Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 23
Mið- og Suður-Ameríka munu
þurfa 1.730 flugvélar fyrir sem
nemur 120 milljörðum Bandaríkj-
adala, eða yfir 7.300 milljörðum
króna, næstu tvo áratugina.
Í nýrri spá flugvélafram-
leiðandans Boeing kemur fram
að þetta sé annað mesta vaxt-
arsvæði heims á sviði flugrekstr-
ar. Í fyrsta sæti er Kína.
Boeing kynnti spá sína í
byrjun vikunnar á ráðstefnu
flugiðnaðarins í Rio de Janeiro í
Brasilíu. „Á tímabilinu mun flug
aukast um 6,6 prósent í Mið- og
Suður-Ameríku, vel yfir spáðri
meðalaukningu í heiminum sem
er 5,0 prósent. Aukningin er
hvergi meiri nema í Kína þar
sem spáð er 8,8 prósenta
vaxtarhraða,“ segir í tilkynningu
Boeing.
Næstmest flogið
Stjórn Alfesca hefur fengið heimild
aðalfundar félagsins til að auka
hlutafé um allt að 1,7 milljarða
króna að nafnvirði.
Heimildin er veitt með það fyrir
augum að auka eigið fé félagsins til
frekari vaxtar. Á fundinum, sem
haldinn var á mánudag, var einnig
samþykkt að greiða hluthöfum ekki
arð fyrir síðasta rekstrarár.
Hlutafjáraukningin er í tveimur
hlutum, hvor um sig 850 milljónir
króna að nafnvirði. Hluthafar hafa
forkaupsrétt í annarri aukningunni.
Alfesca stefnir að því að styrkja
rekstrarstoðir félagsins á næstu
misserum með kaupum á breska
matvælaframleiðandanum Oscar
Mayer. Xavier Govare, forstjóri
Alfesca, sagði viðræður á byrjun-
arstigi, en gengju kaupin eftir yrði
til fimmta stoðin í starfsemi
Alfesca.
Hlutafjáraukn-
ing heimiluð
Stjórn HSBC, stærsta banka
Evrópu, hefur ákveðið að loka
fasteignalánadeild sinni í
Bandaríkjunum. Deildin hefur
fram til þessa einbeitt sér að
lánveitingum til einstaklinga með
litla greiðslugetu sem hafa ekki á
kost á að fá hefðbundið fasteigna-
lán.
Stóraukin vanskil í þessum
lánaflokki hafa valdið miklu tapi
hjá bandarískum fjármála- og
lánafyrirtækjum, sem leitt hefur
til óróleika á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.
HSBC skrúfar
fyrir lán í BNA
mannaudur.hr.is
ÖLSKYLDAN ÞÍN
JÓRÐUNGI?
MANNAUÐUR er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík,
Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins
og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins.