Fréttablaðið - 26.09.2007, Síða 46
„Þetta er mjög góður hópur. Það þýðir ekkert að
gera svona nema bara með toppliði,“ segir Björn
Brynjúlfur Björnsson, sem leikstýrir sjónvarps-
þáttaröðinni Mannaveiðar sem verður sýnd hjá
RÚV á næsta ári. Er hún byggð á bók
Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureld-
ingu, sem fjallar um rannsókn lög-
reglu á morði á gæsaskyttu.
Fjöldi þekktra leikara hefur
verið ráðinn til að leika í þáttun-
um, þar á meðal Hilmir Snær
Guðnason, María Ellingsen, Þröstur
Leó Gunnarsson, Gunnar Eyjólfsson,
Halla Vilhjálmsdóttir og Þórunn Lárus-
dóttir. Áður höfðu Gísli Örn Garðars-
son og Ólafur Darri Ólafsson tekið
að sér aðalhlutverkin. „Það hefur enginn afþakk-
að boð um að taka þátt í þessu. Þarna er mjög
mikið af skemmtilegum karakterum og þarna
sjá leikararnir tækifæri til að búa til eftirminni-
legar persónur. Sagan gerist á öllum stigum
þjóð- félagsins, hjá ríkum og fátæk-
um og í sveit og borg. Þessi
saga er mikill samfélags-
spegill og það finnst
mér mjög skemmtilegt
við hana,“ segir Björn.
Mannaveiðar er
fyrsta leikna sjón-
varpsþáttaröðin sem
Björn leikstýrir en
áður hefur hann gert Sönn
íslensk sakamál fyrir Ríkis-
sjónvarpið. „Þetta er fyrsta
skrefið hjá Sjónvarpinu því
þar er mikill áhugi á að gera
átak í því að búa til leikið
íslenskt sjónvarpsefni,“
segir Björn.
Fyrsti samlesturinn
fer fram í dag en tökur
hefjast í næsta mánuði
og fara þær fram víðs
vegar um landið.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Enginn afþakkar Mannaveiðar
Hafrún Alda Karlsdóttir er fastráð-
in hjá danska hönnuðinum Henrik
Vibskov, sem hefur notið mikilla
vinsælda hér á landi og um
heim allan á undanförnum
árum. Hún starfar við mark-
aðssetningu hjá Vibskov og
ferðast stórborga á milli í
þeim erindum. „Ég er að
aðstoða manninn sem
sér um söluna fyrir
merkið. Við förum út
um allt, til London,
París og New York, og setjum upp
„showroom“ með fötunum. Svo tek
ég á móti kaupendunum sem koma
frá búðunum til að versla,“
útskýrði Hafrún.
Hafrún var verslunarstjóri í
Spúútnik áður en hún fluttist af
landi brott og hefur því reynslu af
tískuheiminum. „Ég hef verið
meira og minna í þessu síðan ég
var átján ára að vinna í Morgan,“
sagði Hafrún, sem fluttist til
Kaupmannahafnar í júní á þessu
ári, eftir að hafa dvalist í París í
ár. „Ég ætlaði að fara að læra
frönsku, en endaði síðan á því
að vera að kaupa inn fyrir
Spúútnik,“ sagði hún og hló
við. Kærasta Hafrúnar leist
ekki á að búa í París og því varð
Kaupmannahöfn fyrir valinu.
„Ég var búin að vinna í „second-
hand“-búðum svo lengi að ég ákvað
að reyna að fara í eitthvað nýtt, yfir
í aðeins meiri tísku. Ég skellti inn
umsókn hjá Henrik Vibskov og mér
var boðið að koma í svona „intern“-
stöðu í þrjá mánuði. Svo var ég
ráðin í framhaldinu,“ útskýrði
Hafrún, sem er að vonum ánægð
með nýju vinnuna. „Þetta er mjög
fjölbreytt starf og ég fæ að ferðast
mikið, sem er alveg frábært,“ sagði
hún.
Hafrún vinnur fyrir Henrik Vibskov
„Við vorum þarna fimm til sex
félagar sem ætluðum að fara í
Þórsmörk en enduðum á stúku-
móti á Jaðri. Ég var valinn úr
hópi stráka í óopinbera fegurð-
arsamkeppni. Þarna löbbuðum
við eins og fífl og þurftum að
lesa upp ljóð. Þetta var einn af
þessum hápunktum í mínu lífi.“
Eitt hundrað myndir eftir listmál-
arann Eggert Pétursson, sem
mynda sýninguna 100 myndir í
Gallerí i8, seldust upp á einum degi.
Málverk Eggerts, þar sem flóra
Íslands er í aðalhlutverki, hafa
notið mikillar hylli, og langur bið-
listi eftir verkum hans.
Börkur Arnarson, annar eiganda
Gallerí i8 segir það ekki algengt að
sýning seljist upp á einum degi.
„Það hefur gerst, en það hafa verið
sýningar með kannski einu eða
tveimur verkum, þannig að það er
kannski erfitt að bera það saman.
Það er óvanalegra þegar það er
svona mikill fjöldi af myndum,“
sagði Börkur, sem vildi ekki gefa
neitt upp um söluverðið, en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er þar um að ræða tugi milljóna,
jafnvel allt að 80 milljónum króna.
Þær tölur hafa þó ekki fengist stað-
festar.
Eggert sjálfur segir það vart
hafa komið á óvart að myndirnar
hafi selst á fyrsta degi. „Þær voru
eiginlega seldar fyrir, það voru svo
margir búnir að vera að bíða eftir
myndum. Listinn var orðinn langur,
og hann lengist nú bara ef eitthvað
er,“ sagði hann. Eggert hefur áður
sagt að hann komist ekki yfir að
mála nema örfá verk á ári, enda
bera málverk hans vitni um mikla
nákvæmisvinnu.
„Ég hef verið að mála myndirnar
alveg frá því um áramót, en öll und-
irbúningsvinna er búin að standa
yfir lengi,“ útskýrði hann. „Þetta er
samt eitthvað sem ég byrjaði á með
því hugarfari að ég væri að mála
tvö verk. Þannig gat ég það, eins og
ég væri að gera tvær stórar mynd-
ir, og ekki hundrað. Annars hefði
þetta verið algjörlega óyfirstígan-
legt,“ sagði Eggert og hló við.
Minnstu myndirnar á sýningunni
eru tólf sinnum tólf sentímetrar, en
þær stærstu eru metri sinnum
metri.
Eggert kvaðst aðspurður ekki
vera orðinn moldríkur yfir nótt.
„Ég veit varla hvað þetta er ennþá,
ég er ekki farinn að reikna það
saman.
En ég hef nú frekar verið að
halda verðinu niðri en hitt,“ sagði
listmálarinn. Hann sagðist telja að
minnstu myndirnar hefðu farið á
um 100 þúsund krónur, en vísaði að
öðru leyti á Gallerí i8. Börkur Arn-
arson vildi ekki tjá sig um tekjur
vegna sýningarinnar.
Sýningin í Gallerí i8 stendur til
27. október. Undir lok hennar verð-
ur gefið út bókverk, með myndum
af sýningunni í raunstærð. „Þeir
sem ekki náðu í verk fá því kannski
einhverja sárabót í bókinni,“ sagði
Eggert kíminn.