Fréttablaðið - 26.09.2007, Side 1

Fréttablaðið - 26.09.2007, Side 1
Á sitt annað heimili í Campoamor á Spáni Ilmandi kaffibolli á veröndinni. Útsýni yfir gamalt spænskt fjallaþorp. Merlandi máni á Miðjarðarhafinu. Hoppandi gleði yfir lágum matarreikningi vikunnar. Sól, hvíld og friður; í eigin húsi við ströndina.Ekkert lát er á aðdráttarafli Spánar á íslenska sól- dýrkendur. „Ætli við séum ekki búin að fara tíu sinnum á árinu, í samtals tíu vikur. Það er einfaldlega dásam legt að eiga sitt heimili á Spáni fkaffið á Mahersol sem starfað hefur í byggingariðnaði á Spáni við góðan orðstír frá 1966.„Það skiptir miklu að rasa ekki um ráð fram þegar maður kaupir sér fasteign á Spáni. Eignin verður að vera þannig staðsett að hún mæti kröfum manns og draumum. Fólk verður að vera meðvitað um hvar það kaupir og möguleika á endursölu. Ef kaupandi ætlar að flytjast búferlum finnum við stað þar sem fólk hefur líka vetursetu í stað þess að selja eig i í sem breytast í dra þ PUMA GERVIGRASBUXUR Verð áður: 3.990Stærðir: 116–164 Vesturlandsvegur ReykjavíkMosfellsbær Húsasmiðjan Nóatún Toppskórinn Margt Smátt Vínlandsleið Sport OutletVínlandsleið 2–4, efri hæð Grafarholt Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig?Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband! Auglýsing FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Hlaðborðið svignar Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík27. SEPTEMBER7. OKTÓBER2007 DAGSKRÁ www.riff.is Geymið dagskrána Hlaðborðið svignar Upplýsingamiðstöð í Hressó, Opið 11-20. Sími 615-3070 Hátíðin fer fram í Regnboganum, Háskólabíói, Tjarnarbíói og Norræna húsinu. Miðasala á riff.Is Öll verkin á sýningu listmálarans Eggerts Pétursson- ar í Gallerí i8, 100 myndir, seld- ust upp á einum degi. Á sýning- unni eru eitt hundrað verk eftir Eggert, sem er þekktur fyrir málverk sín af íslenskri flóru. Hannes Sigurðsson listfræð- ingur telur að um sölumet sé að ræða. „Ég held að það sé ekki einsdæmi að sýning hafi selst upp á einum degi. Ég veit að það gerðist á Mokka fyrir nokkrum árum, og held að það hafi gerst á öðrum stöðum. Með tilliti til fjölda mynda held ég samt sem áður að þetta sé met,“ sagði Hannes. „Hins vegar eru þær ekki margar sýningarnar með meira en hundrað myndum,“ bætti hann við. Málverk Eggerts hafa notið mikillar hylli og segir hann í samtali við Fréttablaðið að það hafi vart komið á óvart að mynd- irnar hafi allar selst. „Þær voru eiginlega seldar fyrir, það höfðu svo margir beðið eftir myndum. Listinn var orðinn langur, og hann lengist nú bara ef eitthvað er,“ sagði listmálarinn. Ekki fékkst uppgefið hvert samanlagt söluverð var en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hleypur það á tugum milljóna. „Við höfum orðið vör við að fólk reyni að fá innlögn á sjúkrahús í stað þess að nýta sér þjónustu á dagtíma,“ segir Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabanda- lagsins. Ástæðuna fyrir því segir Sigursteinn vera þá að innlögn er sjúklingnum að kostn- aðarlausu en dagþjónustan getur hlaupið á tugum þúsunda. „Það er alveg stórskaðlegt þegar menn hafa hvata til þess að nýta sér dýrari þjónustu en nauðsynleg er,“ segir Pétur Blöndal alþingis- maður. Sigursteinn og Pétur eru sammála um að fyrirkomulagið sé líklegt til að auka kostnað við rekstur alls heilbrigðiskerfisins. „Ég veit til þess að mörgum starfsmönnum heilbrigðis- þjónustunnar svíður að rukka fólk, sem oft hefur lítið milli handanna, um háar upphæðir. Því taka þeir fremur ákvörðun um að leggja það inn til að hlífa því við kostnaði,“ segir Sigursteinn. Leggur hann til að öll gjaldtaka fyrir heilbrigðisþjónustu verið lögð niður. Það tryggi aðgang allra að þjónustunni, óháð efnahag, auk þess sem komið hafi í ljós að hallarekstur heilbrigðiskerfisins hafi stór- aukist eftir að gjaldtöku var komið á. Pétur telur gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu þó óheppilega leið. Hann tekur hins vegar heilshugar undir ábendingar Sigursteins um að vissar kerfisvillur séu innan heilbrigðis- þjónustunnar sem nauðsynlegt sé að lagfæra. „Það er auðvitað ákveðin tilhneiging hjá öllu góðhjörtuðu fólki, til dæmis læknum, að reyna að koma fólki undan því að greiða há gjöld. Það getur orðið til þess að þeir grípi til ónauðsynlegra og dýrra úrræða, eins og inn- lagnar á spítala,“ segir Pétur. Reikna má með því að eitt sjúkrarúm á Landspítalanum kosti ekki minna en sextíu þúsund krónur á sólar- hring. Á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að ein- falda þátttöku almennings í kostnaði við heil- brigðisþjónustuna. Pétur segist ekki tilbúinn til að segja hvenær úrbóta megi vænta. Kerf- ið sé „óhemju flókið og er það vægt til orða tekið“, segir Pétur. Áður en einföldun á því geti hafist þurfi að kortleggja það. „Markmiðið verður svo að jafna greiðsluþátttöku fólks og létta hana gagnvart þeim sem nú þegar þurfa að borga mikið,“ segir Pétur. Spara á dýrari lækningum Hallarekstur heilbrigðiskerfisins hefur aukist eftir að gjaldtaka hófst. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir það stórskaðlegt að kerfið hvetji í rauninni til þess að dýr og ónauðsynleg þjónusta sé nýtt. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, vill fella niður gjaldtöku fyrir opinbera þjónustu. Samstarf fyrir- tækjanna NTC og Haga í sölu tískufatnaðar á Íslandi verður hugsanlega tekið skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu að sögn Guðmundar Sigurðssonar aðstoðarfor- stjóra. Fyrirtækin tvö ráða yfir verslunum á borð við Debenhams og Sautján og eru samanlagt talin hafa 75 prósenta markaðshlutdeild. Samstarfið felst í því að NTC opnaði nýverið í Debenhams í Smáralind sérstaka deild fyrir mörg vinsælustu vörumerkin. Debenhams er í eigu Haga. Svava Johansen, eigandi NTC, segir fyrirtæki sitt einfaldlega hafa tekið pláss á leigu hjá Högum. „Mér þætti mjög einkennilegt ef samkeppnisyfir- völd hefðu eitthvað við það að athuga,“ segir Svava. Skoða samstarf tískuveldanna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.