Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.09.2007, Qupperneq 10
Héraðsdómur Reykja- víkur hafnaði í fyrradag kröfu Flugþjónustunnar á Keflavíkur- flugvelli, IGS, um að að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um misnotkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Nefndin hafði gert félag- inu að greiða 60 milljónir í sekt vegna samkeppnisbrota og hefur héraðsdómur nú fallist á það. Samkeppniseftirlitið komst að því í mars í fyrra að IGS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og gerði þeim að greiða 80 milljóna króna sekt. Brot IGS fólst í því að gerðir voru einka- kaupsamningar við tíu flugfélög sem lentu á Keflavíkurflugvelli og flugfélaginu LTU var gert samkeppnishamlandi tilboð. Fyrir- tækið Vallarvinir, sem þá starfaði á Keflavíkurflugvelli í samkeppni við IGS, fór halloka úr þeim viðskiptum. Þeim úrskurði var áfrýjað til áfrýjunarnefndar Samkeppnis- eftirlitsins, sem staðfesti niður- stöðuna en lækkaði sektina um tuttugu milljónir. IGS fór þá með málið fyrir dóm, sem nú hefur staðfest úrskurð áfrýjunar- nefndarinnar. Gunnar Olsen, framkvæmda- stjóri IGS, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. „En það gefur auga- leið að menn eru ekki sammála þessari niðurstöðu,“ segir hann. Flugþjónustan sektuð um 60 milljónir Hraðskreiðasti öku- maður sem tekinn hefur verið fyrir of hraðan akstur var í gær dæmdur í tíu vikna fangelsi eftir að hann mældist á 277 kílómetra hraða á fyrirtækisbíl sem hann hafði tekið án vitundar yfirmanns síns. Tim Brady, sem er 33 ára, hafði ítrekað verið neitað um að fá Porsche-bifreið lánaða á bíla- leigunni sem hann vann hjá áður en hann laumaðist til að taka hana. Fyrra metið átti bílasalinn Jason McAllister sem var tekinn á 251 kílómetra hraða árið 2003. Brady má ekki aka bifreið í þrjú ár og þarf að taka bílprófið á ný að þeim tíma liðnum. Mesti ökuníð- ingur Bretlands Ég ætlaði bara að fá mér fiðlu Það skiptir máli að spara á rétt um stað Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is *Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. ágúst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. „Maður heyrir stundum að það sem innflytjendur sakna helst er maturinn í heimalandi þeirra,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss. Einar segist þó sannfærður um að námskeið sem Alþjóðahús ætlar að bjóða upp á mánudaginn 8. október, í samvinnu við Mennta- skólann í Kópavogi, eigi strax eftir að fyllast. Á námskeiðinu verður kennd sláturgerð og eiga þeir sem á það fara að verða fullfærir í lifrar- pylsu- og blóðmörsgerð. „Íslend- ingar halda oft að slátur sé sérís- lenskur matur en svipuð afbrigði má reyndar finna í flestum löndum þar sem mikið er um sauðfjárrækt,“ segir Einar um þetta þjóðlega en þó alþjóðlega námskeið. Leiðtogi sértrúar- safnaðar í Utah í Bandaríkjunum var í gær sakfelldur fyrir aðild að nauðgun eftir að hafa neytt fjórtán ára stúlku til að giftast nítján ára frænda sínum. Kviðdómur hafnaði rökum verjanda um að málsóknin gegn Warren Jeffs væri trúarlegar ofsóknir. Stúlkan, sem er 21 árs í dag, segir málið ekki hafa snúist um trú heldur barnamisnotkun. Meðlimir safnaðarins iðka fjölkvæni og telja Jeffs spámann. Söfnuðurinn klauf sig frá mormónakirkjunni, sem hefur bannað fjölkvæni. Neydd til að giftast 14 ára „Það að þau hjón geti ekki sætt sig við nýtt deili- skipulag byggist að ég held ein- göngu á því að þau fengu ekki stækkun á sinni lóð, sem þau þó vissulega gátu fengið, bara ekki án greiðslu,“ segir Baldur Þór Bald- vinsson, formaður stjórnar Meistarafélags húsasmiða, eiganda Kiðjabergs í Grímsnesi. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær hafa hjónin Þórdís Tómas- dóttir og Þór Ingólfsson fengið fellt úr gildi nýlegt deiliskipulag fyrir frístundahús í Kiðjabergi. Að auki voru byggingarleyfi tveggja sumarhúsa næst sumarbústað þeirra hjóna afturkölluð og framkvæmdir við þau stöðvaðar. Auk athugasemda við skipulagið sögðust hjónin ósátt við að fá ekki að stækka lóð sína. Baldur Þór Baldvinsson segir hjónin hafa leigt 6.150 fermetra lóð og haft hana frá því 1990. Lóðirnar hafi verið misstórar og verðlagðar eftir stærð. Baldur segir að í árslok 2001 hafi verið ákveðið að stækka lóðirnar á viðkomandi svæði þar sem illa hafi gengið að koma þeim út. Að ósk hjónanna hafi verið ákveðið að stækka lóð þeirra verulega. For- maður Meistarafélags húsasmiða hafi heimsótt hjónin með uppdrátt að breytingunni. „Þau voru ánægð með að fá stækkun á lóð sinni en létu jafn- framt vita af því að þau væru ekki tilbúin að greiða neitt fyrir þetta viðbótarland, þetta yrði barasta skógrækt og þar af leiðandi þeirra framlag til að breyta landinu úr auðn í skóglendi. Hjónin vildu sem sagt stækkun á sínu landi, bara alls ekki greiða fyrir landið eins og allir aðrir,“ segir Baldur, sem kveður að þar með hafi verið hætt við að gera breytingar á lóðum sem þegar voru í útleigu. Einnig segir Baldur að Þór og Þórdís hafi lagt undir sig 944 fer- metra land utan lóðar sinnar og gert þar kofa, þau hafi lagt akveg sem náð hafi tíu metra inn á óbyggða nágrannalóð og enn fremur útbúið veglegt bílastæði. Ívar Pálsson, lögmaður Þórs og Þórdísar, segir rangt að hjónin hafi ekki viljað greiða fyrir lóðastækk- unina. Þeim hafi einfaldlega verið neitað um stækkunina. Neituðu að borga fyrir stækkun lóðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.