Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 98
 Stórleikur FH og Val á Kaplakrikavelli í dag verður níundi óopinberi úrslitaleikur tveggja liða um titilinn í loka- umferðum mótsins síðan deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Hér er miðað við að aðeins tvö lið séu að keppa um titilinn á loka- sprettinum og að þau mætist í einni af fjórum síðustu umferðum sumarsins. Valsmenn eru í þeirri stöðu í fyrsta sinn í tuttugu ár að spila óopinberan úrslitaleik um Íslands- meistaratitilinn í lokaumferðinni. Valsmenn voru síðast í sömu spor- um í 16. umferð 1987 þegar þeir fengu Framara í heimsókn á Hlíðarenda. Valsmenn voru þá í mjög góðri stöðu með fimm stiga forskot á þáverandi Íslands- meistaralið Fram og nánast gulltryggðu sér titilinn með því að gera markalaust jafntefli við Framliðið í þessum leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari Valsmanna, getur líka rifjað upp góðar minningar úr svona kring- umstæðum en hann fór með KR- liðið í gegnum tvo svona leiki 2002 og 2003 og fagnað Íslandsmeistara- titlinum bæði árin. 2002 gerði KR 1-1 jafntefli við Fylki í Árbæ í 17. umferð og tryggði sér síðan titilinn í 18. umferð og árið eftir lagði KR grunninn að meistaratitlinum með 4-0 sigri á Fylki í 15. umferð. Síðasta útiliðið til að vinna svona leik var lið ÍBV sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 1998 með því að vinna 0-2 sigur á KR á KR- vellinum í 18. umferð. Eyjamenn léku þá eftir afrek Víkinga sjö árum áður sem unnu þá 0-2 sigur á Fram á Laugardalsvelli í 16. umferð. Úrslit þess móts réðustu þó ekki fyrr en á lokasekúndunum í lokaumferðinni. Skagamenn tryggðu sér einnig titilinn á úti- velli árið 2001 með því að ná 2-2 jafntefli við ÍBV í Eyjum. FH-ingar hafa aldrei spilað svona úrslitaleik en þeir hafa hins vegar tryggt sér titilinn í Kapla- krika tvö síðustu ár og geta gert það þriðja árið í röð í dag. FH- ingar tryggðu sér titilinn með 2-0 sigri á Val í 15. umferð 2005 og síðan með 4-0 sigri á Víkingum í 17. umferðinni í fyrra. Fyrsti úrslitaleikur Valsmanna í 20 ár Næstsíðasta umferð Landsbankadeildarinnar fer fram klukkan 17 í dag. Stórleikur umferðarinnar er viðureign topp- liðanna FH og Vals. Valur er tveim stigum á eftir FH og verður að sækja til sigurs enda dugir jafn- tefli skammt og tap þýðir að FH verður meistari. Undirbúningur liðanna er óhefð- bundinn og að mörgu leyti eins og fyrir bikarúrslitaleik. Bæði lið gistu á hótelum í gær og þjöppuðu sér saman. „Við erum á leið á Hótel Örk, það verður fínt. Við munum horfa á fótbolta þar og spila kotru en það er leikur fyrir hugsandi menn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, fram- herji FH-inga, léttur og kátur. Augljós tilhlökkun var í honum fyrir leikinn. „Það er ekkert skemmtilegra en að spila úrslitaleiki. Svona á þetta að vera. Við mætum til leiks með sama hugarfar og venjulega og ætlum að sækja til sigurs. Ég hef aldrei skilið þá sem segja að það sé verra að vera með forskot, það truflar okkur ekkert og verður ekki þess valdandi að við bökkum eitthvað. Það er klárlega betra að vera með tveggja stiga for- skot,“ sagði Tryggvi en allir leikmenn FH eru klárir í slaginn. Valur flengdi FH í fyrri leik lið- anna í deild- inni, 4-1, en FH náði fram hefndum með sætum sigri í bikarnum. FH tapaði síðasta leik sínum gegn Blikum en Valur gerði jafntefli gegn ÍA. „Við fórum vel yfir tapleikinn og vitum hvað fór úrskeiðis þar. Töp hafa aldrei slegið okkur út af laginu, þvert á móti mætum við sterkir í næsta leik og á því verður engin breyting núna,“ sagði Tryggvi. Helgi Sigurðsson, leikmaður Vals, er spenntur fyrir leik liðs síns við Íslandsmeistara FH á morgun. „Það er frábært að fá að spila svona úrslitaleik og við erum vel gíraðir upp í verkefnið,“ sagði Helgi, sem segir að undirbúningur liðsins sé þó að mestu leyti með hefðbundnu sniði. „Við undirbúum okkur eins fyrir þennan leik og aðra leiki og menn eru fullir sjálfs- trausts og stemmningin er góð í liðinu. Valsliðið gisti reyndar á Hótel Loftleiðum í gær til þess að þétta hópinn fyrir átökin.“ Helgi segir pressuna vera alla á FH-liðinu. „Við höfum allt að vinna í þessum leik og þeir hafa öllu að tapa. Þeir eru Íslandsmeistararnir og hafa verið með besta liðið á Íslandi síðustu ár, en í ár erum við búnir að halda í við þá og veita þeim almennilega keppni, þannig að pressan er öll á þeim,“ sagði Helgi, sem er helsti markaskorari Valsliðsins og er því sjálfur einnig að keppa um markakóngstitilinn. „Það skiptir náttúrlega öllu máli að við vinnum leikinn og verðum Íslandsmeistarar, en ég reyni auðvitað mitt besta til að skora mörk og hef hug á því að taka þann titil líka.“ Hjá Valsliðinu eru menn í fínu standi fyrir leikinn, að frátöldum Baldri Bett sem getur ekki leikið vegna meiðsla. FH tekur á móti Val í Kaplakrika í dag. Óhætt er að segja að um sannkallaðan úrslitaleik sé að ræða enda verður FH Íslandsmeistari með sigri en Valur hrifsar toppsætið af FH með sigri, en þar hefur FH setið síðan sumarið 2004. Valsmenn segja pressuna vera á FH-ingum, sem ætla ekki að verjast heldur spila sinn leik. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að brotthvarf José Mourinho væri óvænt og óvægið en bætti þó við að Mourinho væri ekki ómetanlegur og auðvelt væri að finna mann í hans stað. „Það er eitt að vera skemmti- legur á blaðamannafundum en það hefur ekki sama gildi og að vera skemmtilegur á vellinum. Fólk elskar góðan fótbolta og ég tel ekki að Chelsea verði í nokkrum vandræðum með að finna verðugan arftaka Mour- inho,“ sagði Wenger sem lenti margoft í útistöðum við stjórann portúgalska. Mourinho ekki ómetanlegur Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel, sonur Peters Schmeichel, mun á næstu dögum skrifa undir nýjan langtímasamn- ing við Man. City. Schmeichel hefur þótt koma skemmtilega á óvart á milli stanganna hjá City í vetur og haldið marki sínu hreinu fjórum sinnum í sex leikjum. Á síðustu leiktíð var hann markvörður númer fjögur hjá félaginu en aðrir markverðir félagsins eru annað hvort meiddir eða horfnir á braut og það hefur Daninn ungi nýtt sér til fullnustu. Fær nýjan samning Þeir eru ekki margir sem gera ráð fyrir því að Chelsea muni bíta frá sér á Old Trafford í dag. Liðið er búið að missa stjóra sinn og vin. Þess utan verður Chelsea meðal annars án Frank Lampard og Didier Drogba. Lundúnaliðið hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu tveim leikjum og Wayne Rooney, fram- herji Man. Utd, er sannfærður um að sjálfstraust Chelsea muni minnka verulega tapi liðið fyrir United í dag. „Að fá aðeins eitt stig í þrem leikjum hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið hjá þeim. Við getum náð þriggja stiga forystu á Chelsea og það væri mjög ljúft enda lítum við á Chelsea sem helsta keppinaut okkar,“ sagði Rooney, sem verður væntanlega í byrjunarliðinu í dag. Hinn nýi stjóri Chelsea, Avram Grant, er hvergi banginn og hefur trú á sjálfum sér. „Ef ég hefði ekki trú á því að ég hefði eitthvað fram að færa hefði ég ekki tekið starfið að mér. Ég tel mig vel ráða við leikmennina og geta farið lengra með þetta lið.“ Avram Grant fer með Chelsea á Old Trafford
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.