Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 8
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra og
sendinefnd Íslands sátu setning-
arfund 62. allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna í New York
í fyrradag.
Ráðherra hefur átt tvíhliða
fundi með utanríkisráðherrum
auk óformlegra funda með ýmsu
forystufólki á þinginu í þeim
tilgangi meðal annars að kynna
framboð Íslands til öryggisráðs
SÞ.
Í gær hélt Ingibjörg Sólrún
erindi um utanríkisviðskipti
Íslands og Bandaríkjanna á fundi
íslensk-ameríska verslunarráðs-
ins.
Kynnir fram-
boð Íslands
Hvað heitir sjónvarpsþátta-
röðin sem byggð er á bókinni
Aftureldingu eftir Viktor Arnar
Ingólfsson?
Hver er framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna?
Hvað heitir nýjasta hljóm-
plata múm?
RV
U
ni
qu
e
08
07
04
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Lotus Professional
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
WC SmartOne statíf blátt
WC SmartOne statíf hvítt
3.982 kr.
1.865 kr.
Þú spar
ar bæð
i
pappír
og sápu
með
nýju Lo
tus Pro
fession
al
skömm
turunu
m
Lotus enMotion blár snertifrír skammtari
Lotus enMotion hvítur snertifrír skammtari
Lotus sápuskammtari Foam blár
Lotus sápuskammtari Foam hvítur
1.865 kr.
PÍTUBAKKI 2.390 kr.
ÁVAXTABAKKI
2.480 kr.
Vínber, melónur, ananas, appelsínur,
perur og fleiri gó›ir ávextir.
N†TT
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
*Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar.
Tikka masala kjúklingur,
jöklasalatog pítubrau›.
Reykt skinka, eggjasalat,
jöklasalat og pítubrau›.
Nánari uppl‡singar á somi.is
N†TT
Stjórnarherinn í Búrma
skaut í gær á hóp mótmælenda í
Rangún eftir að mannfjöldinn
varð ekki við skipunum hersins
um að dreifa sér. Um tíu þúsund
manns höfðu komið saman með
fjölmennan hóp búddamunka í
fararbroddi.
Bæði Evrópusambandið og
Bandaríkin fordæmdu aðgerðir
stjórnarinnar gegn mótmælend-
um og öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna bjó sig undir að fjalla
um málið strax í gærkvöld.
Mótmæli gegn ofríki herstjórnar-
innar hófust 19. ágúst og eru orðin
þau mestu frá því stjórnin barði
niður lýðræðishreyfingu í land-
inu árið 1988.
Herforingjastjórnin sendi í
gær frá sér yfirlýsingu þar sem
hún viðurkenndi að einn maður,
þrítugur að aldri, hefði orðið fyrir
byssuskoti og látist. Stjórnin
segir enn fremur að þrír aðrir
hafi særst, en ekki af völdum
byssuskota heldur í átökum.
Andófshópar fullyrtu hins
vegar að fimm manns hafi látist
af völdum byssuskota frá stjórn-
arhernum. Aðrir töluðu um að
fjöldi særða og fallinna hafi verið
nokkuð meiri.
Búddamunkar, sem njóta mik-
illar virðingar í landinu, hafa
verið í fararbroddi mótmælanna
frá því í byrjun síðustu viku og
hafa þeir daglega komið saman í
Rangún og fleiri borgum í Búrma.
Ástandið í Búrma hefur vakið
heimsathygli og meðal annars
verið til umræðu á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, sem
þessa dagana stendur yfir í New
York.
Gordon Brown, forsætisráð-
herra Bretlands, hvatti leiðtoga
herforingjastjórnarinnar til að
halda aftur af sér og láta mót-
mælendur í friði. „Allur heimur-
inn fylgist með,“ sagði hann við
blaðamenn í gær.
Herstjórnin hefur bannað allar
samkomur og sett á útgöngubann
að næturlagi. Í gær söfnuðust
engu að síður um tíu þúsund
manns saman við Shwedagon-
pagóðuna í Rangún og hugðust
ganga sem leið liggur að Sule-
pagóðunni, en herinn stöðvaði
gönguna á miðri leið.
Fleiri hópar mótmælenda komu
saman víða um borgina, en her-
menn reyndu jafnan að dreifa
mannfjöldanum.
Skemmdir voru unnar á bif-
reiðum og byggingum, en ekki
var ljóst hvort þar voru andófs-
menn að verki eða stuðningsmenn
stjórnarinnar.
Herstjórnin
beitir hörðu
Búrmastjórn beitti bæði skotvopnum og táragasi
á mótmælendur í gær. Harkaleg viðbrögð stjórnar-
innar hafa verið fordæmd á alþjóðavettvangi.
Allur heimurinn fylgist
með.
Einar Magnús Magnús-
son, upplýsingafulltrúi Umferðar-
stofu, vísar því á bug að hugmynd
að sjónvarpsauglýsingu sem
hvetur til bílbeltanotkunar sé
stolin. Aldrei hafi verið neitt laun-
ungarmál að Umferðarstofa studd-
ist við auglýsinguna „Heaven can
wait“, sem norska vegagerðin lét
gera fyrir nokkrum árum, og fékk
til þess leyfi.
Í auglýsingunni, sem nefnist
Notaðu bílbeltin, má sjá sálir stíga
upp til himna eftir banaslys í
umferðinni. Sál eins farþegans
kemst ekki upp vegna þess að
hann er með beltið spennt og því
kemst hann lífs af. Handrit norsku
auglýsingarinnar er hið sama, en
útfærslan er önnur.
„Það hefur sprottið upp
umræða í bloggheimum um að
við höfum stolið hugmyndinni að
auglýsingunni, og gengið svo
langt að saka auglýsingastofuna
okkar um óheiðarleg vinnu-
brögð,“ segir Einar.
„Þeir sem skrifuðu þetta hefðu
auðveldlega getað fundið það út,
til dæmis á heimasíðu okkar, að
við gerðum auglýsinguna eftir
fyrirmynd frá norsku vegagerð-
inni og fengum leyfi til að útfæra
hana fyrir íslenskar aðstæður.
Það er eins og menn haldi að það
megi segja hvað sem er á net-
inu.“
Rudy Giuliani, sem
sækist eftir forsetatilnefningu
repúblikanaflokksins, sætir
gagnrýni vegna fjáröflunarsam-
komu í gær þar
sem fólk var
beðið um að gefa
9,11 dollara til
kosningabaráttu
hans.
Giuliani var
borgarstjóri í
New York þegar
hryðjuverkaárás-
irnar á tvíbura-
turnana urðu þar
árið 2001 og
þykir sumum hann vera að nýta
sér það.
„Þetta er vanvirðing við
arfleifð þeirra þúsunda borgara
og 343 hugrökku slökkviliðs-
manna sem létust í árásinni,“
sagði forseti samtaka slökkviliðs-
manna, Harold Schaitberger.
BBC greinir frá.
Giuliani biður
um 9,11 dollara