Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 20

Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 20
hagur heimilanna Veiktist eftir að fá sér naflalokk Ilmur Dögg Gísladóttir, sem sér um prjónakaffihús í Norræna húsinu þessa dagana, opnar glugga áður en hún heldur að heiman. Á laugardögum er vinsælt að heimsækja sælgætisbar og velja bland í poka eftir eigin höfði. Flestar verslanir sem hafa sælgætisbar bjóða afslátt á laugardögum, enda eru þeir oftast nammidagar hjá yngri kynslóðinni. Fréttablaðið kannaði hvað kílóið af sælgæti kostar í nokkrum sælgætisbörum landsins. Laugardagssælgætið er ódýrast á sælgætisbörunum í Fjarðar- kaupum og á bensínstöðvum Olís af þeim stöðum sem Fréttablaðið kannaði. Á báðum stöðum kostar kílóið 580 kr. Dýrast er sælgætið í verslunum Select á höfuðborgar- svæðinu, 812 krónur á kílóið, samkvæmt verðkönnun Frétta- blaðsins hjá tíu verslunum og verslunarkeðjum. Munurinn á hæsta og lægsta verðinu nemur fjörutíu prósentum. Aðra daga vikunnar er sælgætið hins vegar ódýrast hjá Bónus, sem gerir ekki greinarmun á dögum þegar kemur að sælgætis- verði. Þar kostar kílóið af sælgæti 769 krónur alla daga vikunnar. Aftur er sælgætið dýrast í verslunum Select á höfuðborgar- svæðinu. Þar kostar kílóið 1.624 krónur alla daga nema laugar- daga. Hér nemur munurinn á hæsta og lægsta verði 111 pró- sentum. Verðið var kannað hjá Olís, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Nóatúni, Bónusvídeó, 11-11, 10- 11, N1, Bónus og í verslunum Sel- ect. Meðalverð fyrir kílóið af sæl- gæti á laugardögum var 693 krónur, en 1.317 krónur aðra daga vikunnar. Allar verslanir fyrir utan Bónus seldu sælgætið með helmingsafslætti á laugardögum. Fjarðarkaup og Olís með ódýrasta sælgætisbarinn Íslensku neytendasamtökin hvetja íslenska neytendur til að snið- ganga vörur sem innihalda asó-litarefni. Formaður samtakanna krefst þess að notkun efnanna verði bönnuð. Asó-litarefni voru bönnuð hér á landi til ársins 1997, en grunur hefur leikið á að samband sé á milli neyslu þeirra og ofvirkni, reiðikasta og annarra hegðunarvandamála barna. Rannsókn á vegum Háskólans í Southampton í Bretlandi, sem gerð var fyrir sjö árum, sýndi fram á tengsl asó-litarefna og hegðunarvanda hjá börnum. Sérstök nefnd á vegum Bresku matvælastofnunarinnar var látin rýna í niðurstöður rannsóknarinnar, og skilaði hún nýlega niðurstöðum sínum. Þær eru á sömu lund og fyrri rannsóknin. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir óþolandi að framleiðendur þurfi ekki að sanna skaðleysi efna heldur þurfi aðrir sífellt að sanna skaðsemi. „Við ætlumst til að stjórnvöld banni notkun efna sem gera vöru varasama fyrir stóran hóp barna. Þessi litarefni eru ekki síst notuð í litríkt sælgæti, þar sem oft er engar merkingar að finna.“ Dönsku neytendasamtökin hvetja neytendur þar í landi til að láta samtökin vita finni þeir matvæli sem innihalda efnin E102, E104, E110, E122, E124 eða E129. Í kjölfarið er nafn vörunnar sett á lista sem finna má á heimasíðu samtakanna. Jóhannes segir ekkert ákveðið með hvort komið verði upp svipuðum lista hérlendis, það sé talsvert mikið mál. „Á heimasíðunni okkar, ns.is, vísum við í þennan lista dönsku neytendasamtakanna, en að koma upp okkar eigin lista kallar á heljarinnar vinnu.“ GJAFABRÉF Verð frá kr.: 23.500 Aðrir söluaðilar: Fyrir heilsuna Safapressa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.