Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 8
 Hvað heitir yfirlæknirinn á Vogi? Í hvaða heimsálfu er Búrma? Hvaða starfsstétt hlýtur viðbótargreiðslu vegna álags að upphæð þrjátíu þúsund krónur á mánuði? Gunnar Stefán Möller Wathne var handtekinn á Indira Gandhi-alþjóðaflugvellinum í Nýju-Delí á Indlandi síðastliðinn föstudag. Hann er grunaður um stórfellt peningaþvætti á fíkni- efnagróða í Bandaríkjunum og hefur verið eftirlýstur af þar- lendum yfirvöldum undanfarin ár. Þetta kemur fram á fréttavefnum Indianexpress.com. Samkvæmt heimildum ind- verska miðilsins var gefin út ákæra á hendur Gunnari Stefáni í Bandaríkjunum snemma árs 2003 eftir að Willam nokkur Pikard var sakfelldur fyrir framleiðslu og sölu á LSD. Stefáni er gefið að sök að hafa hjálpað Pikard við fjár- festingar í Rússlandi fyrir allt að 200 milljónir íslenskra króna af fíkniefnagróða hans. Peningaþvættið er talið hafa farið fram með þeim hætti að Pik- ard hafi notað rannsóknastöðu við háskóla í Los Angeles sem skálka- skjól. Rannsóknir hans voru fjár- magnaðar fyrir milligöngu rúss- nesks starfsbróður hans við háskólann en peningarnir voru í raun í eigu Pikards og voru þvætt- aðir í fyrirtækjum í eigu Gunnars Stefáns. Peningaþvætti er litið alvarleg- um augum í Bandaríkjunum og er hámarksrefsing fyrir slíkt brot þar í landi tuttugu ára fangelsi. Gunnar Stefán kemur fyrir dómara á Indlandi í dag en hann hefur farið fram á að vera sleppt gegn tryggingu. Tekinn eftir fjögurra ára flótta Bandaríkin stilla sér upp ásamt Kína, Indlandi og fleiri stórum mengunarríkjum í útblæstri gróðurhúsalofftegunda í andstöðu sinni við að ríki skuldbindi sig til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eins og Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuríki kalla eftir. Fulltrúar sextán stærstu meng- unarríkja heims í útblæstri gróð- urhúsalofttegunda komu saman í Washington, höfuðborg Band- aríkjanna, í gær til að ræða hvern- ig bregðast skuli við loftslagsbreytingum í heiminum. Bandaríkjastjórn stendur fyrir þessari tveggja daga ráðstefnu en henni ber upp þremur dögum eftir að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir sérlegu þingi háttsettra leiðtoga um lofts- lagsbreytingar sem fram fór í New York. Á þinginu sagði Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að tími fyrir efasemdir væri liðinn og hvatti til þess að gripið yrði til skjótra aðgerða til að bjarga komandi kynslóðum frá skaðlegum áhrifum af hlýnun jarðar. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sem stýrði ráðstefnunni í gær, hvatti stærstu mengunarríkin til að reiða sig minna á jarðefnaeldsneyti með því að skipta yfir í orkuauðlindir sem að draga úr hlýnun jarðar – án þess að það skaðaði efnahag ríkjanna. Rice sagði ekki hægt að takast á við loftslagsbreytingar einungis sem umhverfismál. Fulltrúar Evrópuríkja í loftslagsmálum hafa margir lýst áhyggjum yfir því að ráðstefna Bandaríkjastjórnar geti afveg- aleitt viðræður á vegum Samein- uðu þjóðanna um loftslagsmál sem hingað til hafa verið helsti vettvangur slíkra viðræðna. „Við getum ekki gert þetta á þeim grundvelli að tala um að tala eða að setja okkur markmið um að setja okkur markmið,“ sagði John Ashton, sérstakur fulltrúi breska utanríkisráðuneytisins í loftlagsmálum. „Við vitum að ef ríkjum er í sjálfvald sett hvernig þær bregðast við hlýnun jarðar er það álíka árangursríkt og að ef fólki væri í sjálfsvald sett hvern- ig það brygðist við hraðatak- mörkunum á vegum. Við þurfum ekki bara úrræði sem virkar, við þurfum úrræði sem virkar snar- lega.“ Mengunarríki funda í kjölfar leiðtogaþings Mestu mengunarríki heims eru sameinuð í and- stöðu sinni við að ríki skuldbindi sig til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eins og Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuríkin kalla eftir. Breskur maður var í gær sakfelldur fyrir að hafa sært átta manns með bréfasprengjum. Miles Cooper, 27 ára, viðurkenndi að hafa sent bréfasprengjurnar en sagðist saklaus og ekki hafa ætlað að meiða neinn. Kvaðst hann hafa sent þær til að mót- mæla gagnagrunnum með erfðaefni, tillögu stjórnvalda um auðkenniskort og að lögum gegn hryðjuverkum sé beitt gegn friðsömum mótmælendum. Bréfasprengjurnar bárust á þrjár rannsóknastofur rétt- arlækna, ökuréttindastofnun, í tölvufyrirtæki, endurskoðend- afyrirtæki og á eitt heimili. Bréfasprengju- maður dæmdur Hæstiréttur ómerkti í gær sýknudóm í kynferðisbrota- máli og vísaði málinu aftur í hérað til meðferðar. Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykja- víkur af ákæru um að hafa nauðgað unglingsstúlku í bifreið sumarið 2005 en maðurinn var kærður í mars 2006. Maðurinn neitaði því við yfir- heyrslur fyrir dómi að hafa átt kynmök við stúlkuna en dómarar töldu vitnisburð stúlkunnar sanna að þau hefðu haft mök inni í bifreiðinni. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar óskýran og að ekki væri gott að átta sig á því hvort stúlkan hefði skynjað að sér hefði verið nauðgað. Á þeim forsendum, meðal annarra, var ákærði sýknaður. Ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttardómari skilaði sér- atkvæði í málinu þar sem hún gagnrýndi héraðsdóm fyrir að standa ekki nægilega vel að því þegar skýrsla var tekin af stúlkunni. Við skýrslutöku sem fram fór fyrir dómi 3. september 2007 voru þrír héraðsdómarar en Ingibjörg segir það hafa verið óþarft og jafnvel íþyngjandi fyrir stúlkuna. „Í ljósi þess hversu íþyngjandi yfirheyrsla í kynferðisbrota- málum er fyrir barn hefði verið nægilegt að dómsformaður hefði annast yfirheyrsluna en með- dómsmenn fylgst með henni í þar til gerðu herbergi við hlið þess fyrrnefnda, enda gátu þeir beint því til dómsformanns að leggja spurningar um sakarefnið fyrir barnið hefðu þeir óskað þess,“ segir í sératkvæðinu. Dómur ómerktur og sendur í hérað Herða þarf reglur til að koma í veg fyrir leyniflug í evrópskri lofthelgi. Þetta segir Franco Frattini, sem fer með dóms- og innanríkismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Sýnt þykir að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi staðið fyrir slíku flugi við flutning á grunuðum hryðjuverkamönnum. Samkvæmt skýrslu Evrópu- þingsins hefur CIA staðið fyrir yfir þúsund leyniflugum um Evrópu frá 11. september 2001. Sérstakar reglur verða settar árið 2009 sem kveða á um að allar flugvélar þurfi að leggja inn flugáætlanir, að sögn Frattini. Stöðva leyni- flug um Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.