Fréttablaðið - 26.09.2007, Síða 40
Langmest sótta myndin á Íslandi í dag Allir eiga sín leyndarmál.
Óvæntasti sálfræðitryllir ársins. Mynd í anda Clueless og Mean Girls.
Skemmtilegustu vinkonur í
heimi eru mættar.
www.SAMbio.is 575 8900
ÁLFABAKKA AKUREYRI
KEFLAVÍK
SELFOSSI
KRINGLUNNI
CUCK AND LARRY kl. 8 - 10:10 L
BRATZ THE MOVIE kl. 8 L
DISTURBIA kl. 10:10 12
CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30
MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 16
BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 L
DISTURBIA kl. 8 - 10:30 14
ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 - 10:10 L
ASTRÓPÍÁ kl. 6
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L
VIP
VIP
MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 16
BRATZ kl. 5:30 L
LICENSE TO WED kl. 6 - 8 7
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10 14
TRANSFORMERS kl. 10:30 10DIGITAL
BRATZ - THE MOVIE kl. 6 L
SHOOT ´EM UP kl. 8 -10 16
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
MR. BROOKS kl. 8 16
VACANCY kl. 10 16
KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 12
VEÐRAMÓT kl. 8 - 10:20 14
síðustu sýningar
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
16
16
14
14
12
14
14
CHUCK AND LARRY kl. 6 - 8 - 10.10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 6
HAIRSPRAY kl. 8
KNOCKED UP kl. 10.10
12
14
16
16
14
CHUCK AND LARRY kl. 5.40 - 8 - 10.20
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
ASTRÓPÍA kl. 6
BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10.30
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SHOOT´EM UP kl.6 - 8 - 10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl.6
VACANCY kl. 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10.20
SHOOT´EM UP kl. 6 - 8 - 10
SHOOT´EM UP LÚXUS kl. 4 - 6 - 8 - 10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 4 - 6
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30
VACANCY kl. 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40
KNOCKED UP kl. 8 - 10.40
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4
THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45
-A.F.B. Blaðið
- L.I.B., Topp5.is
STÓRSKEMMTILEGT
ÆVINTÝRI Í UNDIRDJÚPUNUM!
- bara lúxus
Sími: 553 2075
CHUCK & LARRY kl. 5.45, 8 og 10.20 12
HÁKARLABEITA ÍSL TAL kl. 6 600 kr. L
HAIRSPRAY kl. 5.45, 8 og 10.20 L
KNOCKED UP kl. 10.20 14
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á
Go Go Smear The Poison Ivy er
fjórða plata múm og sú fyrsta síðan
Summer Make Good kom út fyrir
þemur árum. Mannaskipan sveitar-
innar hefur breyst mikið á þessum
þremur árum. Kristín Anna Valtýs-
dóttir er hætt, en þeir Gunnar Örn
Tynes og Örvar Þóreyjarson Smára-
son eru enn lykilmenn. Auk þeirra
koma við sögu á plötunni þau
Eiríkur Orri Ólafsson, Samuli Kos-
minen, Hildur Guðnadóttir, Mr.
Silla og Ólöf Arnalds, en þær þrjár
síðasttöldu syngja á plötunni.
Hvort sem það er breyttri manna-
skipan eða einhverju öðru að þakka
þá hefur tónlist múm breyst mikið
frá síðustu plötu. Hljómsveitin var
upphaflega þekkt fyrir frekar lág-
stemmda og krúttlega raftónlist, en
hún hafði þróast töluvert frá fyrstu
plötunni til þeirrar þriðju. Á nýju
plötunni er raftónlistin á undan-
haldi og tónlistinni mætti lýsa sem
mjög margslunginni og metnaðar-
fullri blöndu af indí-rokki og þjóð-
lagatónlist með áhrifum víða að,
t.d. frá balkanskri tónlist og
evrópskri kvikmyndatónlist.
Hljóðfæraskipanin er mjög fjöl-
breytt. Blásturshljóðfæri eru
skemmtilega notuð, harmonikkan
er áberandi í nokkrum laganna og
strengir í öðrum og í staðinn fyrir
krúttlega hvíslsönginn hjá tvíbura-
systrunum er kominn fjölbreyttari
söngur og raddútsetningar.
Go Go Smear The Poison Ivy er
villt og lifandi plata. Eins og ill-
gresið sem hún er tileinkuð fer tón-
listin óhindruð út um víðan völl og
kemur sífellt á óvart. Maður hefur
á tilfinningunni að hún hafi verið
að gerjast og mótast fram á síðustu
stundu. Oft blandast hefðbundnu
hljóðfærin skemmtilega saman við
raftólin. Ágætt dæmi um það er
lagið A Little Bit Sometimes sem
byrjar lágstemmt á harmonikku og
píanói, en stigmagnast og endar á
bjöguðum rafbassa.
Go Go Smear The Poison Ivy er
ein af þessum plötum sem vaxa við
ítrekaða spilun. Hún er nógu marg-
slungin til þess að maður uppgötv-
ar eitthvað nýtt við hverja hlustun.
Lögin eru misgóð, en að er nógu
mikið að gerast á þessum rúmlega
40 mínútum til þess að heildar-
myndin verði nokkuð sterk.
Margslungin og metnaðarfull
Hljómsveitin Sprengjuhöllin held-
ur tvenna útgáfutónleika í næsta
mánuði til að fagna útkomu sinnar
fyrstu plötu, Tímarnir okkar. Upp-
tökustjóri var Valgeir Sigurðsson
sem hefur unnið mikið með Björk
á undanförnum árum.
Af plötunni hafa þegar heyrst
þrjú lög og hafa tvö þeirra, Verum
í sambandi og Glúmur náð efsta
sætum vinsældalista. Síðustu
mánuðir hafa verið farsælir fyrir
Sprengjuhöllina því sveitin hefur
fengið mikla útvarpsspilun, farið í
hringferð um landið, spilað á Arn-
arhóli 17. júní, á tónleikum Rásar
2 á menningarnótt og á Þjóðhátíð-
inni í Eyjum.
Á útgáfutónleikunum verður
hægt að kaupa nýju plötuna og
Sprengjuhallarboli á sérstöku
kynningarverði. Fyrri tónleikarn-
ir, sem verða í Austurbæ 12. okt-
óber, hefjast klukkan 21.00 og
hefst miðasala á hádegi í dag. Síð-
ari tónleikarnir, sem verða í Ketil-
húsinu á Akureyri kvöldið eftir,
hefjast klukkan 22.00. Verða miðar
á þá tónleika eingöngu seldir við
innganginn.
Nýrri plötu fagnað
Bretinn Newton Faulkner
hefur slegið í gegn með
sinni fyrstu plötu, Hand
Built By Robots. Platan
sigldi á topp breska breið-
skífulistans í ágúst, auk
þess sem smáskífulagið
Dream Catch Me hefur
slegið í gegn.
Næsta smáskífulag plötunnar, hið
hugljúfa All I Got sem kemur út í
næsta mánuði, þykir jafnframt lík-
legt til að festa Faulkner í sessi
sem einn efnilegasta tónlistar-
mann Breta.
Faulkner fæddist 11. janúar 1985 í
Surrey á Englandi og er því aðeins
rétt rúmlega tvítugur. Fimmtán
ára byrjaði hann að spila á gítar og
fyrsta hljómsveit hans var Green
Day-eftirhermusveit, þar sem
hann spilaði á bassa. Nokkru síðar
stofnaði hann fönk-rokksveitina
Half a Guy sem starfaði í tvö ár
þar til hún lagði upp laupana. Eftir
það ákvað Faulkner að treysta á
sjálfan sig sem trúbador undir
nafninu Newton Battenberg
Faulkner.
Á meðan jafnaldrar hans hlust-
uðu á The Strokes og The White
Stripes hlustaði Faulkner á gítar-
leikarana Gordon Giltrap og
Django Reinhardt og hljómsveit-
ina Presidents of the United States
of America. Á sínum yngri árum
naut hann jafnframt leiðsagnar
írska gítarmeistarans Erics Roche,
sem nú er látinn úr krabbameini.
Undir þessum áhrifum skapaði
hann sér fljótlega nafn sem fram-
bærilegur tónlistarmaður með
eyra fyrir góðum melódíum.
Útlit Faulkners þykir nokkuð sér-
stakt, enda er hann rauðhærður
með dredda í hárinu og skeggjaður.
„Ég las um fordóma fólks í garð
rauðhærðra um daginn,“ sagði
Faulkner. „Það er víst mjög mikil
umræða um þetta á meðal rauð-
hærðra. Maður heyrir um að þeir
líki ummælum fólks um háralit
sinn við kynþáttafordóma, en ég
hef ekki upplifað slíkt.“
Svo virðist samt sem útgáfu-
fyrirtæki hans Sony BGM vilji
gera sem minnst úr útliti hans því
engin mynd af honum prýðir
umslag nýju plötunnar. Málunum
er þveröfugt farið með kollega
hans Paolo Nutini, James Blunt og
James Morrison, sem Faulkner
hefur stundum verið líkt við. Nett
andlit þeirra fá að njóta sín vel á
þeirra plötum, enda talið að þeir
geti grætt meira á útlitinu en hinn
„skringilegi“ Faulkner.
Hvað sem útlitinu líður er ljóst að
Faulkner er orðinn afar vinsæll í
Bretlandi og kannski hefur þessi
sérstaða hans orðið til þess að
hann hefur fengið meiri umfjöllun
en ella.
Undanfarna mánuði hefur
Faulkner hitað upp fyrir James
Morrison, Paolo Nutini og John
Mayer auk þess sem hann söng við
góðar undirtektir á Glastonbury-
hátíðinni. Fram undan hjá kappan-
um er síðan fjöldi tónleika og er
hann í raun bókaður út allt árið,
bæði í Bretlandi og í mörgum
löndum Evrópu.