Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 2

Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 2
Róbert, er Grímseyjarferjumál- ið loks í höfn? Ekki hefur komið til skoð- unar í heilbrigðisráðuneytinu að leyfa almenna sölu nikótínlyfja í verslunum. Sænska ríkisstjórnin ákvað í vikunni að leyfa slíka sölu, á þeim forsendum að erfitt væri að rök- styðja að í landinu væri auðveld- ara að ná í sígarettur en nikótín- tyggjó. „Við höfum ekki skoðað þetta sérstaklega, en þessi mál eru í stöðugri skoðun,“ segir Hanna Katrín Friðriksdóttir, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra. Ráðherra hafi þó rætt fyrir- komulag lyfsölu, almennt séð, við fjölmarga síðustu vikurnar. Nikótínsala ekki skoðuð í ráðuneyti „Við vörum við veiðileyfakaupum í Varmá uns flóð réna,“ sagði á vef Stanga- veiðifélags Reykjavíkur í gær. Mikil flóð hafa verið í Varmá í Mosfellbæ eftir úrhellisrigningu sem slegið hefur öll met á svæðinu. „Sem dæmi eru göngubrýr við golfvöllinn orðnar ánni að bráð en á þeim slóðum eru vinsælir veiðistaðir stanga- veiðimanna,“ segir enn fremur á vef Stangaveiðifélagsins. Þar er þó bent á að vatnsmagn Varmár sé fljótt að réna þegar styttir upp. Veitt er í Varmá til og með 20. október. Varað við að kaupa veiðileyfi Íslenskur götumark- aður fíkniefna hér á landi veltir allt að 7,6 milljörðum króna á ári, séu lagðir til grundvallar útreikn- ingar um áætlað magn, svo og fíkniefnaverðskrá SÁÁ. Samkvæmt upplýsingum og útreikningum sem Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi, hefur undir höndum má áætla að um 1,1 tonn af kannabisefnum hafi verið á markaði hér á síðasta ári, um 400 kíló af amfetamíni, um 200 kíló af af kókaíni og að minnsta kosti 20 kíló af e-töflum. Heildarsöluverð er miðað við að ofangreint magn seljist á götuverði. Karl Steinar Valsson, afbrota- fræðingur og yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir ekki liggja fyrir neinar staðfestar tölur um árlega veltu fíkniefnamarkaðar- ins. Einungis sé hægt að áætla út frá upplýsingum sem geti gefið ákveðnar vísbendingar. „Útilokað er að kortleggja hvað- an það mikla fjármagn sem neyt- endur fíknefna greiða fyrir þau á götunni er komið,“ segir hann. „Neytendurnir koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Greiðslur fyrir fíkniefni geta verið með einum eða öðrum hætti. Algengt er að þeir sem eru í neyslu séu einnig í dreifingu og fjármagni þannig efnin sem þeir neyta. Þá er hluti fíkniefnakaupa fjármagnað- ur með innbrotum og þjófnaði. Þekkt um allan heim að skýr tengsl hafa verið á milli fíkniefnavið- skipta og verslunar með annan ólöglegan varning,“ segir Karl Steinar enn fremur. Spurður um hvert megi ætla að andvirði milljarða fíkniefnasölu renni segir Karl Steinar að gera megi ráð fyrir að hluti af fjár- magninu haldi áfram í fíkniefna- veltunni. „En það sem skiptir mestu máli fyrir þá sem eru í þessum heimi er að koma þeim fjármunum sem þeir ná inn, umfram fíkniefnavið- skiptin, í löglegt umhverfi. Menn hafa notað ýmsar leiðir í þeim efnum, svo sem að stofna til rekstrar af ýmsu tagi, þar sem þeir geta svo aukið veltuna með afrakstri fíkniefnaviðskipta. Það getur verið um að ræða umsýslu með lausafjármuni, húsnæði eða bifreiðar eða þá rekstur verslunar eða veitingahúsa og svo mætti áfram telja. Séu umsvifin nógu mikil geta menn verið með allar þessar leiðir opnar í einu. Með þessu móti geta menn komið ólög- lega fengnum fjármunum inn í umgjörð sem lítur löglega út á yfirborðinu þar til farið er að rekja peningana til uppruna síns.“ Keyptu fíkniefni fyrir sjö og hálfan milljarð Veltan á götumarkaði fíkniefna hér á landi nam allt að 7,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýrri samantekt yfirlæknisins á Vogi. Yfirmaður fíkniefnadeildar segir hluta fjármagns áfram í veltunni. Karlmaður á fertugs- aldri var í gær dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir að skalla annan mann á gamlárskvöld 2005. Maðurinn var dæmdur í tólf mán- aða fangelsi í héraði en þar sem hann rauf skilorð með broti sínu þótti eðlilegt að tíu mánaða dómur hans, frá árinu 2003, væri tekinn með í reikninginn. Maðurinn var hjá foreldrum sínum í heimsókn á gamlárskvöld en þar voru einnig bróðir hans og sambýliskonur þeirra ásamt fleiri gestum. Bræður rifust í fjöl- skylduboðinu og enduðu leikar með því að til átaka kom. Félagi bróður árásarmannsins reyndi að stía bræðrunum í sundur ásamt föður þeirra, en það endaði með því að hann var skallaður með því afleiðingum að framtennur í honum brotnuðu. Auk þess kom stór skurður í neðri vörina á mann- inum en sauma þurfti tólf spor til að loka skurðinum. Árásarmaðurinn viðurkenndi hjá lögreglu, þegar skýrsla var tekin af honum, að hafa skallað manninn en hafði aðra sögu að segja fyrir dómi. Í dómi Hæstaréttar segir að ekkert hafi komið fram sem rýrði játningu hans hjá lögreglu og því væri staðfest niðurstaða héraðs- dóms um að maðurinn væri sekur um brotið sem hann var ákærður fyrir. Skallaði mann og rauf skilorð Níu mönnum á Vali IS-18 var komið til bjargar í gær eftir að báturinn varð vélarvana í um einni og hálfri sjómílu frá landi. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson og hafnsögubátur frá Ísafirði voru kölluð út um tvöleytið í gær en Valur, sem er 158 brúttólesta bátur, rak hratt í norður í mjög slæmu veðri. Sædísin, ferðaþjónustubátur úr Bolungarvík, kom fyrst að Val um klukkan hálfþrjú. Gunnar Friðriksson kom á staðinn rétt fyrir þrjú og gekk ferð þeirra til hafnar áfallalaust. Vélarvana í Jökulfjörðum Karlmaður á þrítugs- aldri var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október en fyrri gæsluvarðhal dsúrskurðurinn rann út í gær. Maðurinn var handtekin á hafnarbakkanum á Fáskrúðsfirði á sama tíma og Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútu með rúmlega 60 kíló af fíkniefnum innanborðs, þar af um 45 kíló af amfetamíndufti. Ranglega var frá því greint í Fréttablaðinu á miðvikudag að Bjarni Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt smyglið, hefði verið yfirheyrður hjá lögreglunni fyrr í vikunni. Það hefur ekki verið gert enn og óvíst hvenær byrjað verður á því, að sögn Sveins Andra Sveins- sonar, lögmanns Bjarna. Verður áfram í gæsluvarðhaldi Að minnsta kosti níu manns létust og ellefu særðust þegar stjórnarherinn í Búrma greip til vopna gegn tugum þúsunda andófsmanna í gær. Til harðra átaka kom í Rangún, stærstu borg landsins, og 31 af hermönnum stjórnarinnar særðist. Einn hinna látnu er fimmtugur japanskur fréttamaður, Kenji Nagai, sem var að taka myndir af atburðunum. Japönsk stjórnvöld hugðust senda stjórnvöldum í Búrma harðorð mótmæli vegna atviksins. Fyrir dögun í gærmorgun réðst herinn inn í nokkur klaustur þar sem hreyfing mótmælenda hefur verið öflug. Munkur í einu klaustranna, Ngwe Kyar Yan, segir að fjöldi munka hafi orðið fyrir barsmíðum og milli 100 og 150 hafi verið handteknir. „Hermennirnir lokuðu klausturhliðinu með bifreið sinni, brutu upp lásinn og réðust inn í klaustrið,“ segir munkurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Þeir brutu niður hurðir, og brutu rúður og húsgögn. Þegar munkarnir sýndu mótspyrnu skutu þeir á munkana og beittu táragasi, börðu munkana og drógu þá út í bílana.“ Svipaðar sögur bárust frá fleiri klaustrum í Rangún og víðar í Búrma. Hermenn handtóku einnig Myint Thein, talsmann lýðræðishreyfingar- innar sem Aung San Suu Kyi er í forystu fyrir. Karlmaður er alvarlega slasaður eftir að bíll sem hann var farþegi í fór út af í beygju austanmegin á Hellisheiði eystri um klukkan þrjú í gærdag. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi. Engar fréttir fengust frá lækni í gærkvöldi um líðan mannsins en hann var í rannsóknum þegar blaðið fór í prentun. Þrír karlmenn voru í bílnum og var hinn slasaði farþegi í aftursæti. Ökumaðurinn slapp við meiðsli en sá þriðji hlaut minniháttar meiðsl. Engin hálka var á veginum en mjög hvasst. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins. Einn alvarlega slasaður Börn sem voru við æfingar í karate og taekwondo urðu skelkuð þegar eldur kom upp í salerni í búningsklefa síðdegis í gær í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi. Eldurinn uppgötvaðist er mikinn reyk lagði um kjallara hússins. Engin börn voru þá í klefanum en sum barnanna voru í sal þar skammt undan. Eldur reyndist hafa verið kveiktur í nokkrum rúllum af salernispappír. Börnin voru leidd út úr húsinu en föt barnanna voru hins vegar áfram í búningsklefanum og taldi þjálfari sem rætt var við að fötin væru ónýt af reyknum. Eldur kveiktur í salernisrúllum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.