Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 6
„Þessi dómur er þess eðlis að það er
nánast útilokað að við hann verði unað,“ sagði Einar
Gautur Steingrímsson, verjandi Róberts Árna
Hreiðarssonar héraðslögmanns, að lokinni dómsupp-
kvaðningu í gær.
Róbert Árni var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn
fjórum unglingsstúlkum á aldrinum 14 og 15 ára og
fyrir vörslu barnakláms.
Verjandinn telur að sakfellingarnar séu „allt, allt
of þungar miðað við dómafordæmi Hæstaréttar og
að héraðsdómarar hafi gengið allt, allt of langt.“
Ákæran á hendur lögmanninum var í níu liðum,
meðal annars fyrir að hafa tælt stúlkur til kynferðis-
maka gegn greiðslu.
Ein slík samskipti gengu þannig fyrir sig að
vinkona einnar stúlkunnar ræddi við „Rikka“, eitt
dulnefna Róberts á MSN-spjallrás á netinu. Rikki
þóttist vera sautján ára gamall piltur.
Stúlkan var þá talsvert ölvuð í samkvæmi og
vantaði þær vinkonur bílfar. Rikki tjáði þeim að
hann vissi um mann sem vildi skutla henni gegn
munnmökum.
Féllst stúlkan á þetta tilboð og sótti Róbert þær
klukkan fjögur að nóttu. Hún hafði við hann
munnmök á bílastæði BSÍ og hitti hann margsinnis
upp frá þessu og fékk greitt 10.000 til 20.000 krónur
fyrir hvert skipti. Á tímabili hittust þau daglega,
segir í dómsorði.
Stúlkan var vinafá, stóð höllum fæti félagslega og
neytti á þessum tíma fíkniefna. Róbert er sekur
fundinn um að hafa blekkt stúlkuna og nýtt sér
vitneskju um bága stöðu hennar og yfirburði sína
vegna aldurs-, þroska- og aðstöðumunar, til að koma
fram við hana vilja sínum.
Sækjandi í málinu var Kolbrún Sævarsdóttir. Hún
sagðist sátt við niðurstöðuna en „hefði viljað sjá
refsirammann fullnýttan, sem er fjögur ár“. Hún
kvaðst allt eins gera ráð fyrir því að Róbert áfrýjaði.
Verjandi Róberts vildi ekki staðfesta að áfrýjað
yrði. Hann sagði hins vegar að refsingar í réttarríki
ættu að miðast við brotafordæmi. Brotin varði mest
fjögurra ára fangelsi en Róbert fái refsingu á við
nauðgara. „Það er ekkert vit í þessu, ekki neitt.“
Róbert dvelst nú á Spáni og verjandinn segir að
„þessar samsæriskenningar í fjölmiðlum um að
hann sé að flýja land [séu] bara ekki réttar. Hann
kemur til Íslands, eins og aðrir sem koma úr fríi.“
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630
Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16
Stangveiði-
vörur 25–70%
AFS
LÁT
TUR
25–70% afsláttur af stangveiðivörum og búnaði.
Gríptu tækifærið og „græjaðu þig upp“.
HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA
ÞÚ FÆRÐ DECUBAL
Í NÆSTA APÓTEKI
Af 180 ríkjum heims
telst spilling „alvarleg“ í 131 ríki,
eða alls 73 prósentum. Þar af telst
spillingin „stjórnlaus“ í 75 ríkjum.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu stofnunarinn-
ar Transparency International.
Stofnunin gefur árlega út skýrslu
þar sem mat er lagt á umfang
spillingar í ríkjum heims.
Spilltustu ríki heimsins eru
Búrma og Sómalía með aðeins 1,4
stig þar sem tíu stig teljast fullt
hús og til marks um enga spill-
ingu. „Búrma er mjög gott dæmi
um það þegar spilling, fátækt og
kúgun skerast,“ sagði stjórnarfor-
maður stofnunarinnar, Huguette
Labelle, þegar skýrslan var kynnt
í London í gær.
Nýja-Sjáland, Danmörk og Finn-
land tróna á toppnum sem minnst
spilltu ríki heimsins með 9,4 stig
af tíu mögulegum. Í 4. til 5. sæti
eru Singapúr og Svíþjóð og Ísland
kemur næst í 6. sæti.
Norðurlöndin raða sér öll á topp
tíu þar sem Noregur er í 9. til 10.
sæti. Það Evrópuríki sem var neðst
á listanum var Hvíta-Rússland,
sem skipaði 150. til 162. sæti ásamt
ríkjum á borð við Síerra Leóne,
Simbabve og Kongó.
Skýrslan byggist á afstöðu
viðskiptamanna og greinenda til
spillingar í hverju ríki.
Stjórnlaus spilling í 75 ríkjum
Hefur þú verið afgreidd(ur)
í verslun af starfsmanni sem
talar ekki íslensku?
Finnst þér ástandið í miðborg-
inni betra eftir átak lögregl-
unnar?
Lögmaður áfrýjar
líklega dóminum
Verjandi Róberts Árna Hreiðarssonar telur þriggja ára fangelsisdóm óviðunandi
og ekki í samræmi við fordæmi Hæstaréttar. „Hefði viljað sjá refsirammann
fullnýttan,“ segir sækjandi. Róbert Árni er ekki að flýja land, að sögn verjanda.
Hvorki Einar Her-
mannsson né Kristján Möller
hyggjast aðhafast meira í deilu
vegna ummæla Kristjáns um
Einar, samkvæmt upplýsingum
frá lögmanni Einars og úr sam-
gönguráðuneytinu.
Niðurstaðan, ef einhver, er sú
að Kristján biðst afsökunar á því
að hafa nafngreint Einar einan
sem ábyrgan fyrir ógöngum við
kaup á Grímseyjarferjunni.
Þetta kveður lögmaður Einars,
Ragnar H. Hall, þó gert í skugga
lögsóknar, sem hafi verið boðuð
ráðherranum bréfleiðis. Kristján
hafi því ekki beðist afsökunar að
eigin frumkvæði, eins og hann
hafi látið í veðri vaka.
Lögmaður Kristjáns, Sigurður
G. Guðjónsson, svaraði bréfi
Ragnars og Einars þannig að ráð-
herra myndi ekki biðjast afsök-
unar, daginn áður en hann baðst
svo afsökunar.
Ragnar segist engar athuga-
semdir gera við að lögmaður utan
úr bæ, en ekki ráðuneytisins, hafi
séð um málið. „Það er ákvörðun
ráðherrans hverjum hann felur
að svara fyrir sig,“ segir hann.
Enginn innan samgönguráðu-
neytis vill tjá sig um málið. Sam-
kvæmt heimildum þaðan er þar
álit manna að í bréfinu hafi Einar
farið fram á að Kristján drægi til
baka ummæli sem hann hafi aldrei
látið falla. Ráðherra hefði, með
því að gera það, verið að ljúga. Því
hafi hann hafnað því.
Deilu Einars og Kristjáns lokið
Erkibiskup kaþólsku
kirkjunnar í Afríkuríkinu Mós-
ambík sagðist í samtali við
fréttastofu BBC telja að sumir
smokkar sem fluttir eru til Afríku
frá Evrópu væru viljandi sýktir af
HIV-veirunni „til þess að gera
fljótt út af við Afríkumenn“.
Erkibiskupinn, Francisco
Chimoio, sagði tvö Evrópulönd
standa á bak við þetta en neitaði að
segja hver þau væru.
Ummæli erkibiskupsins hafa
vakið reiði meðal fólks sem berst
fyrir aukinni fræðslu um eyðni og
gegn útbreiðslu sjúkdómsins. Talið
er að rúm sextán prósent Mósamb-
íka séu smitaðir af HIV.
Telur smokka
sýkta af HIV