Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2007, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 27.09.2007, Qupperneq 74
Valsmenn þurfa allir sem einn að rísa upp N1-deild kvenna í handbolta Powerade-bikar kvenna Enski deildarbikarinn Norski bikarinn undanúrsl. Meistaradeildin í handbolta Þýska deildin í handbolta Spænska 1. deildin Ítalska A-deildin Sænska B-deildin Ólafur Stefánsson og félagar komu til Flensburg frekar seint í gærkvöldi eftir frekar langt og illa skipulagt ferðalag frá Madríd. Liðið fór beint á æfingu í Campushalle, heimavelli Flensburg, þar sem Fréttablaðið hitti Ólaf að máli. „Það er gott að vera kominn hingað. Hér er venjulega mikil stemning og gaman að keppa hérna,“ sagði Ólafur en hann bíður spenntur eftir því að mæta félögum sínum í landsliðinu. „Það verður mjög gaman og þetta er skemmtilegur Íslendinga- slagur. Það væri ekki verra að vinna líka. Ég er líka feginn að Alex sé hinum megin í vörninni og verði því ekki á móti mér,“ sagði Ólafur léttur á brún. Landsliðsfyrirliðinn hefur glímt við mjög erfið axlarmeiðsli síðustu mánuði en þau eru nú að baki. „Öxlin er orðin fín og ég er í toppstandi. Vonandi næ ég að sýna fínan leik sem og liðið.“ Feginn að Alex spilar ekki vörnina á móti mér í kvöld B-deildarlið Coventry sló í gær ensku meistarana í Manchester United út úr enska deildarbikarnum á sama tíma og Chelsea vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Avram Grant. Alex Ferguson tefldi fram varaliði hjá United, sem varð að sætta sig við 2-0 tap þökk sé tveimur mörkum frá Möltu- búanum Michael Mifsud. United var ekki eina úrvalsdeildarliðið sem tapaði óvænt því Leicester sló út Aston Villa á útivelli. Chelsea var í stórsókn frá fyrstu mínútu gegn Hull og vann að lokum öruggan 4-0 sigur. Salomon Kalou skoraði tvö af mörkunum og þeir Scott Sinclair, með fyrsta mark sitt fyrir Chelsea, og Steve Sidwell skoruðu hin mörkin. Þetta var fyrsti sigur Chelsea undir stjórn Grant en hann var aðeins með fjóra menn úr liðinu sem tapaði á móti United um síðustu helgi. Dean Ashton tryggði West Ham 1-0 sigur á Plymouth á síðustu stundu en Everton, Tottenham og Blackburn komust einnig áfram. Coventry sló út Man. Utd Ezerskis Ernestas, tvítugur unglingalandsliðsmaður frá Litháen, er kominn til reynslu hjá Íslandsmeistaraliði KR. Ernestas, sem er 195 cm hár leikstjórnandi, er leikmaður Lietuvos Rytas Vilnius en kominn í Vesturbæinn þökk sé samböndum Ágústar Björgvinssonar, sem var um tíma aðstoðarmaður hjá Rytas- liðinu. KR hefur ekki gert samning við hann en ef marka má fyrstu æfinguna er þarna snjall leikmaður á ferðinni. Lithái til reynslu hjá KR Fram vann 34-15 sigur á Akureyri í N1-deild kvenna í gærkvöld. Fram-liðið fer vel af stað í deildinni og er til alls líklegt, en áður hafði liðið unnið bikar- meistara Hauka og gert jafntefli við Íslandsmeistara Stjörnunnar og er því taplaust eftir þrjá leiki. Lið Akureyrar er sem fyrr á botninum án stiga. Sigur Fram var í raun aldrei í hættu en liðið skoraði fimm fyrstu mörk leiksins og leiddi 17-3 í hálf- leik. Lið Akureyrar mætti þó betur stemmt inn í seinni hálfleik og veitti Fram-liðinu meiri mótspyrnu og skoraði þá 12 mörk, en lokatölur 34-15 og yfirburðir Fram talsverðir í leiknum. HK vann sinn fyrsta leik á tíma- bilinu með því að vinna FH 28-23 í Kaplakrika og Valskonur eru áfram með fullt hús eftir öruggan 27-18 sigur á Fylki í Vodafone- höllinni á Hlíðarenda. - Framstelpur sýndu klærnar Tvö af sterkustu hand- knattleiksliðum heims – Ciudad Real og Flensburg – mætast í stór- leik Meistaradeildarinnar í kvöld. Með liðunum leika þrír Íslending- ar og þeir eru þess utan allir örv- hentir. Með spænska liðinu leikur Ólafur Stefánsson en með því þýska eru þeir Alexander Peters- son og Einar Hólmgeirsson. Tvímenningarnir fá það hlut- verk að leysa Ólaf af hólmi með landsliðinu á næstu árum og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að eiga við læriföður sinn í kvöld. „Það verður geysilega gaman að mæta Óla. Ég er því miður mest að spila niður í horni í vörninni en ef við spilum 5-1 vörn þá fæ ég vonandi aðeins að taka á honum,“ sagði Alexander Petersson kíminn á svip er Fréttablaðið heimsótti hann á heimili sínu í Handewitt sem er rétt fyrir utan Flensburg. „Leikurinn er ekkert upp á líf og dauða enda lítum við þannig á málið að við þurfum að vinna alla aðra leiki en gegn Ciudad til þess að komast áfram í keppninni, sem er það sem skiptir mestu máli.“ Það er óhætt að segja að Flens- burg sé að spila frábæran hand- bolta þessa dagana en um síðustu helgi lagði liðið sjálfa Evrópu- og Þýskalandsmeistarana í Kiel á heimavelli sínum, Campushalle. Gríðarleg stemning var á þeim leik og er ekki búist við mikið síðri stemningu í kvöld. „Það er eðlilega mikið sjálfs- traust í liðinu eftir leikinn gegn Kiel sem var frábær. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn spænska liðinu en að sjálf- sögðu ætlum við okkur að leggja þá að velli og við teljum okkur geta það,“ sagði Alexander en Ciudad Real vann þessa keppni árið 2006 og er ógnarsterkt. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real sækja þýska liðið Flensburg heim í kvöld en með Flensburg leika þeir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.