Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 18
Mjög misjafnt er hversu vel fólki gengur að
selja notaða bíla og gjarnan er talað um að
ákveðnar tegundir bíla séu betri en aðrar í
endursölu. Toyotan hefur notið mikilla vin-
sælda undanfarin ár og virðist enn vera auð-
veldust í endursölu hér á landi.
Axel Bergmann í Bílabankanum segir ekki nokkurn
vafa á því að Toyotan sé best í endursölu. „Við erum
með allar tegundir bíla í umboðssölu en það er mest
leitað eftir Toyota-bílunum. Land Cruiser er til
dæmis mjög góður sölubíll eins og aðrir frá Toyota,“
segir Axel. Hann bætir við að Subaru og Skoda
Octavia séu líka fínir sölubílar ef hægt sé að tiltaka
einhverjar tegundir á eftir Toyota-bílunum. „Auð-
vitað fer það alltaf eftir því hvað bílar eru mikið
keyrðir og annað slíkt hvort þeir seljast fljótt eða
ekki.“
Axel segir bílakaup ekki sveiflast eins mikið eftir
árstímum og áður var. „Sumarið er náttúrulega allt-
af best, frá maí fram í ágústlok. Október er oft mjög
góður mánuður, nóvember er rólegur en svo getur
salan tekið aðeins við sér í desember aftur.“
Spurður hvort það sé áberandi að bílar á bílasöl-
um séu að yngjast, segir Axel: „Já, það er rétt og
bílasölurnar eru yfirleitt ekki með mjög gamla bíla
til sölu. Bílar á verðbilinu 100-300 þúsund krónur
fara mest í gegnum Fréttablaðið. Það er líklega út
af sölulaununum því þau eru yfirleitt um 3,5 pró-
sent af söluverði bílsins auk virðisaukaskatts en þó
aldrei minna en 45.000 krónur.“ Hann bendir þó á að
innifalið í sölulaununum sé tilkynningin, eigenda-
skiptin, veðbókarvottorð og annað tilheyrandi.
Toyota best í endursölu
Hugmyndin að Toyota iQ, sem
sýndur var á bílasýningunni í
Frankfurt, hróflar við viðtekinni
hönnun smábíla af því að bíll-
inn er agnarsmár en rúmgóður
og búinn viðurkenndum gæðum
og eiginleikum.
iQ er fram úr hófi fyrirferðarlítð
ökutæki sem er fullkomlega hannað
fyrir lífsstíl nútímamannsins sem
lifir í þéttbýli, um leið og bíllinn
mætir æ strangari kröfum um
umhverfisvæn farartæki. Þessi lag-
legi smábíll var hannaðar af ED2,
hönnunarstúdíói Toyota í Suður-
Frakklandi og fylgdi lögmálum Toy-
ota í hvívetna; hann er kröftugur,
skynsamlegur, nútímalegur og
hefur skýran tilgang og hlutverk.
iQ er heimsins minnsti fjögurra
sæta bíll og vantar tvo sentimetrar
í þrjá metra á lengd. Hann er
425mm styttri en Aygo, en sam-
bærilegur Yaris í breidd og hæð.
Vel fer um þrjá fullorðna í bílnum
og eitt barn, en auk þess má nota
fjórða sætið til að stækka farangurs-
rýmið.
Minnsti smábíll veraldar
Hlekkurinn milli bíls og mótor-
hjóls kallast Carver.
Fyrir fjórum árum fór Jeremy
Clarkson, þáttastjórnandi Top
Gear á BBC, í það sem hann sór að
hefði verið skemmtilegasta öku-
ferð lífs síns. Ferðin var farin á
undarlegu apparati, einhverju
sem kalla má afkvæmi bifreiðar
og mótorhjóls, en ökutækið heitir
Carver. Eftir ferðina sagði Jer-
emy orðrétt:
„Ég verð að segja, tíu fingur
upp til guðs, að ég hef aldrei
skemmt mér svona vel í bíl, það er
hverju orði sannara og ég held að
ég muni aldrei fá nóg af honum.“
En hvað er það sem gerir þetta
ökutæki svona skemmtilegt? Jú,
Carverinn sameinar það besta úr
báðum heimum. Lipurð mótor-
hjólsins og þægindi bílsins ásamt
öryggi sem kemur í kjölfar háþró-
aðs jafnvægiskerfis sem er að öllu
leyti sjálfvirkt.
Allir sem hafa almenn ökuréttindi
geta ekið þessum bíl en hæst
kemst hann 185 kílómetra á
klukkustund. Þetta segir okkur að
hann er hægfara miðað við flest
mótorhjól en sambærilegur miðl-
ungsfjölskyldubíl, Toyota Camry
hefur til dæmis svipað hraðahá-
mark.
Fyrsta útgáfa bílsins var sýnd
hinn sjöunda mars síðastliðinn á
bílasýningu í Genf, en hann er
hannaður og markaðssettur af
Carver Europe í Hollandi.
Skemmtilegt skoffín
Tjón sem rekja má til falsaðra
varahluta nemur milljörðum
Bandaríkjadala á ári hverju
og er vaxandi vandamál um
heim allan.
Sala á fölsuðum varahlutum í bíla er
vaxandi vandamál. Þetta eru aðal-
lega ódýrar og lélegar eftirlíkingar
frá Kína og oft er verið að búa til
bremsuklossa og tímareimar. Tekju-
tap viðurkenndra framleiðenda er
mikið en er þó einungis talið vera
hluti af því gríðarlega tjóni sem
ónýtir varahlutir valda bifreiðaeig-
endum.
Að útliti til skera fölsuðu hlutirnir
sig almennt ekki úr, hvorki hvað
varðar vörumerki eða umbúðir en
hins vegar kosta þeir yfirleitt ekki
nema fjórðung til helming af því
verði sem viðurkenndir hlutir fara
á. Mikill munur er á gæðum og end-
ingu og hafa prófanir leitt í ljós að
fölsuðu varahlutirnir endast tvisvar
til þrisvar sinnum skemur en hinir
viðurkenndu. Öryggi bíla með fals-
aða varahluti er auk þess mun
minna.
Varasamir
varahlutir
Japan/U.S.A.
STÝRISENDAR,
SPINDILKÚLUR
OG FÓÐRINGAR
í jeppa í miklu úrvali
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
F
í
t
o
n
/
S
Í
A