Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 25

Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 25
Hannes Lárusson myndlistarmaður nýtir blóm og ber til víngerðar, tínir söl og snýr sér fífu- kveiki í lampa. Þetta heitir að lifa á landsins gæðum. „Ég er búinn að fást við það í um það bil þrjátíu ár að brugga vín úr jurtum. Byrjaði af menningar- sögulegum áhuga á að kynna mér allt um mjöðinn sem mikið var drukkið af í fornöld, meðal annars hér á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson og lýsir víngerðinni nánar. „Mjöður er búinn til úr vatni, hunangi, geri og bragðbætandi jurtum og það tekur hann um 3-4 mánuði að verða góðan. Ég prófaði mismunandi styrkleika og mismunandi jurtir og niðurstaðan varð sú að mjöðurinn er bestur 6-9% sterkur. Mjaðurjurtin gefur besta bragðið, einkum blómin. Það er ekki af engu sem hún heitir mjaðurjurt. Það er hunangið sem gefur fyllinguna og því betra sem það er því betri verður mjöðurinn. Best er að fá hunang frá Rússlandi eða Kanada. Síðastliðin fimmtán ár hef ég svo búið til bláberja- og krækiberjavín. Það er best í kringum 10-12 prósenta styrkleikann. Má ekki verða of sterkt. Það er fjölskylduaðgerð að tína 20-30 kíló af berjum og ég nota ekkert nema ber, vatn, ger og sykur. Engin aukaefni. Í seinni tíð hef ég sett mestmegnis hunang í berjavínið líka í stað sykurs. Það tekur ár að búa til gott berjavín. Ég legg í á haustin og tappa á flöskur ári síðar. Svo geymist vínið í sex til tólf mánuði í sínum mestu gæðum. Þroskast ekki með aldrinum eins og rauðvín heldur verður flatt við geymslu.“ Blóm mjaðurjurtarinnar eru langbest í mjöðinn NÝJAR OG BETRI JÚMBÓ HYRNUR Í NÆSTU VERSLUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.