Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 27

Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 27
að þar eystra eru menn nú teknir að líta til baka. Gagnrýnandi Aftenposten, Truls Ramber, segir sýninguna í Osló benda til að yngri myndlistarmenn nálgist nú jafnaldra sína í vestur- álfu, áherslan hafi í kínverskri list flust frá málverkinu til verka sem lýsi stökki Kína inn í tæknisamfé- lagið, með öllum sínum skruðning- um og fjörbrotum hins gamla, svo ótrúlegt sem það sé: öll verkin sem hann tilnefnir í gagnrýni sinni bendi til þess að heimar sem lengst af voru langt frá hvor öðrum nálgist nú hratt: vestrið og austrið. Hann hrósar Gunnari og félögum fyrir framkvæmdasemina. Það er raun- ar synd að það samstarf sem var komið á milli Aastrup Fernley, Serpentine og Listasafns Reykja- víkur skuli ekki hafa fært okkur fleiri samtímasýningar, en þá má ekki gleyma að hingað er að koma yfirlitssýning frá Serpentine með safni verka Hreins Friðfinnssonar sem verður sett upp í Listasafni Reykjavíkur í haust. Cao Fei: China Tracy, 2007. Myndbandsinnsetning. BIRT MEÐ LEYFI VITAMIN CREATIVE SPACE. MYND/ANDERS VALDE Xu Zhen: 18 days, 2006. Blönduð tækni BIRT MEÐ LEYFI LISTAMANNSINS OG SHANGHART, SHANGHAI MYND/ANDERS VALDE Gunnar Kvaran listfræðingur og safnstjóri í hinu virta Astrup Fernley safni í Osló. um, andlitsmyndum og þaðan er nafnið á sýninguna komið: við stöndum augliti til auglitis við andlit Kína.“ Verkin eru bæði úr einkaeigu aðila sem tók snemma að safna kínverskri list eftir að hennar tók að gæta á Vesturlöndum, í þann tíma þegar kaupa mátti stór og máttug málverk þar eystra fyrir smáaura en verðmæti verka eftir marga þá sem eiga verk á sýningunni hefur margfaldast á síðustu misserum eftir því sem alþjóðlegur listaverkamarkaður hefur áttað sig á nýnæmi og erindi þessa hóps málara á heimsvísu. „Þetta hefur hlaðið utan á sig og er orðinn öflugur bolti, hingað koma menn á borð við Zhang Xioagang, Liu Ye, Fang Lijun og Yue Minjun, allt eru þetta stór nöfn orðin í málverkinu. Það sem kom mest á óvart var hvað hefðin í handverkinu stendur á fornum grunni, gríðarleg tæknikunnátta er í málun. Menn áttu von á því þegar Rússland opnaðist að þaðan kæmi stór hópur listamanna, en það varð ekki, allir þeir sem skiptu máli voru þegar búnir að ná athygli. Öðru gegnir um Kína. Þaðan er enn straumur af athyglis- verðum verkum, enda eru sýningar með kínverskum verkum út um allt. Ósló og Louisiana í Humlebæk eru þær næastu. Og nú Akureyri.“ Samhliða sýningunni verður gefin út stór sýningarskrá með myndum af helstu verkum á sýningunni og ritar Li Xianting, einn helsti fræðimaður um kínverska samtímalist, þar inngang. Afar fátítt er að hingað berist sýningar sem byggja á verkum á striga og er verðmætið oft þröskuldur sökum trygginga- kostnar. Listasafnið á Akureyri er komið yfir þann þröskuld og mun sýningin koma mörgum á óvart. Þegar hafa komið fram óskir frá erlendum söfnum um að hún fari víðar. FRUMSÝNING Í DAG Í KÚLUNNI Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson Kúlan er nýtt leiksvið á Lindargötu 7 sem sérstaklega er ætlað yngstu leikhúsgestunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.