Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 85

Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 85
Sjónvarpsþáttaröðin Allir litir hafsins eru kaldir, sem sýnd var í sjónvarpinu í byrjun árs 2006, hefur nú verið endurútgefin sem níutíu mínútna sjónvarpsmynd. Útgáfan er sérsaklega ætluð fyrir erlendan markað og er nú komin út á mynddisk ásamt upp- runalegu þáttunum þremur. Sagan segir frá Ara, lögmanni í Reykjavík, sem er skipaður verj- andi ungs ógæfumanns sem er ákærður fyrir morð á öldruðum listaverkasala. Við fyrstu sýn virð- ist málið einfalt en þegar systir sakbornings, Milla, hefur upp á Ara tekur málið aðra stefnu og draugar fortíðarinnar ryðjast upp á yfirborðið. Allir litir hafsins eru kaldir er dúndurgóður krimmi. Vel skrifað- ur og kemur á óvart með óvenju- legu vali á sökudólgi. Persónuleg togstreita Ara, sem er í forræðis- deilu, fléttast vel inn í aðalsögu- þráð og það er snilldarlausn að nota soninn, sem Eyvindur Örn Barðason leikur af mikilli kúnst, sem eins konar rödd sannleikans. Hilmir Snær Guðnason er stöð- ugur í hlutverki Ara. Þórunn Lár- usdóttir er mjög góð Milla og það væri gaman að sjá meira af henni í sjónvarpi eða á hvíta tjaldinu. Hliðarpersónur eru litríkar þar sem helst má nefna Jóhönnu Vig- dísi Arnardóttur sem barnsmóðir Ara, Ólafía Hrönn Jónsdóttir kemur með húmorinn sem húshjálpin Margrét og Jón Sæmundur Auðarson er algjör- lega réttur í hlutverk ógæfu- mannsins Jóa. Þátt hins norska Björns Floberg hefði þó mátt skýra örlítið betur, ásamt lögreglu þar sem sumar persónur urðu helst til keimlíkar. Glæpasagnamenning á Íslandi virðist blómstra sem aldrei fyrr. Enda ein skemmtilegasta og vin- sælasta grein bæði innan bók- mennta og myndrænna miðla. Allir litir hafsins eru kaldir er til marks um að innlent leikið sjón- varpsefni hefur ekkert að óttast. Góð og vel sögð saga hrífur, sama hvað tungumálið heitir. Endur- gerðin er bæði hnitmiðuð og þétt og vonandi fáum við sem fyrst fleiri sögur úr sarpi Önnu Th. Rögnvaldsdóttur. Glæpir og gamlir draugar ALLIR LITIR HAFSINS ERU KALDIR Leikstjóri og handritshöfundur: Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason, Þórunn Lárusdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Eyvindur Örn Barðason, Jón Sæmundur Auðarson, Pétur Einarsson, Helga Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Björn Floberg, Benedikt Árnason og Rúnar Guðbrandsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.