Fréttablaðið - 26.09.2007, Qupperneq 14
greinar@frettabladid.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Síðan Frakkar kusu Sarkozy í embætti forseta hafa þeir
ekki haft neinn frið til að gleyma
því og hugsa um annað, því
Sarkozy er alls staðar og alltaf,
hann er sýknt og heilagt í öllum
fjölmiðlum, hvert sem höfði er
snúið.
Þegar hann fór í sumarfrí til
eyjar við Atlantshafsströnd
Bandaríkjanna nokkrum vikum
eftir að kosningar vorsins voru
afstaðnar, vonuðust menn líka til
að fá eitthvert frí frá honum, en
það fór á aðra leið. Ekki kom
dagur án þess að fjölmiðlar
greindu frá því að hann hefði
skrifað bréf, látið frá sér fara
yfirlýsingu, lent í handalögmál-
um við papparassa eða snætt
hádegisverð með Bandaríkjafor-
seta. Svo andaðist erkibiskupinn
fyrrverandi af París, þá sögðu
fjölmiðlar frá því að Sarkozy
hefði skrifað samúðarbréf, síðan
að hann hefði tilkynnt að hann
myndi koma sjálfur í jarðarför-
ina, tekið flugvél til Parísar, setið
við messu í Vorrarfrúarkirkju og
flogið aftur til Bandaríkjanna.
þannig leið vika eftir viku. Einu
sinni var það í fréttunum, að
þann dag hefði Sarkozy ekki gert
nokkurn skapaðan hlut og var frá
því skýrt ítarlega og í löngu máli;
talið var upp allt sem hann hefði
ekki gert, og var það löng þula.
Að lokum kom Sarkozy aftur til
Frakklands, „eins og hvirfil-
bylur“ sögðu blöð, og lýsti því
yfir að fríinu væri lokið (hvaða
fríi? spurðu menn), nú skyldu
hendur látnar standa fram úr
ermum. Þá varð sviplegt slys við
strendur Bretaníuskaga,
flutningaskip sigldi á fiskiskip
og stímdi beint áfram. Skipstjór-
inn drukknaði en menn voru
reiðir og sögðu að hægt hefði
verið að bjarga honum ef
flutningaskipið hefði ekki flýtt
sér af slysstað. Skömmu síðar
var þetta skip kyrrsett í franskri
höfn, en áhöld voru um hvort
hægt yrði að draga skipstjórann
fyrir rétt í Frakklandi, þar sem
hann sigldi undir fána Bahama-
eyja eða einhvers álíka sjóveldis.
En hvað um það, allt í einu var
Sarkozy mættur við útför
skipstjórans sem drukknaði,
hann tók í höndina á ekkjunni og
gaf yfirlýsingu.
Svo var haldinn ríkisstjórnar-
fundur og ráðherrum sagt að
taka til óspilltra málanna. En í
hvert sinn sem sagt var frá
ákvörðun eða einhver sérstök
stefna boðuð var Sarkozy
mættur í fjölmiðlum með
boðskapinn. Ef fyrir kom að
viðeigandi ráðherra var á undan,
fékk hann umsvifalaust snuprur
hjá Sarkozy; stundum varð
ráðherrann að draga í land og éta
allt ofan í sig aftur. Forsætisráð-
herrann var hreinlega sniðgeng-
inn, enda lét Sarkozy þau orð
falla að hann ætti ekki að gera
annað en það sem honum væri
sagt. Sagt var að hann væri
farinn að velta því fyrir sér
hvort embætti hans hefði verið
lagt niður, en gleymst hefði að
segja honum frá því. A.m.k. var
svo að sjá að næstæðsti maður
ríkisins væri ekki lengur
forsætisráðherra heldur aðalrit-
ari forsetaembættisins, sem
einnig var senditík forsetans og
sagði ráðherrum fyrir verkum.
Hann var eins og Daníel dyra-
vörður í dómsmálaráðuneytinu í
Reykjavík forðum daga, og því
hefðu ráðherrarnir frönsku
getað raulað eins og þá var
gert:„Hver veit nær sorgar
hefjast él/hver veit nær söðlar
Daníel.“
Sífellt bættist við þau afrek
Sarkozys sem voru aðalfréttin á
forsíðu: þegar allt var enn komið
í hnút með stjórnarskrárnefnu
Evrópu flaug hann til Berlínar og
bjargaði málinu, hann kom því til
leiðar að Líbýumenn slepptu
hinum langþjáðu búlgörsku
hjúkrunarkonum og sendi konu
sína til Trípólí til að sækja þær,
hann sagði Angelu Merkel fyrir
verkum... Sarkozy er alnálægur,
hann er uppi og niðri og þar í
miðju.
Undan öllum þessum ósköpum
er franskur almenningur að
kikna. Og nú fyrir skömmu
bárust þau tíðindi að sett hefðu
verið á fót samtök sem ætluðu að
berjast fyrir því að landsmenn
fengju „einn dag án Sarkozys“.
Stefnt var að því að fyrir valinu
yrði 30. nóvember, en þá er ár
liðið síðan Sarkozy lýsti yfir
framboði sínu. Þann dag skyldi
hann sem sé ekki nefndur í
neinum fjölmiðli, hvorki til ills
né góðs, ekki skyldi fara frá
fréttastofum ein einasta mynd,
né heldur orð eða lína um
gjörningar hans. Menn fengju að
hvíla sig í algerri kyrrð.
Ólíklegt er að þetta nái fram
að ganga. En ef svo skyldi verða,
er líklegt að forsetinn fari fram á
eitthvað í sárabætur, og þá er
kannske huggun fyrir hann að
næsta ár er einum degi fleira, þá
er hlaupár.
Dagur án Sarkó
Fréttablaðið segir í gær að austur-rískur starfsmaður í bakaríi hafi
orðið fyrir því að fólk gengur út af því
þar er ekki töluð íslenska. Henni finnst
þetta niðurlægjandi.
Í leiðara blaðsins segir að umheimur-
inn sé kominn til Íslands, og við því
megi ekki bregðast með svona geð-
vonsku og leiðindum.
Alveg rétt hjá Einari Skúlasyni í Alþjóðahúsinu
að við sem kaupum brauðið eigum miklu frekar að
vera vinsamleg og hjálpa starfsmanninum að læra
nokkur orð. Kannski ætti eigandi Sandholtsbakarís
líka að hjálpa afgreiðslufólkinu sínu með íslensk-
una?
Ég held samt að til lengdar dugi ekki að yppta
öxlum einsog ritstjórinn gerir, og raunar ýmsir
fleiri: Nú eru upprunnir enskutímar, og þeir sem
ekki una því eru bara fýlupúkar og eftirlegu-
kindur. Enskutímar eru uppi víða um heiminn,
einkum á okkar slóðum. Samt finnst mér ólíklegt
að Austurríkismenn tækju því vel að þurfa að
kaupa sér vínarbrauð á útlensku. Eða
sjáiði fyrir ykkur Parísarbúa í bakaríi að
þýða tarte aux fraises eða millefeuille á
ensku?
Útlendingar eru við störf um gervalla
Evrópu, þar á meðal afgreiðslustörf.
Alstaðar er þó gert ráð fyrir því að í
almennum samskiptum – úti í búð eða
inni í banka – sé töluð heimatunga við
heimamenn. Erlent fólk við afgreiðslu
kann í heimamálinu það sem til þarf.
Raunar má leiða að því ágæt rök að
það sé réttur borgaranna að vera
þjónustaðir á því opinbera máli sem gildir á
hverjum stað. Af hverju er Ísland hér undan-
tekning? Vegna þess að við erum öll svo tvítyngd?
Eða af því íslenska er svo útbreidd og fjölmenn að
um hana þarf ekkert að hugsa?
Við skulum sannarlega fara út í bakarí með bros
á vör. En við eigum líka – bæði síbúar og ekki
síður nýbúar sem margir leggja hart að sér við að
læra málið – að ætlast til að geta talað íslensku á
Íslandi. Það á ekki að niðurlægja einn né neinn.
Höfundur er áhugamaður um brauð og bakkelsi.
Að kaupa snúð á ensku
V
inna barna þótti til skamms tíma sjálfsögð í íslensku
samfélagi. Langt fram eftir síðustu öld var alsiða að
þau ynnu erfiðisvinnu, jafnvel þannig að af hlaust
heilsutjón.
Síðastliðinn áratug hefur í vaxandi mæli verið
sett spurningarmerki við vinnu barna. Æ fleiri ákvæði í lögum,
reglugerðum og samþykktum eru einnig sett til að draga úr
vinnu barna og verja þau gegn því að vinna störf sem þau hafa
ekki þroska til að sinna.
Svo virðist þó sem ríkjandi atvinnuástand, með gríðarlegri
eftirspurn eftir starfsfólki, hafi leitt til bakslags í þessari
þróun. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að í Ikea starfa börn allt
niður í fjórtán ára aldur og hafa, í undantekningartilvikum þó,
verið látin afgreiða á kassa þó að það sé beinlínis bannað þegar
um svo ung börn er að ræða. Hins vegar er ekki bannað að börn
beri ábyrgð á sér yngri börnum og því hafa börnin í Ikea verið
höfð í barnapössun. Það sama er uppi á teningnum í Bónus á
Egilsstöðum, þar sem yngstu börnin við afgreiðslukassana eru
fjórtán ára, og væntanlega einnig í öðrum verslunum víða um
land.
Þetta er afleiðing þess að ákaflega víða vantar fólk til starfa,
líka í störf sem til skamms tíma hefur verið veruleg eftirspurn
eftir. Manneklan er þó alltaf mest þar sem lægst eru launin.
Varla líður dagur án frétta af manneklu í umönnunarstörfum
og við neytendum blasir vandinn í verslunum og á kaffihús-
um, svo dæmi séu tekin. Algengt er orðið að þar megi lesa
orðsendingar þar sem beðið er afsökunar á skertri þjónustu
vegna manneklu.
Því er það svo að sækist börn eftir vinnu og foreldrar þeirra
veita samþykki sitt er eftirleikurinn auðveldur. Forráðamenn
barna verða þó að staldra við áður en látið er undan þrýstingi.
Börn eiga að fá að vera börn. Þau verða að geta stundað
skólann sinn og hafa lausan tíma til að leika sér og iðka
tómstundir. Réttur barna til að halda í barnæsku sína er meðal
annars varinn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem
Íslendingar eru aðilar að.
Vinna barna kemur iðulega niður á námi þeirra. Um þetta
vitnar skólafólk. Börn sem vinna með skóla sinna heimanámi
sínu verr og eru þreyttari í skólanum en hin sem ekki stunda
vinnu.
Einnig verður að hafa í huga að leggja ekki vinnu á börn sem
þau hafa ekki þroska til að sinna, hvort heldur andlegan eða
líkamlegan.
Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum allt til átján ára
aldurs. Þeir verða að axla þá ábyrgð og meta hvort hollt sé
fyrir barn þeirra að stunda vinnu, hvort nám þess beri af því
skaða og hvort frítími og tómstundaiðkun skerðist um of.
Þrýstingurinn getur verið mikill en ábyrgt foreldri kann að
segja nei.
Atvinnuþátttaka
barna eykst á ný