Fréttablaðið - 26.09.2007, Qupperneq 34
Ég þreytist ekki á
að dásama feg-
urðina í því hvað
fólk getur verið
ólíkt. Ég veit ekki
hvaða árátta það
er sem gerir það
að verkum að
maður er statt og
stöðugt gramsandi í ímynduðum
föndurkassa í leit að viðeigandi
merkimiða fyrir nýja meðlimi í
persónugalleríi hversdagsins. Eins
og ég hef marglofað sjálfri mér að
hætta því að skipa fólki á bása í
höfðinu á mér stend ég mig samt
iðulega að því að reyna að troða
beljum á kálfabása og gefa nautum
mjólkurbland. Svona til að misnota
myndmálið algjörlega.
Alveg frá því að vinkona mín í
menntaskóla kom út úr skápnum
sem mikill aðdáandi Backstreet
Boys, sem í mínum vinahópi þótti
hámark ósmekklegheitanna, hef ég
dáðst að fólki sem þorir að bara
vera, þó að öðrum finnist algert
ósamræmi í skoðunum eða lífshátt-
um þeirra.
Af því að mér þykir þetta svo
agalega heillandi, hvað fólk á sér
margar hliðar, á ég erfitt með að
skilja af hverju það skiptir suma
svo ótrúlega miklu máli að falla inn
í hópinn.
Oftar en ekki er talað um ungl-
inga í þessu samhengi, og vissulega
getur hópeðlið í þeim aldursflokki
verið afar sterkt. En það nær samt
sem áður svo miklu, miklu lengra:
þetta er uppspretta fótanuddtækja-
æða og jeppafaraldra og flat-
skjáafarsótta, eins og aðrir hafa
bent á á undan mér.
Það sem mér þykir verra er
þegar það fólk sem ekki fellur í
hópinn, sama hvort um er að ræða
meðvitaða viðleitni til að skera sig
úr eða ekki, er rakkað niður af
áfergju. Við getum verið svo
ofboðslega fljót að dæma.
Munum bara að jeppakarlinn
dreymir kannski um að hljóta
frægð og frama í samkvæmisdöns-
um, og uppreisnarsinnaða, bíllausa
konan gæfi kannski annan lopa-
peysuklæddan handlegginn fyrir
að fá að hitta Backstreet Boys. Það
eru margar hliðar á hverju máli, og
enn fleiri á hverri manneskju.
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d:
Ál
fe
lg
ur
og
þo
ku
ljó
s
1.729.000
XR
PEUGEOT
Umboðsaðilar: