Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 77

Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 77
Þú fékkst yfirleitt jákvæða dóma fyrir það hlutverk þitt í A Matter of Life and Death þótt sýningin væri umdeild. „Já, það kom ágætlega út fyrir mig.“ Varstu strax í skólanum orðinn með- vitaður um að þú yrðir fýsískur leikari? „Já já, það var eitt af því sem ég hugsaði þegar ég var í fimleikum að það væri synd að geta ekki nýtt þetta. Þjálfunin er svo rosaleg: maður æfir fjóra fimm tíma á dag, alla daga vikunnar og búinn að gera það í tíu ár eða eitthvað. Svo sá maður kynslóðina sem var á undan og var komin í viðskiptafræði eða eitthvað og farin að þybbast. Það væri synd að geta ekki nýtt þetta. Þú getur ekki stundað þetta á gamals aldri því líkaminn er yfirleitt ónýtur. Það er ekkert dútl eins og golf eða eitthvað. Ef ég fer inn í fimleikasal núna þá er ég sex vikur að ná mér. Ég hugsaði oft hvernig ég gæti nýtt þetta. Leikhúsið var pottþétt eitthvað sem ég gæti notað fimleika í og ég gæti örugglega gert hluti sem aðrir gætu ekki gert.“ Nú hafa menn verið að gagnrýna um nokkurn tíma að hjá yngri leikstjórum; þér, Hilmari, Balta, þá sé hið talaða orð komið í annað eða þriðja sæti. Sýningar verði meira sjónarspil og minni samtal. Viltu kommentera á þetta? „Þú þekkir það nú sjálfur að leik- stjórn er heljarinnar djobb. Þetta eru langir dagar og það fer mikið energí í þetta. Það verður hver og einn að finna það sem honum finnst hann þurfa að gera. Ef maður á að fara að elta það sem einhverjum öðrum finnst þá … Það er talað um þetta líka í London, ég hef séð fullt af textasýningum og mér finnst þær yfirleitt hundleiðinlegar. Mér bara hundleiðist yfirleitt í leikhús- inu. Annaðhvort hætti ég að stunda þetta fag eða ég geri það sem ég vil að leikhúsið geri. Markmið mitt er í sjálfu sér alltaf að blanda þessum tveimur þáttum saman, hvor hjálpi hinum, eins og er í Rómeó og Júlíu – hann er það ástfanginn að hann flýgur. Og maður verður hamingjusamur þegar maður sér það gerast. Sumum nægir að heyra hann segja þetta og sjá það fyrir sér, öðrum ekki. Það er nú ekki eins og það sé allt morandi í fýsisku leikhúsi svo ég veit ekki hvað menn eru að tala um, eins og í London: meirihlutinn af þessu er bara talað leikhús.Það er fullt í boði af talking heads. Svo er það líka fyrir mig að nýta svið sem er tuttugu metra hátt og þrjátíu metra breitt. Af hverju áttu að standa kyrr og tala allan tímann eða sitja í stól? Til hvers þá að byggja tuttugu metra lofthæð? Þá get ég eins hlustað á það í útvarpinu. En svo er ég að fara að gera Tillsammans og þá hentar ekki að vera í einhverjum loftfimleikum. Þá snýst þetta um eitthvað allt annað.“ Nú hafið þið komið að þremur myndum: Love Is in the Air – heimildarmyndinni um Rómeó og Júlíu, Börn og Fullorðnir og nú er von á Brimi? „Já, við erum komin með styrk frá Kvikmyndamiðstöð og ráðumst í það næsta vor eða næsta haust. Það fer eftir annarri fjármögnun en héðan. Við höfum áhuga á þessu listformi og það er bara hvað sem kveikir í okkur sem setur okkur í gang.“ Mér fannst hugmyndin alltaf að baki Ást vera bíómynd? „Það var það, það var upphaflega hugmyndin. Sýningin er bara blue- printið af bíómynd, þannig hugsaði ég það. Við þurfum að koma Ást á það stig að hún sé bíóhæf.“ Hvenær sérðu Tillsammans fara á flakk? „Hún verður keyrð hér frá desember í tvo mánuði og fer síðan til Mexíkó og Þýskalands og til Englands næsta sumar. Þar ætlum við að gefa okkur einhvern afmarkaðan tíma sem er sýnt, átta til tíu mánuði. Við erum búnir að gera samninga um það og síðan er bara að senda út tilkynningar um að við séum komnir með þessa sýningu og bjóða mönnum að fá hana.“ Ætlarðu að leika í henni sjálfur? „Nei, nei.“ Hvernig hefur það reynst þér, er ekki erfitt að leika í þessum sýningum sjálfur um leið og þú ert að setja þær upp? „Það var helvíti töff í Rómeó og Júlíu, það var líka svo stórt verkefni og maður hafði enga reynslu af þessu. Í Hamskiptunum var það allt í lagi. Það er auðveldara þar sem hann er svo ein- angraður. Það er erfiðara í hópsenum og þannig. Það hefur samt gengið ágæt- lega enda hef ég í bæði skiptin verið annar af tveimur leikstjórum. Það er eins og með allt. Aðalatriðið er fólkið sem maður velur með sér.“ Hvenær rennur Vesturports-samn- ingur við borgina út? „Við erum með samning við borg- ina, fáum þrjár miljónir á ári þar, en frá leiklistarráði er það bundið verk- efnum: við fengum engan styrk í fyrra en núna fyrir Tillsammans. Það er algert „peanuts“ í öllu samhenginu. Menn virðast ekki hafa raunveruleg- an áhuga á því að kippa því í lag. Þessi sjálfstæði bransi getur alveg virkað. Það verður að viðurkenna sjálfstæðu leikhúsin sem sérafl, eins og Þjóðleikhús og Borgarleikhús.“ Það var bara algert slys að ég endaði í þessu fagi. Ég var í námi í Noregi og fór í eitthvað stúdentaleikhús og það var hrikalega gaman, stemning og djamm og góðir vinir og svona. Svo ég ákvað að sækja um hérna svo ég sæi ekki síðar eftir að hafa prófað það. Og svo komst ég inn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.