Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 97

Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 97
f l Vörður er í eigu Byrs-sparisjóðs, Landsbankans og SP-Fjármögnunar. KAFFI VÍSINDA 24. 25. 26. & 27. SEPTEMBE R Enn hafa nokkrir af okkar færustu vísindamönnum svarað kalli um að kynna rannsóknir sínar fyrir almenningi. Nú höldum við fjögur Vísindakaffi (24., 25., 26. og 27. september), í aðdraganda Vísindavöku sem er 28. september. Þar munu vísindamenn á ýmsum sviðum fræðanna kynna rannsóknir sínar, sem allar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar og viðfangsefnin koma okkur öllum við á einn eða annan hátt. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum. Tilgangur Vísindakaffis er að færa vísindin nær almenningi og sýna fram á gagnsemi þeirra og áhrif á daglegt líf fólks. Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30 hvert kvöld Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Allir velkomni r! Dagskrá: Mánudagur 24. september Fá nátthrafnar og morgunhanar sér hænublund eða kríu yfir miðjan daginn? Öll þekkjum við ótrúlega sterka svefnþörf, en af hverju sofum við og hvaða áhrif hefur svefn á líkamlega og andlega heilsu okkar? Dr. Karl Ægir Karlsson hjá Háskólanum í Reykjavík og Björg Þorleifsdóttir hjá Háskóla Íslands, sem um árabil hafa starfað við rannsóknir á svefni ræða málið. Þriðjudagur 25. september Hvað kostar hamingjan? Efnisleg gæði og lífshamingjan. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og Ragna Benedikta Garðarsdóttir hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ætla að ræða málið. Miðvikudagur 26. september Skiptir stærðin máli? Hvers mikilvæg er örtækni fyrir framþróun á sviði tækni, heilsu og gervimeðvitundar? Dr. Sveinn Ólafsson og Dr. Már Másson frá Háskóla Íslands ætla að ræða málið. Fimmtudagur 27. september Glæpon eða góðmenni – hvaða áhrif hafa samfélagslegar aðstæður á tíðni afbrota í þjóðfélaginu? Dr. Jón Gunnar Bernburg hjá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Jón Óttar Ólafsson hjá ríkislögreglustjóra ræða málið. Það gekk mikið á þegar næstsíðasta umferðin í 1. deild karla fór fram. Grindavík og Fjölnir tryggðu sér þáttökurétt í Landsbankadeildinni að ári. Grindavík lagði Reyni, sem féll fyrir vikið, 6-0, og og Fjölnir vann Þór frá Akureyri, 2-0. Það verður annað hvort Þróttur eða ÍBV sem fer einnig upp en ÍBV á enn von um að næla í sætið eftir sigur gegn einmitt Þrótti í gær, 1-2. Leikur Þróttar og ÍBV var hin mesta skemmtun og Eyjamenn máttu að lokum þakka fyrir stigin þrjú enda pressan að marki þeirra mikil undir lokin. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var því að vonum sáttur í leikslok. „Við erum enn á lífi og það er gaman að vera að fara í síðasta leikinn og eiga möguleika á að fara upp,“ sagði Heimir, sem var ánægður með baráttu sinna manna. „Baráttan var fín og vörnin hélt vel, en við þurfum að vera rólegri á boltanum og yfirvegaðri. Það var auðvitað mikið í húfi og þetta var kannski ekki fallegur fótbolti en góður sigur samt.“ Til þess að ÍBV komist upp þarf liðið að vinna Fjölni og treysta á að Reynir vinni Þrótt, en Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, mætir þar sínum gömlu lærisveinum. „Ég er þjálfari Þróttar í dag og við ætlum okkur að tryggja þetta stig sem okkur vantar, þannig að staða Reynis skiptir mig engu máli,“ sagði Gunnar svekktur. Það var mikið um dýrðir í Grafarvogi þar sem Fjölnir komst upp í efstu deild í fyrsta skipti í stuttri sögu félagsins. „Við ætluðum okkur þetta og við klárum dæmið sannfærandi. Mér líður mjög vel núna,“ sagði Hús- víkingurinn Ásmundur Arnarsson sem stýrir liði Fjölnis en hann hefur unnið mikið afrek með liðið. „Það má vissulega kalla þetta afrek en þetta er sameiginlegt afrek allra þeirra sem koma að lið- inu. Hér hafa allir lagst á eitt við að ná þessum árangri og það er ánægjulegt að uppskera svona ríkulega eins og í dag,“ sagði Ásmundur Arnarsson af einstakri hógværð. Grindavík og Fjölnir í efstu deild 1. deild karla: N1-deild karla:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.