Fréttablaðið - 28.09.2007, Side 24
greinar@frettabladid.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Danski stórkratinn og fyrrum forsætisráðherrann Poul
Nyrup Rasmussen hyggst nú enn
auka hróður sinn sem rithöfund-
ur. Í vændum er útkoma bókar
eftir hann sem ber sama heiti og
þetta greinarkorn. Bókin mun að
vísu einkum innihalda umfjöllun
um fjárfestingarsjóði austanhafs
og vestan fremur en almennt
uppgjör við græðgisvæðingu
samtímans, en efnið er áhugavert
engu að síður. Evrópskir kratar
hafa að sögn krækt saman
höndum með bandarískum
demókrötum í skoðun á fyrir-
bærinu og hvaða samfélagsáhrif
sjóðir af þessu tagi hafi til ills eða
góðs í græðgiskapítalisma
nútímans. Undirritaður bíður
bókarinnar nokkuð spenntur því
viðfangsefnið er verðugt. Ég hef
af og til á undanförnum árum
skrifað greinar og reynt að
kveikja hér heima á foldu
umfjöllun um áhættufjármagnið
og vegferð þess um heiminn.
Hin blinda og harða ávöxtunar-
krafa áhættufjármagnsins er
ráðandi þáttur á mörkuðum
heimsins nú um stundir. Er
nánast hægt að kalla það eðlis-
breytingu sem orðið hefur á
kapítalismanum með tilkomu
þess. Sú var tíðin að atvinnu-
rekstur og eignarhald fyrirtækja
var að mestu í höndum þeirra
sem atvinnuumsvifin stunduðu.
Þannig voru t.d. fyrir 30-40 árum
60-80% skráðra fyrirtækja í
kauphöllinni í Stokkhólmi í eigu
sænsku atvinnurekendanna
sjálfra eða fjölskyldna þeirra sem
byggt höfðu upp fyrirtækin. Nú
lætur nærri að þessi hlutföll hafi
snúist við og að svipuð prósenta
sé í eigu áhættufjárfesta eða
annarra fjármagnseigenda sem
engin gamalgróin eða söguleg
tengsl eiga við atvinnureksturinn.
Það er eðli áhættufjármagnsins
að það er kvikt og fljótt í förum.
Það leitar þangað sem ávöxtunin
er best hverju sinni en tekur svo
jafnskjótt til fótanna ef á bjátar.
Efnahagsuppgangurinn í
Suðaustur-Asíu, sem mikið var
hampað meðan allt lék í lyndi,
sótti næringu sína að talsverðu
leyti í mikið innstreymi slíks
fjármagns. En hagkerfi „litlu
drekanna“, sem svo eru stundum
nefndir, fengu því miður einnig
að kynnast því hversu fljótt
áhættufjármagnið getur tekið til
fótanna. Af þessum ástæðum og
ugglaust fleirum er það að víða
gætir í skrifum og umræðum um
þessi mál eftirsjár og kveður
jafnvel við saknaðartón þegar
rætt er um heiðarlega gamaldags
atvinnurekendur og kapítalista.
Þá sem byggðu upp sinn atvinnu-
rekstur og áttu sitt fé bundið í
honum og sættu sig við þá
ávöxtun sem atvinnureksturinn
sjálfur gaf af sér og virðisaukann
sem fólst í jafnri og stöðugri
uppbyggingu fyrirtækjanna.
En það, eins og kunnugt er,
nægir ekki hinu hungraða
áhættufjármagni. Þar er leitað
leiða til að hámarka skyndi-
gróðann, m.a. með því að kaupa og
selja fyrirtæki fram og til baka,
sameina þau eða skipta þeim upp,
sem sagt flá innan úr þeim fituna
með öllum tiltækum ráðum. Og
vissulega hafa margir efnast vel á
þessum aðferðum, sérstaklega þeir
sem eru fyrstir á ferðinni í slíku
umbreytingarskeiði atvinnulífsins.
Þannig hefur einkavæðing á
grónum opinberum fyrirtækjum,
með mikil dulin innri verðmæti,
víða reynst áhættufjármagninu
drjúg matarhola.
Meðan víxlverkunarskrúfan
snýst rétt og gengi hækkar ár frá
ári á öllum hlutabréfum, líta
hlutirnir auðvitað afar vel út. En
hætturnar á þessari vegferð
leynast við hvert fótmál. Netból-
an sem sprakk, nýja hagkerfið
sem átti að lúta öðrum lögmálum
en hið eldra og aldrei framar
lækka gerði það nú samt. Hvað er
raunverulegt og efnislegt við
svona aðstæður og hvað er froða,
ja það er efinn. Það er vel, að
meira að segja sósíaldemókrötum
og mönnum sem voru vægast
sagt hallir undir „þriðju leiðina“
blairísku séu að verða hættu-
merkin ljós. Batnandi mönnum er
best að lifa, einnig vestur-
evrópskum krötum, sem féllu
flatir fyrir nýfrjálshyggjunni og
gáfust upp í eiginlegri andstöðu
við hana. Þeir bera margir
hverjir mikla ábyrgð á því að
færa inn landamærin í varðstöð-
unni um velferðarsamfélagið. Þá
var það að sumir fóru að tala um
kapítalisma með félagslega
ásjónu eða framhlið.
Ísland er seint á ferð í kynnum
sínum af þessari þróun og lætur
sennilega nærri að hún sé nálægt
því að ná hámarki sínu hér á landi
þessi árin. Viðfangsefnið á því
klárlega erindi inn í íslenska
þjóðmálaumræðu. Verður
fróðlegt að sjá hvort viðhorfs-
breyting af því tagi sem vonandi
er á ferðinni hjá Poul Nyrup
Rasmussen eigi eftir að verða
víðar, þ.á m. hjá íslenskum
flokkssystkinum danska forsætis-
ráðherrans fyrrverandi.
Höfundur er formaður Vinstri-
grænna.
Á tímum græðginnar
Hvatning mín í blaðagrein um að stjórnsýslan ætti að vera tví-
tyngd hefur vakið mikil viðbrögð
sem búast mátti við. Það gætir þó
nokkurs misskilnings um hvað það
nákvæmlega er sem ég var að leggja
til og er mér því bæði ljúft og skylt
að útskýra málið betur.
Grein mín snerist einungis um
hvernig hægt væri að laða að fleiri
erlenda fjárfesta til Íslands. En ein af hugmynd-
unum sem fram hafa komið, til að ýta undir
fjárfestingar á Íslandi, er tvítyngd stjórnsýsla.
Hvað þýðir þetta í raun? Hér á ég við það eitt
að stjórnsýslan sem lýtur að erlendum fjárfest-
um verði þeim aðgengileg á enskri tungu og að
íslensk lög og reglur verði þýdd á ensku og gerð
aðgengileg á netinu. Sömuleiðis þýðir þetta að
eftirlitsstofnanir verði í stakk búnar til að svara
erindum á ensku og birti niðurstöður sínar
jafnframt einnig á því tungumáli.
Því miður hindrar skortur á þekkingu á
íslenskum markaði mörg erlend fyrirtæki í að
koma hingað. En íslenskir neytendur
hafa lengi furðað sig á því af hverju
erlendir bankar komi ekki hingað til
lands. Þessi leið sem ég er að leggja til
er leið sem fjölmargar aðrar þjóðir
hafa farið með góðum árangri. Hvort
sem það lýtur að bættum hag íslenskra
neytenda með lækkun vöruverðs eða til
að stuðla að áframhaldandi fjölgun
hálaunastarfa, þá er tvítyngd stjórn-
sýsla mikilvæg.
Að endingu vil ég ítreka það að
auðvitað var ég ekki að leggja til að
tungumál ríkisins verði í framtíðinni
tvö eða að enska og íslenska verði jafnrétthá sem
stjórnsýslumál.
Að sjálfsögðu verður íslenskan áfram hið
opinbera tungumál íslenskrar stjórnsýslu og
þýðing á nokkrum lagabálkum yfir á ensku
breytir engu þar um. Við eigum að sjálfsögðu að
hlúa áfram vel að tungumálinu okkar, hér eftir
sem hingað til. Íslensk tunga er stór þáttur í
sjálfsmynd þjóðarinnar og verður áfram
óþrjótandi uppspretta hugmynda og menningar.
Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Hvað þýðir tvítyngd stjórnsýsla?
Í
seinni tíð hafa fáar fréttir kallað fram jafn mörg símtöl inn
á ritstjórn Fréttablaðsins og fréttin af dónaskap við útlent
starfsfólk í þjónustustörfum. Þeir sem hringdu voru margir
sjóðillir, þeir sögðust ekkert hafa á móti útlendingum en það
væri sko þeirra réttur að tala íslensku á Íslandi.
Svipað var uppi á teningnum meðal ýmissa álitsgjafa sem skutu
upp kollinum hér og þar; á Íslandi á að gera kröfu um að allir sem
taka að sér þjónustustörf séu mæltir á íslensku.
Gott og vel, þessu geta allir örugglega verið sammála. Öll viljum
við tala móðurmálið í okkar eigin landi. En hvað svo? Að hverjum
beinist þessi krafa? Og er hægt að verða við henni?
Nú vill svo til að hér er aðeins 0,9 prósenta atvinnuleysi þrátt
fyrir að þúsundir útlendinga séu þegar að störfum í þjóðfélaginu.
Þar á meðal eru margir í þjónustustörfum sem ekki er hægt að
manna með íslenskumælandi fólki. Þetta er til dæmis tilfellið í
Sandholtsbakaríi, sem við sögðum frá í umræddri frétt. Án útlendu
starfsmannanna má segja að kostirnir sem eigendur Sandholts
standi frammi fyrir séu tveir: Að bjóða viðskiptavinum sínum upp
á þá vondu þjónustu að bíða mjög lengi eftir afgreiðslu á íslensku
eða loka bakaríinu.
Það merkilega er að margir af þeim sem hringdu í Fréttablaðið
eru einmitt á þeirri skoðun að þeir sem ekki geta boðið þjónustu á
íslensku eigi hreinlega að loka. Enn öfgafyllri sjónarmið eru á þá
leið að ef fólk hittir fyrir starfsmann sem ekki talar íslensku sé
það í fullum rétti til að sýna dónaskap og fara út.
Það var og. Við þá sem eru tilbúnir að réttlæta dónaskap við
náunga sinn, vegna þess að hann talar ekki íslensku, er ekki ástæða
til að rökræða. Þeir mega endilega vera úti.
En hina, þá sem vilja loka bakaríum, kaffihúsum og annarri
starfsemi sem treystir á útlendinga, má spyrja hvort þeir vilji líka
skella í lás á elliheimilum, leikskólum og sjúkrahúsum? Sú þjón-
usta myndi lamast án erlendra starfsmanna, misvel eða ótalandi á
íslensku.
Rétt er að ítreka, að gefnu tilefni, að fréttir af fjölda útlend-
inga í þjónustustörfum snúast ekki um rétt heimamanna til að tala
íslensku. Þær fréttir eru ekki heldur árás á íslenska tungu né upp-
hafning á ensku. Þetta eru fréttir af veruleika sem er til staðar.
Útlendingarnir eru hér til að leysa sára þörf fyrir starfsfólk.
Auðvitað má fara fram á að atvinnurekendur veiti þeim grunntil-
sögn til að þeir geti sinnt sínu starfi, til dæmis hvað vörurnar heita
á íslensku sem þeir selja. En hitt er líka dagljóst að mun færri
útlendingar komast í íslenskunám en vilja. Í fyrra lögðu stjórn-
völd tuttugu milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga.
Í ár er framlagið 200 milljónir og á næsta ári liggur fyrir að það
þarf að vera enn hærra.
Sá sem hér skrifar hefur áður reifað mikilvægi íslenskukennslu
fyrir þá sem hingað flytja, ekki síst með framtíð barna þeirra í
huga. Hætt er við að önnur kynslóð innflytjenda sitji eftir þegar
líður á námið ef foreldrarnir geta ekki veitt það bakland sem er
nauðsynlegt.
Þarna er komið verkefni sem allir geta lagt sitt af mörkum
við með því að sýna þeim sem ekki kunna íslensku þolinmæði og
aðstoð í stað hroka og leiðinda.
Þessi nýja staða í íslensku samfélagi hverfur ekki þótt fólk segi
að svona eigi þetta ekki að vera. Því svona er þetta samt.
Rétturinn til að
sýna dónaskap