Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 102

Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 102
„Að sjálfsögðu er ég ánægð með hann. Hann tók þetta alveg upp hjá sjálfum sér og er mjög sjálf- stæður ungur drengur. Hann er með mikla réttlætiskennd og fannst að Randveri vegið.“ „Ég hef alltaf haft ákveðnar hug- myndir og skoðanir á því hvernig svona þættir eiga að vera. Þetta er vissulega gamall draumur að ræt- ast,“ segir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórna mun nýjum spjallþætti á föstudags- kvöldum á Stöð 2 í vetur. Þátturinn hefur fengið nafnið Logi í beinni og verður sendur út í beinni útsendingu. Logi er þekktur fyrir léttan húmor sinn sem sannast á því að hann hefur lengi verið vinsæll veislustjóri. Hann býst við því að þau persónu- einkenni sín smitist út í þáttinn. „Ég tek hlutina ekkert of alvarlega, verð ekkert að rembast. Þetta snýst bara um að vera með skemmtilegt fólk í þættinum og leyfa því að vera það sjálft. Svo verður auðvitað tónlist í þáttunum,“ segir sjónvarpsmaður- inn. Hann segir erfitt að líkja þættin- um við aðra þætti en telur þó að helsta fyrirmyndin sé Michael Parkinson í Bretlandi. Logi vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi þáttanna. Í þeirri vinnu hefur hann meðal annars notið leiðsagnar góðvinar síns, Gísla Marteins Baldurssonar borgarfull- trúa. „Við Gísli erum náttúrlega mjög góðir vinir. Við höfum áður talað um svona hluti og hann hefur gefið mér góð ráð. Það er ekki slæmt að geta leitað til Gísla, sem er frábær sjónvarps- maður og gerði svona þátt í mörg ár. Þó ekki væri nema til að hann geti sagt mér að einhver sé ömurlegur viðmælandi,“ segir Logi og glottir. Á þeim nótum er Logi spurður hvort hann sé byrjaður að bóka viðmæl- endur í þáttinn. „Ég veit alla vega hverja ég vil fá þótt ég sé ekki byrjaður að bóka neinn. Eina krafan sem ég geri er að fólk sé skemmtilegt þannig að ef ég vil tala við einhvern, þá geri ég það. Sumir eru alltaf að kvarta yfir því að í svona þáttum sé alltaf sama fólkið, bara popparar sem eru að gefa út plötur eða þess háttar. Það er nú einmitt ástæðan fyrir því að talað er við þetta fólk, það er ekkert sniðugt að tala við fólk sem er ekki að gera neitt.“ Fyrsti þátturinn af Logi í beinni fer í loftið 19. október næstkomandi. Stjórnandinn segist spenntur fyrir þessu verkefni og sérstaklega því að vera í beinni útsendingu. „Já, það hentar mér mjög vel. Þá er líka ekk- ert vesen og ekkert verið að draga hlutina með upptökum. En um leið er enn meiri pressa á að þetta gangi allt,“ segir Logi. Hann er að síðustu spurður hvort hann telji sig nógu skemmtilegan til að stjórna svona þætti. „Nei, það held ég nú ekki. Það góða er að ég skipti engu máli, það eru gestirnir sem eiga að vera skemmtilegir. Það er ekki eins og ég ætli að byrja alla þættina á einhverri einræðu.“ Ingvar E. Sigurðsson hefur tekið að sér hlutverk ráðs- mannsins í óperunni Adriane eftir Richard Strauss sem frumsýnd verður 4. október. Áhorfendur fá þó ekki að njóta sönghæfileika Ingvars en hann fer með eina talhlutverkið í uppfærslunni. „Strauss skrifaði þetta svona og þetta þykir mjög sérstakt,“ segir Ingvar en til að aðgreina hann enn frekar frá óperusöngvurunum talar leikarinn íslensku en söngurinn fer fram á þýsku. „Ég held að þetta verði bara skemmtilegt og vona að þetta gangi bara upp,“ segir Ingvar. Ingvar er sjálfur ekki mikill óperu- unnandi en viðurkennir þó að hann eigi nokkrar óperur á geisladisk heima hjá sér og segist hafa unun af fallegum söng. Velgengni Mýrarinnar hefur varla farið framhjá nokkrum manni en þar er Ingvar í aðalhlutverki. Hann kvaðst eiginlega vera hálf undrandi á þessu öllu saman. „Maður batt einhvern veginn allar sínar vonir við Ísland og þetta hefur því komið þægilega á óvart.“ Ingvar bíður þó enn eftir gylliboðum að utan. „Það kom mér samt í opna skjöldu að fólk skyldi enn þá muna eftir manni úr öðrum verkum og það er mjög gaman að finna að íslenskar kvikmyndir og íslenskir leikarar séu öðrum minnisstæðir.“ Ingvar í Íslensku óperunni Franski fiðluleikarinn Gilles Apap mun sækja landið heim í byrjun október á vegum Hjörleifs Vals- sonar. Fiðluleikarinn mun spila á fimm tónleikum, tveimur á Ísafirði, einum í Akureyrarkirkju og svo loks tveimur í Grafarvogskirkju. Hjörleifur sjálfur hefur veg og vanda af komu hans en Apap þykir einn fremsti fiðluleik- ari heims um þess- ar mundir og gekk Yehudi Menuhin jafnvel svo langt að kalla hann „fiðluleikara 21. aldarinnar“.Apap þykir um margt sérstakur en hann býr við strendur Kaliforníu og milli þess sem hann leikur á strengja- hljóðfærið sitt stendur hann á brimbrettinu og nýtur síns einfalda lífs. Gott málefni verður haft til hlið- sjónar á þessum fimm tónleikum og mun allur aðgangseyrir tónleik- anna í Reykjavík renna til Ofbeldis- sjóðs Unifem, málefnis sem er Hjörleifi sérstaklega hugfólgið en hann segir kominn tíma til að vekja athygli á þessu máli. „Þetta er alveg ferlega dýrt en ég er með breitt bak,“ segir Hjör- leifur þegar Fréttablaðið hafði tal af honum, en hann er í barn- eignarleyfi um þessar mundir og nýtur lífsins með erfingjanum. „Sjóvá mun styrkja okkur að einhverju leyti og svo hefur flug- félagið Ernir boðið fram aðstoð sína,“ útskýrir Hjör- leifur en það mun meðal annars fljúga með tón- listarmennina til og frá Ísafirði, frítt. Sérstakur verndari þessa viða- mikla verkefnis er Ingunn Werners- dóttir en hún keypti einmitt Stradivarius-fiðluna sem Hjörleifur spilar alla jafnan á. Góðhjartaðir fiðlu- leikarar gefa af sér Endurtekið Eurovisiontap sár vonbrigði aðalstyrktaraðili: DAGSKRÁ: KL. 12 - 14 UMRÆÐA UM HANDRITAGERÐ MEÐ OTTÓ G. BORG (ASTRÓPÍA) KL. 14 - 16 STUTTMYNDAKEPPNI LJÓSVAKALJÓÐA 5-8 VALDAR STUTTMYNDIR SÝNDAR REGLUR: ALDUR: 15-25 ÁRA LENGD: UNDIR 20 MÍN. MYND EKKI ELDRI EN 1 ÁRS MYND SÝND Á ÁBYRGÐ KEPPENDA SKIL: MINIDV EÐA DVD ÁSAMT ALMENNUM UPPLÝSINGUM SENDIST Á ZIK ZAK FILMWORKS, HVERFISGÖTU 14A, 101 REYKJAVÍK WWW.LJOSVAKALJOD.IS SKILAFRESTUR ER ÞRIÐJUDAGINN 25. SEPTEMBER 100.000 KR. FYRIR BESTU MYND TJARNARBÍÓI LAUGARDAGINN 29. SEPT KL. 12:00 - 16:00 SKILAFRESTUR 2 DAGAR ÓKEYPIS AÐGANGUR STUTTMYNDAKEPPNIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.