aðeins óíslenskuleg og óþjál. Þýðingarbragurinn í Aldingarðinum sést til dæmis á blaðsíðu 143 og 144 þegar Ólafur lýsir manni sem paníkerar og frýs („panicked and froze“ bls. 107), og er eins og sekkur þegar hann fellur útbyrðis úr bát („like a sack falling out of the boat“ bls. 106). Og á blaðsíðu átta stendur: Þegar markaðurinn tók dýfur ... („When the market took a dive ....“ bls. 6). Á blaðsíðu 73 segir Ólafur að sögupersónan Tinna brosi „hálfu brosi“. Í ensku útgáfunni stendur „... Jenny half smiled ...“ Á íslensku er ekki talað um að brosa hálfu brosi en það gengur á ensku. Á sömu blaðsíðu, 73, er sagt um sögupersónuna Finn: Nancy segir mér að þú sért gamall keppnismaður (á skíðum). Ég skildi þessa setningu ekki fyrr en ég fletti upp í ensku útgáfunni á blaðsíðu 54 en þar stendur: „Nancy tells me you used to compete.“ Orðið keppnismaður er yfirleitt ekki notað í þeirri merkingu í íslensku að hafa keppt í einhverju. Tiltekinn maður getur verið sagður keppnismaður á íslensku án þess að hafa keppt í einhverri íþrótt eða öðru. Líkt og í síðasta dæmi eru margar setningar í Aldingarðinum þjálar og skiljanlegar á ensku en ekki íslensku. Sú staðreynd rennir stoðum undir þá tilgátu að Ólafur hafi hugsað bókina á ensku. Þegar Ólafur lýsir útliti konu á blaðsíðu 13 segir hann: „En hann sá hana fyrir sér í borg eins og París með mjóan og langan hálsinn og fuglslegar herðarn- ar sem hann saknaði stundum að geta ekki strokið lengur. París eða Róm eða Flórens. Þar áttu svona herðar heima.“ Á blaðsíðu 9 í Valenti- nes segir hann: „But he could picture her in a city like Paris with her long slender neck and those birdlike shoulders. Paris or Rome or Florence. That´s where shoulders like that belonged.“ Orðið fuglslegur virðist vera þýtt beint úr ensku. Slík dæmi eru mörg í Aldingarðinum. Engin af sögunum tólf er laus við þýðingarbraginn, þótt hann sé mismikill. Á blaðsíðu 7 segir: „En að lokum lækkaði hann flugið og flugfreyjurnar fengu sér sæti og þeir sem voru hræddir fóru með bænirnar sínar og hétu því að lagfæra það sem betur mætti fara í lífi sínu.“ Sama málsgrein á blaðsíðu 5 í Valenti- nes: „But at last he began the descent, the flight attendants took their seats and those who were afraid said their prayers, promising to lead better lives in the future.“ Orðanotkunin „to lead a better life“ er þekkt og skiljanleg í ensku. Hins vegar hljómar einkennilega að segja á íslensku: „lagfæra það sem betur mætti fara í lífi sínu.“ Þarna virðist Ólafur þýða enska hugsun yfir á íslensku. Í eftirfarandi dæmi er þýðingarbragur á íslenskunni. Sérstaklega eru það orðin „prentað“ og „ávarpið“ sem benda til þess að höfundur hafi snarað úr ensku því samkvæmt íslenskri málvenju eru þau ekki notuð í þessum skilningi: „Það var tekið vel á móti þeim; í herberginu beið þeirra kort frá hótelstjóranum sem bauð þau velkomin og skrifaði meira að segja sjálfur undir prentað ávarpið“ ( 5). Á ensku (38): „They were greeted warmly; a welcoming card from the manager awaited them in their room, with his handwritten signature under the printed message.“ Loks er enskuskotið orðalag á blaðsíðu 150 í bókinni þar sem segir: „Hann hafði kynnst mörgu og vissi að í híbýlum sálarinnar voru margar vistarverur“ (bls. 150). Á ensku: „He had seen it all and knew that the human soul contained many different compartments“ (bls. 111). Í einhverjum tilfellum notar Ólafur einnig orðasambönd sem eru ekki til í íslensku. Á blaðsíðu 262 í Aldingarðinum segir: „Í austri var fölur máni og meinleysislegar skýjaslæður sem liðu fyrir hann öðru hverju.“ Í ensku útgáfunni hljómar setningin svona: „There was a pale moon in the east, a few harmless wisps of cloud drifting across it from time to time.“ Orðasambandið að líða fyrir e-ð er ekki til í þessari merkingu í íslensku; að líða fyrir e-ð merkir að maður þurfi að þjást vegna einhvers sem hann hefur gert. Þarna reynir Ólafur að þýða orðasam- band úr ensku. Annað dæmi er á blaðsíðu 280 þar sem Ólafur segir „... eftir að Gísli gekk í bindindi ...“ Á íslensku er ekki sagt að ganga í bindindi heldur að fara í bindindi. Orðasambandið sem Ólafur notar er ekki til í íslensku. Að mínu mati er þýðingarbragurinn á Aldingarðinum það augljós og truflandi að ég furða mig á því hvernig Ólafur gat fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana í fyrra. Það jaðrar við að vera siðlaust að verðlauna mann fyrir að skrifa svona íslensku. Sú krafa hlýtur að vera gerð að höfundurinn sem fær Íslensku bókmenntaverðlaunin hafi frumsamið verðlaunabókina á íslensku og að málið á henni sé ekki svona slæmt, enskuskotið og í einhverjum tilfellum jafnvel rangt. Hugsað á ensku í Aldingarðinum ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON Ingi Freyr Vilhjálmsson Þ að er ólíkt að sofa við opið haf og hér í Plássinu sem liggur inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins og sjórinn verður stundum svo gæfur að við förum niður í fjöru til að strjúka honum, en hann er aldrei gæfur utan við búðirnar, ekkert virðist geta lægt ólgu hafsins, ekki einu sinni kyrrar nætur, stjörnuþaninn himinn. Sjórinn flæðir inn í drauma þeirra sem sofa við opið haf, vitundin fyllist af fiski og drukknuðum félögum sem veifa dapurlega með uggum í stað handa. Pétur vaknar alltaf fyrstur. Hann er líka for- maður og vaknar þegar enn er dimmt af nótt, varla meira en tvö en hann lítur aldrei á klukkuna, hún er auk þess geymd niðri, undir einhverju drasli. Pétur fer út, lítur upp í himininn og þéttleiki myrkursins gefur upp tímann. Hann fálmar eftir fötunum, kamínan logar ekki á nóttunni og kuldi marsmánaðar hefur síast í gegnum þunna veggina. Andrea andar þungt við hlið hans, sefur fast, hún er á botni drauma sinna, Einar hrýtur og kreppir hnefana í svefninum, Árni sefur andfætis honum, strákurinn og Bárður bæra ekki á sér, risinn Gvendur svo stálheppinn að hafa rúm útaf fyrir sig og samt er það fulllítið, þú ert tveimur númer- um of stór fyrir heiminn, sagði Bárður einu sinni og Gvendur varð svo dapur að hann þurfti að fara afsíðis. Pétur steypir peysunni yfir sig, fer í bux- urnar, staulast ofan og út í nóttina, hægur andvari að austan og grillir í fáeinar stjörnur, þær blika með sín eldgömlu tíðindi, mörg þúsund ára gömul ljós. Pétur pírir augun, bíður þar til svefninn fer alveg af honum, þar til draumarnir hafa gufað upp og skilningarvitin náð skarpleika sínum, stendur álútur, skakkur, eins og óskiljanlegt dýr, nasar af loftinu, rýnir í dimm skýin, hlustar, nemur skila- boð í vindinum, rymur, fer aftur inn, lyftir hleran- um með svörtu höfðinu, segir, við róum, segir það ekki hátt en það dugir samt, rödd hans nær ofan í dýpstu drauma, sundrar svefninum og þau eru öll vöknuð. Andrea klæðir sig undir sænginni, fer framúr og kveikir upp í kamínunni og lampanum, lýs, milda ljós, og lengi vel segir enginn neitt, þeir klæða sig bara og geispa, Gvendur rorrar hálfsof- andi á rúmbríkinni, svo ringlaður á landamærum svefns og vöku að hann veit ekki hvar hann er staddur. Þeir klóra sér í skegginu, þó ekki strákur- inn, hann er ekki með neitt, einn af þeim fáu sem eyða tíma í að skafa það af sér, að vísu ekki mikið verk, það er bæði gisið og lítið, vantar karlmennsk- una í þig, sagði Pétur einu sinni og Einar hafði hlegið. Bárður er með þétt, brúnleitt skegg, snyrt- ir það reglulega, hann er helvíti myndarlegur, Andrea horfir stundum á hann og þá eiginlega bara til að horfa, eins og við horfum á fallega mynd, á birtuna yfir hafinu. Kaffið sýður, þeir opna skrínin, smyrja rúgbrauðið með þumalfingri, mikið af smjöri og kæfu og kaffið snarpheitt og svart eins og dimmasta nótt en þeir setja kandís út í, bara ef við gætum sett sykur út í nóttina og gert hana sæta. Pétur rýfur þögnina, sötrið öllu heldur, smjattið og stöku vindgang, og segir: hann er að austan, hægur, nokkuð hlýr en snýst í norðrið ein- hverntíma í dag, þó varla fyrr en seint, við róum því djúpt. Einar andvarpar ánægjulega. Róa djúpt, það er eins og sálmur í hans eyrum. Árni segir, já, auðvit- að, hann bjóst nefnilega við þessu, við róum örugg- lega djúpt, hafði hann sagt við Sesselju sem sagði þá, æ, láttu sjóinn ekki taka þig. Fiskurinn hafði verið tregur á grynnri miðunum fyrir veðurteppudagana og sjálfsagt að reyna dýpra núna, þeir seilast allir aftur ofan í skrínin eftir annarri sneið. Róa djúpt, það þýðir allt að fjögurra tíma þrotlausan róður, vindur of hægur fyrir segl, og minnst átta eða tíu tíma úthald, kannski tólf og þá eru nákvæmlega tólf tímar þar til þeir borða næst, gott er brauðið, gott er smjörið og líklega er ekki hægt að lifa án þess að drekka kaffi. Þeir drekka síðustu kaffikönnuna hægt, njóta þess, úti bíður hálfdimm nóttin eftir þeim, hún nær frá hafsbotni og upp í himininn þar sem hún kveikir stjörnur. Hafið andar þunglega, það er dökkt og þögult og þegar hafið þegir þá þegir allt, líka fjallið fyrir ofan, hvítt og svart til skiptis. Dauft ljós frá lampanum, Andrea hafði aðeins skrúfað niður í honum, maðurinn þarf ekki mikla birtu til að drekka síðasta kaffisopann. Hver í sínum hugarheimi, horfandi framfyrir sig án þess að horfa, Pétur hugsar um róðurinn framundan, fer yfir öll verk í huganum, undirbýr sig, það gerir hann alltaf, Árni orðinn óþolinmóður, kappsamur, vill hefjast handa, Einar hugsar líka um róðurinn, um átakið, hann andvarpar djúpt inni í sér og finn- ur til rósemdar, blóðið sem er iðulega of heitt og rennur svo óþægilega hratt um æðarnar að það er eins og hann klæi stöðugt undan, hefur breyst í lygnt fljót á milli gróinna bakka. Kaffið, átakið framundan, Einar er þakklátur maður og þykir næstum vænt um mennina sem sitja þarna undir risinu, hálfbognir yfir síðustu kaffidropunum, hann getur meira að segja horft á fáráðlingana tvo, Bárð og strákinn, án þess að finna til reiði, stundum trylla þeir hann algerlega með þessum eilífa helvítis lestri, eilíflega að vitna hvor fyrir annan í einhver kvæði, helvítis ósómi, helvítis fúi í sálarlífinu sem gerir þig of linan gagnvart lífinu, en nei, ekki einu sinni þetta æsir blóðið núna, það er lygnt fljót. Einar smjattar á kaffinu og lífið er gott. Nú kemur kvöld og kufli steypir heldur húmleitum yfir hvaðvetna, fylgdi þögn því, les Bárður í Paradísarmissi, hallar bókinni þannig að skíman af lampanum nái til hennar, ljós sem nær að lýsa upp góða ljóðlínu hefur áreiðan- lega náð tilgangi sínum. Varirnar bærast, hann les línurnar aftur og aftur og í hvert sinn stækkar ver- öldin aðeins innra með honum, þenst út. Strákur- inn er búinn með kaffið sitt, slær úr könnunni, kemur henni fyrir í skríninu, horfir útundan sér á Bárð, sér varirnar hreyfast, væntumþykjan fer í gegnum hann og dagurinn í gær snýr aftur með alla þá birtu og sterku nærveru sem fylgir Bárði, sem fylgir vináttunni, hann situr á rúmstokknum og gærdagurinn er í honum. Fálmar síðan eftir flöskunni af kínalífselixírnum sem er mikið og gott meltingarlyf, hressandi og styrkjandi meðal, dugar vel á móti leiðinda vindlofti í þörmum, brjóstsviða, ógleði, óhægð fyrir bringspölum, þetta vita allir, við lesum um það í blöðunum og þar er það staðfest af útlendum mönnum sem inn- lendum, læknum, hreppstjórum, skipstjórum, allir mæla með kínalífselixírnum, hann hefur bjargað lífum, börn í andarslitrum eftir erfiða inflúensu hafa náð fullri heilsu eftir nokkrar skeiðar, dugar líka algjörlega við sjósótt, 5–7 matskeiðar áður en lagt er frá landi og þú ert öldungis laus við sjó- veiki. Strákurinn sýpur á flöskunni. Helvíti er að vera sjóveikur á sexæringi úti á rúmsjó, þurfa að vinna og það eru margar klukkustundir í land. Hann sýpur aftur á því sjóveikin gýs margföld upp eftir langa landlegu. Andrea er búin að fá sér sinn skammt gegn kvefinu sem þyngir höfuðið óþarf- lega, taktu kínalífselixírinn og óþægindin hverfa eða komast aldrei að þér. Tilvera okkar er þrotlaus leit að lausninni, því sem huggar, því sem veitir hamingju, bægir frá öllu slæmu. Sumir fara langa og erfiða leið og finna kannski aldrei neitt, nema einskonar tilgang, einskonar lausn eða fróun í sjálfri leitinni, við hin dáumst að þrautseigju þeirra en eigum sjálf nógu erfitt með að vera bara til og tökum því kínalífselixír í stað þess að leita, en spyrjum í sífellu, hvað er stysta leiðin að ham- ingjunni, og finnum svarið í Guði, vísindum, brennivíni, kínalífselixír.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.