Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 12
Bílaframleiðendur heims keppast nú við að þróa tækni sem gerir fólki kleift að komast með jafn hag- kvæmum og þægilegum en mun umhverfisvænni hætti milli staða og það hefur vanizt að gera á bensínbíl- um. Samkeppnin stendur ekki sízt milli ólíkra orku- kosta. Önnur grein af fjórum. Eins og rakið var í fyrstu grein þessa greinaflokks koma fyrst og fremst þrír orkugjafar/-berar til greina sem arftakar hins olíu- grundvallaða samgöngukerfis. Þeir eru lífrænt eldsneyti, raf- magn og vetni (eða metanól). Það lífræna eldsneyti sem mest hefur rutt sér til rúms á síðustu árum er lífetanól. Etanólbílar eru nú orðnir markaðsráðandi í Brasil- íu og stjórnvöld til að mynda í Bandaríkjunum og Svíþjóð hvetja mjög til etanólvæðingar bílaflot- ans og eldsneytisdreifikerfisins. Því er haldið fram að bílar sem ganga á E85-eldsneyti – sem er 85 prósent etanól og 15 prósent bens- ín – losi allt að 80 prósentum minni koltvísýringi en þegar þeir ganga á hreinu bensíni. Ýmis vandamál fylgja þó etanól- væðingunni, en þau tengjast að mestu þeim aðferðum sem beitt hefur verið hingað til við fram- leiðslu eldsneytisins. Gagnrýnin sem fram hefur komið beinist fyrst og fremst að lífetanóli framleiddu úr niðurgreiddri repju af ökrum í Evrópu og maís í Bandaríkjunum. Í nýlegum rannsóknum hefur verið komizt að þeirri niðurstöðu, að dæmi væru um að lífetanól ylli á heildina meiri gróðurhúsaáhrifum en bensín. Í einu slíku dæminu mældist tvínituroxíð-innihald (N2O) í útblæstri frá etanólbíl mun meira en talið hafði verið, en N2O – betur þekkt sem hláturgas – er 296 sinnum virkara sem gróður- húsalofttegund en koltvísýringur. Fylgjendur etanóltækninnar segja þó að þessi vandamál muni ekki há „næstu kynslóð“ lífetanóls, sem framleitt verður að miklu meira leyti úr sellulósa en nú er. Hagkvæmasta leiðin til fram- leiðslu etanóls er með ræktun syk- urreyrs í hitabeltinu – þar sem ljós- tillífun er virkust og minnst þarf af köfnunarefnisáburði – eins og gert er í stórum stíl í Brasilíu. Lífeldsneytisframleiðendur á borð við SEKAB í Svíþjóð stefna að því að gera framleiðsluna mun hagkvæmari og skilvirkari en nú er, bæði með því að nýta umfram- lífmassa sem fram til þessa hefur ekki þótt eins hentugur til elds- neytisframleiðslu og jafnvel með því að standa að lífmassarækt þar sem hún skilar mestu – í hitabeltis- löndum í Afríku. Þetta kom meðal annars fram í máli Pers Carstedt, forstjóra SEKAB, á ráðstefnunni Driving Sustainability ´07 sem fram fór í Reykjavík á dögunum. Þó er ljóst, ekki sízt vegna árekst- urs við matvælaræktun og aðra landnýtingu, að lífeldsneytisfram- leiðsla getur aldrei svarað eldsneyt- isþörf heimsins nema að takmörkuð- um hluta. Vonir eru þó bundnar við að lífmassaframleiðsla með nýjum aðferðum, svo sem með þörungum, geti aukið framleiðslumöguleika líf- ræns eldsneytis til muna. Íslenska lífmassafélagið, sem Víglundur Þor- steinsson er í forsvari fyrir, hyggur að hans sögn á að gera tilraunir með framleiðslu lífmassa hér á landi sem hægt er að framleiða eldsneyti úr með því að nýta heitt affallsvatn frá jarðhitaorkuverum landsins til að hámarka lífmassauppskeruna. Í orkuáætlun Evrópusambands- ins er gert ráð fyrir að notkun líf- ræns eldsneytis í farartækjum verði komin í að minnsta kosti 5,75 prósent árið 2010 og 10 prósent árið 2020. Í þessu skyni hafa til að mynda stjórnvöld í Þýzkalandi nú þegar gert olíufélögunum þar í landi að blanda lífrænu eldsneyti saman við bensín og díselolíu (minnst 1,2 prósent af lífetanóli í bensín og minnst 4,4 prósent af lífrænu dísel í díselolíu). Stefnt er að því að þetta skyldu-blöndunarhlutfall aukist í áföngum og verði komið í allt að 15 prósent árið 2015. Að sögn Víglundar Þorsteinssonar væri vel hugsanlegt að drýgja með sama hætti innflutt bensín með lífetanóli framleiddu úr íslenzkum lífmassa. Slík íblöndun hefði að auki þann kost að geta komið í staðinn fyrir rokgjörn íblöndunarefni í venjulegu bensíni. E85-eldsneyti og etanól-bensín- tvíorkubílar hafa nú verið fluttir til landsins til að kynna þá tækni fyrir Íslendingum. Að verkefninu standa Brimborg – umboðsaðili Ford, Volvo og Citroën – og Olís. Þar sem stjórn- völd hafa hins vegar ekki enn tekið ákvörðun um hvernig skattlagningu af bæði eldsneytinu og tvíorkubíl- unum skuli háttað liggur hins vegar enn ekki fyrir hvort Íslendingum bjóðist að fara svipaða leið og Svíar hafa gert. Í Svíþjóð hefur etanól- áfyllingarstöðvum fjölgað úr 50 í 1.000 á sex árum og um 70.000 etan- ólbílar eru komnir í umferð þar og þeim fer áfram ört fjölgandi. Að nota rafmagn til að knýja bíla er jafngömul tækni og bíllinn sjálfur. En á þeirri rúmu öld sem sprengi- hreyfilsknúni bíllinn hefur farið sína sigurgöngu hefur lítið verið fjárfest í að þróa rafbílatæknina þannig að hún verði samkeppnis- hæf. Akkilesarhæll rafbílanna er rafhlöðutæknin; hún er enn í dag ekki nógu langt komin til að loft- og hljóðmengunarlausir rafbílar taki fram úr mengandi og orkusóandi sprengihreyfilsbílunum. Lengi vel var sú nýtanlega orka sem hægt var að geyma á nokkur hundruð kílóa rahlöðusetti ekki meiri en sem sam- savaraði orkuinnihaldi 5 lítra bensín- brúsa. En það þarf ekki annað en að líta til þeirrar gríðarlegu þróunar sem orðið hefur á fáum árum í Kapphlaupið um framtíðarorkuna H2 CO2 O2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.