Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 16
fréttir og fróðleikur
Dæmin alveg
jafn alvarleg
Mörg verðlaun í ýmsum flokkum
Stærð svæðanna sem
íslensk stjórnvöld gera
landgrunnskröfur til utan
200 sjómílna er á við tífalda
stærð Íslands. Nú standa
yfir viðræður í Reykjavík
um eina umdeilda svæðið,
Hatton Rockall-svæðið, og
ljóst er að talsvert greinir á
milli krafna ríkjanna.
Fjögur ríki deila um hafsbotninn
suður af Íslandi á svokölluðu
Hatton Rockall-svæði; Ísland, Bret-
land, Írland og Danmörk, fyrir
hönd Færeyja. Fulltrúar Íslands
sitja nú viðræðufund um land-
grunnsréttindi ríkjanna fjögurra á
svæðinu. Landgrunnsréttindi felast
í yfirráðum yfir auðlindum á og
undir hafsbotninum, en ekki í
hafinu sjálfu.
Haft var eftir utanríkisráðherra
í Fréttablaðinu á mánudag að mikil-
vægt væri að ná samkomulagi um
skiptingu svæðisins, því annars
sitji auðlindir ónýttar og umfangs-
mikil gagnaöflun væri unnin fyrir
gýg. Lýsir það afstöðu íslenskra
stjórnvalda í viðræðunum, sem lagt
hafa áherslu á að ríkin komist að
samkomulagi um skiptingu svæðis-
ins. Kröfur ríkjanna skarast þó
verulega.
Formaður samninganefndar
Íslands í viðræðunum um Hatton
Rockall er Tómas H. Heiðar, þjóð-
réttarfræðingur utanríkisráðu-
neytisins. Að hans sögn er nú
unnið að greinargerð til land-
grunnsnefndar Sameinuðu þjóð-
anna sem nær til til landgrunns-
krafna Íslands á Reykjaneshrygg
og í Síldarsmugunni. Tómas segir
íslensk stjórnvöld fyrst vilja ná
samkomulagi við aðila Hatton
Rockall-málsins um skiptingu
þess svæðis og í framhaldi af því
skila sameiginlegri greinargerð
um ytri mörk svæðisins til land-
grunnsnefndarinnar.
Frestur Íslands til þess að skila
greinargerð til landgrunns-
nefndarinnar rennur út í maí árið
2009, en gildir ekki um umdeild
svæði á borð við Hatton Rockall-
svæðið. Landgrunnsnefndin er
ekki bær til að fjalla um umdeild
svæði nema allir deiluaðilar
fallist á það. Skýrir það áherslu
íslenskra stjórnvalda á að
samkomulag náist sem fyrst.
Deilan um svæðið hefur staðið
yfir frá því árið 1985, eða rétt
áður en Íslendingar ákváðu að
staðfesta hafréttarsamning Sam-
einuðu þjóðanna og freista þess
að ná yfirráðum yfir víðáttu-
meira hafsbotnssvæði.
Fjórhliða viðræður við deilu-
aðila um Hatton Rockall-svæðið,
hófust árið 2001. Að frumkvæði
íslenskra stjórnvalda fóru fram
óformlegar viðræður í Reykjavík
það ár og hefur þeim verið haldið
áfram með reglubundnum hætti
síðan. Þagnargildi hefur legið
yfir viðræðunum, þar sem ekki
þótti ljóst hvenær eða hvort niður-
staða fengist í málið, en utanríkis-
ráðherra segist nú vilja opna
fyrir umræður um landgrunns-
kröfur Íslands á Hatton Rockall-
svæðinu.
Ísland á efnahagslögsögu að 200
sjómílum, en getur gert tilkall til
víðáttumeira landgrunns ef nátt-
úrulegar aðstæður leyfa. Skila
þarf inn greinargerð til land-
grunnsnefndarinnar sem leggur
tæknilegt mat á hana.
Landgrunnsnefndin gerir
aðeins tillögu að ytri mörkum
landgrunnsins, en Ísland getur
ákvarðað landgrunnsmörkin á
endanlegan og bindandi hátt á
grundvelli tillagna nefndarinn-
ar.
Hagsmunir Íslands eru fólgnir
í ýmsum auðlindum sem er að
finna á og undir hafsbotninum,
svo sem olíu og gasi, en taldar
eru nokkrar líkur á að olíu og gas
sé að finna á Hatton Rockall-
svæðinu. Aðrar algengar auð-
lindir á landgrunni eru málmar
og botnsetutegundir líkt og ostr-
ur og skelfiskur. Í vaxandi mæli
beinist athygli manna að öðrum
auðlindum, til dæmis erfða-
auðlindum, og með tækni-
framförum eykst bæði vitneskja
um slíkar auðlindir og möguleikar
á nýtingu þeirra.
Hatton Rockall er ekki eina hafs-
botnssvæðið sem Íslendingar
gera kröfu til. Önnur svæði eru
Reykjaneshryggur, sem Ísland
gerir eitt tilkall til, og suðurhluti
Síldarsmugunnar. Samtals eru
landgrunnssvæðin utan 200 sjó-
mílna sem Ísland gerir tilkall til
milljón ferkílómetrar á stærð,
sem er rúmlega tífalt landsvæði
Íslands.
Samningaviðræður stóðu yfir í
nokkra mánuði um Síldar-
smuguna og tókust samningar
við Norðmenn og Dani, fyrir
hönd Færeyinga, í september á
síðasta ári.
Samningurinn felur í sér við-
urkenningu á landgrunnsréttind-
um Íslands yfir 29.000 ferkíló-
metra svæði í framhaldi af
efnahagslögsögunni norðaustur
af landinu. Ríkin munu leggja
fram hvert sína greinargerð til
landgrunnsnefndarinnar og
þegar tillögur hennar berast
munu þau ganga frá þremur tví-
hliðasamningum um endanlega
afmörkun landgrunnsins.
Niðurstaða samningsins þótti
hagstæð fyrir Ísland að mati
stjórnvalda, þar sem hún þótti
auka trúverðugleika Íslands í
deilunni um landgrunnsréttindi
og hafa mikilvægt fordæmisgildi
fyrir Hatton Rockall-málið.
Ríkir hagsmunir á Hatton Rockall