Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 10
Lifandi laugardagur í Samtökunum ‘78 Laugardaginn 29. september verður opið hús í Samtökunum ‘78 að Laugavegi 3, 4.hæð. Skemmtileg dagskrá fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttu starfi á vettvangi Samtakanna ‘78. Allir velkomnir! Dagskrá 10:30 Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra 11:00 Hommabolti. Fófboltafélagið St. Styrmir 11:30 Bókasafn Samtakanna ‘78 12:00 Trans-Ísland. Transgender og gagnkynhneigt gildismat 12:30 Ungliðhópur Samtakanna '78 og FSS 13:00 Gay pride 13:30 Góðir gestir, verðlaunastuttmynd eftir Ísold Uggadóttur 14:00 Blaklið KMK og blakmót evrópskra kvennablakliða 14:30 Bræðrabylta, verðlaunastuttmynd eftir Grím Hákonarson 15:00 Ráðgjöf og fræðsla Samtakanna ‘78 16:00 Verndarvættirnar, samstarf Samtakanna ‘78 og Amnesty Nánari upplýsingar er að finna á www.samtokin78.is Samtökin ‘78, félag lesbía og homma á Íslandi. FL Group hf. birtir í dag lýsingu vegna hækkunar á hlutafé félagsins um 973.673.140 hluti og skráningar hlutanna á Aðallista OMX Nordic Exchange Iceland. Hlutirnir verða skráðir 28. september 2007. Lýsingin verður aðgengileg á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is. Jafnframt má nálgast eintak af lýsingunni á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 12, Reykjavík, sími 591 4400 á tíma- bilinu 28. september 2007 til 28. september 2008. Reykjavík, 28. september 2007 Tilkynning um birtingu lýsingar FL GROUP „Þessi hús hafa verið rekstrarlegur baggi á sveitar- félaginu,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, skrifstofustjóri Fjalla- byggðar. Sveitarfélagið hyggst selja sex íbúðir á Siglufirði til Rauðku ehf. sem ætlar að nota húsin fyrir ferðaþjónustu. Í þeim búa um tuttugu manns sem vita ekki hvað tekur við eftir að salan gengur í gegn. „Þetta snertir okkur öll mjög illa. Bæjaryfirvöld sögðu okkur ekki frá þessu og því fréttum við þetta flest niðri í bæ eða á vefnum,“ segir Steindóra Á. Sigurðardóttir, þriggja barna einstæð móðir og íbúi í Hafnartúni 30, sem stendur til að selja. Í sama streng tekur Sigurrós Sveinsdóttir, fimm barna móðir í Hafnartúni 28. „Ég veit ekki hvað tekur við. Maðurinn minn er að vinna fyrir austan til að fá meiri tekjur en hægt er að afla hér í bænum. Það er alveg ljóst að við eigum ekki eftir að hafa efni á eigin húsnæði strax. Ég sé fyrir mér að ég lendi með börnin á torginu. Við höfum ekki verið búin undir þetta,“ segir Sigurrós. Í Hafnartúni 29 flutti þriggja manna fjölskylda inn fyrir um hálfum mánuði. „Við hefðum auðvitað ekki flutt ef við hefðum vitað að þetta lægi fyrir. Ekki síst vegna þeirrar fórnar sem við þurftum að færa,“ segir María Lillý Jónsdóttir en fjölskyldu hennar var gert að lóga hundi sínum til að fá að flytja inn í íbúð hjá bænum. Eyrún Pétursdóttir, einstæð móðir í Hafnartúni 34, segist mjög reið yfir vinnubrögðum bæjarins. „Ég er þó heppnari en margir aðrir þar sem ég er bara ein með syni mínum og mér tókst því að finna húsnæði strax og ég frétti af þessu,“ segir hún. Þór Herbertsson, eldri borgari, sem býr ásamt konu sinni, Svan- fríði Stefánsdóttur, í Hafnartúni 36, kveðst hafa fregnað að þau hjónin geti fengið íbúð í blokk á vegum bæjarins. „Við megum samt ekki taka gæludýrið okkar með,“ sagði hann. Málið þykir þó horfa fremur einkennilega gagnvart þriggja manna fjölskyldu í Hrauntúni 32 sem reynt hefur að fá að kaupa íbúðina sem þau búa í frá því í maí. „Þetta er mjög einkennilegt,“ segir Júlíus H. Kristjánsson, öryrki og fjölskyldufaðir, sem reynt hefur að fá að kaupa heimili fjölskyldu sinnar án árangurs. „Sveitarfélagið mun reyna að koma til móts við íbúana,“ segir Ólafur. Selt ofan af tuttugu manns á Siglufirði Sveitarfélagið Fjallabyggð hyggst selja sex íbúðir á Siglufirði. Í þeim búa um tuttugu manns. „Ég sé fyrir mér að ég lendi með börnin á torginu,“ segir fimm barna móðir. „Rekstrarlegur baggi á sveitarfélaginu,“ segir sveitarstjórnin. Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 81 millj- arð króna árið 2006 og hefur aldrei mælst hagstæðari, að því er segir í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Afkoman var hagstæð um sem nemur sjö prósentum af landsframleiðslu en var 5,2 pró- sent árið 2005 og 0,2 prósent árið 2004. Niðurstaðan skýrist að mestu af miklum tekjuafgangi ríkissjóðs. Fjárhagur sveitarfélaganna hefur einnig batnað á sama tíma- bili og nam tekjuafgangur þeirra ellefu milljörðum króna árið 2006 samanborið við 4,4 milljarða árið 2005. Tekjuafgangur sveitarfélag- anna nam 0,9 prósentum af lands- framleiðslu ársins 2006 og 0,4 pró- sentum ársins 2005. Tekjur hins opinbera námu um 570 milljörðum árið 2006 og hækk- uðu um tæpan 81 milljarð króna frá fyrra ári. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu tekjurnar nærri 50 prósentum og hafa ekki verið hærri áður. Útgjöld hins opinbera námu tæpum 490 millj- örðum og hækkuðu um ríflega 53 milljarða króna milli ára, en sem hlutfall af landsframleiðslu lækk- uðu þau hins vegar úr 42,3 pró- sent árið 2005 í 41,8 prósent árið 2006. Af heildarútgjöldum hins opin- bera árið 2006 runnu 107,5 millj- arðar til heilbrigðismála, 96,5 milljarðar til fræðslumála og til almannatrygginga og velferðar- mála var ráðstafað 94,6 milljörð- um króna. 92 milljarðar afgangs árið 2006 Sá tími sem það tekur erlenda sérfræðinga frá löndum utan Evrópusambandsins að fá dvalarleyfi hér á landi stendur hátæknifyrirtækjum fyrir þrifum, segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir að bregðast verði við þessum vanda strax því ef meiningin sé að laða hingað til lands erlend fyrirtæki á borð við Google og Microsoft verði að vera hægt að fá nauðsynlega sérfræð- inga til starfa án þess að bíða í þrjá til sex mánuði. „Þetta er of langur tími, það er svo mikill hraði á öllu hjá okkur,“ segir Sveinn. Hann segir að taka ætti tillit til þarfa fyrirtækja, og veita sérfræðingum sem mikil eftirspurn sé eftir flýtimeðferð. Sveinn segir að fyrirtæki í land- inu gætu til dæmis sett saman lista með sérfræðingum sem vanti til landsins. Einnig mætti fara sömu leið og Danir, sem reikni einfaldlega með því að allir sem fái yfir ákveð- inni krónutölu í mánaðarlaun séu sérfræðingar. Sveinn gefur ekki mikið fyrir þau rök að ekki megi mismuna umsækj- endum með því að veita ákveðnum hópum flýtimeðferð. Ef heimilt sé að taka tillit til þarfa fyrirtækja með þessum hætti í Danmörku og Noregi ætti ekkert að standa í vegi fyrir slíku hér á landi. Ef aðrar þjóðir koma sér upp vopnum í geimnum munu Rússar svara í sömu mynt, sagði Vladimir Popovkin, yfirmaður í rússnesku geimvísindastofnun- inni. Þetta þykja skýr skilaboð til Bandaríkjanna, sem hafa áætlanir um geimvopn. „Við viljum ekki heyja stríð í geimnum, við viljum ekki ná yfirráðum í geimnum, en við munum ekki leyfa neinu öðru ríki að ráða yfir geimnum,“ sagði Popovkin enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sagt áætlanir Bandaríkjanna um vopn í geimnum geta komið af stað vígbúnaðarkapphlaupi. Rússland varar Bandaríkin við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.